59
Tíl Þin, Kristur, bljúg vér berum
Með auðmýkt
1. Til þín, Kristur, bljúg vér berum
bæn þá fram, að andi þinn,
er vér blessum brauð og vatnið,
berist hingað til vor inn.
Lát oss stöðugt hafa’ í huga
hver þín leiðin var á kross,
þar sem dauðans böl þitt barstu,
blóði drifinn fyrir oss.
2. Fyll vor hjörtu friðar anda,
fórnarvilja’ og kærleikslund.
Lát þú vorar bænir berast
beint til himins á þinn fund.
Þegar sönnum vér að var oss
verðug guðleg fórnin þín,
nálægð þína þá oss veittu,
þar sem dýrðar ljóminn skín.
Text: Mabel Jones Gabbott, b. 1910. © 1948 IRI
Lag: Rowland H. Prichard, 1811–1887
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983