Tónlist
Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn


7

Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn

Létt

1. Vorn spámann vér þökkum þér Drottinn,

sem þekkir og leiðir oss hér.

Vér þökkum þér guðspjallið góða,

sem geislandi upplýsing ber.

Vér þökkum þér guðlegar gjafir

og gnægtanna ómuna fjöld,

oss blessun er boð þín að halda

og blíðustu fagnaðar gjöld.

2. Þá syrtir af skugganna skýjum

og skelfingin ógnun oss fær,

þá leiftrar oss ljósið af hæðum

og lausnina skynjum vér nær.

Vér efum ei umhyggju Drottins,

því áður fyrr reyndum vér hann.

Þeir guðlausu´ er setjast um Síon

um síð verða felldir í bann.

3. Vér syngjum hans mildi og miskunn

og miklum hann daga sem nótt.

Vér fögnum hans fagnaðarboðskap,

sem fyllir oss andlegum þrótt.

Og þannig þeir trúföstu feta,

uns fullkomnun eilífri ná,

en þeir, sem að höfnuðu honum,

þá hamingju aldregi fá.

Texti: William Fowler, 1830–1865

Lag: Caroline Sheridan Norton, 1808–um 1860

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923

Kenning og sáttmálar 21:1–5

Mósía 2:41