Tónlist
Fögur er foldin


86

Fögur er foldin

Tignarlega

1. Fögur er foldin,

heiður er Guðs himinn,

indæl pílagríms ævigöng.

Fram, fram um víða

veröld og gistum

í Paradís með sigursöng.

2. Kynslóðir koma,

kynslóðir fara,

allar sömu ævigöng.

Gleymist þó aldrei

eilífa lagið

við pílagrímsins gleðisöng.

3. Fjárhirðum fluttu

fyrst þann söng Guðs englar,

unaðssöng, er aldrei þver:

Friður á foldu,

fagna þú, maður,

frelsari heimsins fæddur er.

Texti: Bernard S. Ingemann, 1789–1862, danskur texti og skáld.

Lag: þjóðlag frá SchlesÍu, 1842

Höfundur Ísl. texta: MatthÍas Jochumsson, 1835–1920

Kenning og sáttmálar 43:34

Kenning og sáttmálar 110:2–4

Kenning og sáttmálar 88:6–13

Sálmarnir 8:4–9

Sálmarnir 9:2–3

Jesaja 42:1

Matteusarguðspjall 11:28–30