1. Hve ljúft minn Guð, hve ljúft það er,
þér lof að syngja’ og þökk frá mér.
Þér kærleiksljósin kveikja mín
og kynna sannleiksorðin þín.
2. Hve ljúf er hvíld við helgan frið,
er heimsins kvíða losnum við.
Þér syngi hjarta’ og hugur minn,
sem harpa Davíðs lofsönginn.
3. Hjá þér ég lífsins fögnuð finn,
ó, frelsari og Drottinn minn.
Þín viska’ og náð oss veiti sýn
á vegum kærleikans til þín.
4. Til heiðurs þér hvað get ég gert,
minn Guð, sem aldrei verður skert,
er hátt í ljóma himins býrð,
í hamingjunnar geisladýrð.
Texti: Isaac Watts, 1674–1748
Lag: John J. McClellan, 1874–1925
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983