Tónlist
Ég fer hvert sem vilt að ég fari


104

Ég fer hvert sem vilt að ég fari

Létt

1. Það verður kannski’ ekki ferð um fjöll,

né freyði’ um mig aldan há,

það verður kannski’ ekki’ í fylking fremst,

sem fæ ég starf Guði hjá.

En ef að í hug mér hans heyri’ ég rödd,

og hefja skal ókunn verk,

ég svara Herra minn hvar sem er,

mig höndin þín leiðir sterk.

[Chorus]

Ég fer hvert sem vilt að ég fari’, ó Guð,

yfir fjöll og dali’ eða haf.

Mitt tal það skal vera sem vilt, ó Guð,

og verk mín þér stjórnast af.

2. Það getur verið að Guð í dag

mér gefi bending og ráð,

að flytja syndara fögnuð hans

um frelsun Drottins og náð.

Ég vona að Jesús mér veiti styrk

og vísi mér rétta leið,

að þeim ég flytji hans ástrík orð,

sem angrar hver synd og neyð.

[Chorus]

Ég fer hvert sem vilt að ég fari’, ó Guð,

yfir fjöll og dali’ eða haf.

Mitt tal það skal vera sem vilt, ó Guð,

og verk mín þér stjórnast af.

3. Ég veit sá staður er víða til,

sem veitt ég gæti mitt lið,

að ævi Jesú og orðin hans,

þar opna Guðs dýrðarhlið.

Ó, Drottinn minn, Guð minn, ég þjóna þér,

og þinni rödd hlýða ber,

ég veit að höndin þín hjálpar mér,

já, hvar sem mín leiðin er.

[Chorus]

Ég fer hvert sem vilt að ég fari’, ó Guð,

yfir fjöll og dali’ eða haf.

Mitt tal það skal vera sem vilt, ó Guð,

og verk mín þér stjórnast af.

Texti: Mary Brown, 1856–1918

Lag: Carrie E. Rounsefell, 1861–1930

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983

1 Nefí 3:7

Kenning og sáttmálar 4:2