Tónlist
Hann enga á vöggu


82

Hann enga á vöggu

Með lotningu

1. Hann enga á vöggu en unir þó sér

í vöggunni stóru, þar Jesús minn er.

Og stjörnurnar brosa um bláveg til hans,

hann barn er síns tíma og barn sérhvers manns.

2. Í fjárhúsi sefur nú féð allt svo rótt,

en Jesús einn vakir í jötunni hljótt.

Ég ann þér, ó Jesús, ég ann þér svo heitt,

og aldrei því verður á ævinni breytt.

3. Ó, ver þú mér, Jesús, mín vörn og mitt skjól

og gef að ég geti þig glatt sérhver jól.

Ég veit að þú blessar hvert barn hér á jörð,

ó, Jesús, þér eru öll jólaljós gjörð.

Texti: Ókunnur höfundur, ca. 1883, Philadelphia. Ísl. texti: Ingólfur Jónsson frá Prestbakka, 1918–1993

Lag: William J. Kirkpatrick, 1838–1921; raddsett af Rosalee Elser, f. 1925.

©1980 Rosalee Elser. Birt með leyfi. Leyfilegt er að afrita til nota Í kirkju eða heimahúsum sé það ekki gert Í hagnaðarskyni.

Lúkasarguðspjall 2:7

Lúkasarguðspjall 18:15–17