25
Göngum þakkargjörðar til
Rösklega
1. Göngum þakkargjörðar til,
Guði þökk ég syngja vil,
uppskerunni inn var náð
áður’ en rísa veður bráð.
Það sem jafnan þurfum vér
þessu Guð oss fyrir sér.
Kom í Herrans helgidóm,
hefjum þökk með einum róm.
2. Drottinn erjar alla jörð,
uppsker lof og þakkargjörð.
Góðu’ og illu sáð er senn,
sorg og gleði þiggja menn.
Urtin þrep af þrepi grær,
þar til góðum vexti nær.
Drottinn uppskerunnar ljá
okkur góðum þroska’ að ná.
Texti: Henry Alford, 1810–1871
Lag: George J. Elvey, 1816–1893
Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944
Markúsarguðspjall 4:26–28