„29. mars – 4. apríl. Páskar: „Ég er sá, sem lifir. Ég er sá, sem deyddur var,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„29. mars – 4. apríl. Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021
29. mars – 4. apríl
Páskar
„Ég er sá, sem lifir. Ég er sá, sem deyddur var“
Þegar þið búið ykkur undir að halda upp á upprisu frelsarans á páskadegi, íhugið þá hvernig nútíma opinberanir hafa dýpkað trú ykkar á að Jesús Kristur er hinn eingetni sonur Guðs og lausnari heimsins.
Skráið hughrif ykkar
3. apríl 1836 var páskadagur. Eftir að hafa þjónustað sakramentið til meðlimanna sem komið höfðu saman í hinu nývígða Kirtland-musteri, fundu Joseph Smith og Oliver Cowdery sér afvikin stað að baki fortjalds í musterinu og lutu þar í hljóðri bæn. Þá, á þessum degi er kristnir menn hvaðanæva minnast upprisu Jesú Krists, birtist frelsarinn sjálfur upprisinn í musteri sínu og sagði: „Ég er sá, sem lifir. Ég er sá, sem deyddur var“ (Kenning og sáttmálar 110:4).
Hvað felst í því að segja að Jesús Kristur sé „sá, sem lifir“? Það táknar ekki einungis að hann reis úr gröfinni á þriðja degi og birtist lærisveinum sínum frá Galíleu. Það táknar að hann lifir á okkar tíma. Hann talar með spámönnum sínum á okkar tíma. Hann leiðir kirkju sína á okkar tíma. Hann læknar særðar sálir og brostin hjörtu á okkar tíma. Við getum því tekið undir vitnisburð Josephs Smith: „Eftir þá mörgu vitnisburði, sem gefnir hafa verið um hann, er þetta vitnisburðurinn … sem við gefum um hann: Að hann lifir!“ (Kenning og sáttmálar 76:22. Við getum heyrt rödd hans í þessum opinberunum. Við getum séð hönd hans í lífi okkar. Hvert okkar getur sagt: „‚Ég veit minn lifir lausnarinn!‘ Hve ljúf ég þessi orðin finn.“ (Sálmar, nr. 36).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Kenning og sáttmálar 29:5; 38:7; 62:1; 76:11–14, 20–24; 110:1–10
Jesús Kristur lifir.
Spámaðurinn Joseph Smith sá hinn upprisna frelsara nokkrum sinnum og eru tvö slík tilvik skráð í Kenningu og sáttmálum. Hvað vekur áhuga ykkar varðandi vitnisburð Joseph Smith við lestur kafla 76:11–14, 20–24; 110:1–10? Hvers vegna er vitnisburður hans ykkur mikilvægur?
Víða í Kenningu og sáttmálum ber frelsarinn vitni um eigið ætlunarverk og guðleika. Hvað lærið þið um hinn lifandi Krist af orðum hans í Kenningu og sáttmálum 29:5; 38:7; 62:1? Íhugið að skrá yfirlýsingar sem þessar sem þið finnið er þið lærið Kenningu og sáttmála.
Sjá einnig Joseph Smith – Saga 1:17.
Kenning og sáttmálar 29:26–27; 42:45–46; 63:49; 88:14–17, 27–31; 93:33–34
Ég mun rísa upp sökum Jesú Krists.
Joseph Smith vissi hvernig var að syrgja látna ástvini. Tveir bræðra hans, Alvin og Don Carlos, dóu ungir menn. Joseph og Emma jarðsettu sex börn, hvert þeirra yngra en tveggja ára. Með opinberununum sem Joseph fékk, hlaut hann eilífa sýn á dauðann og hina eilífu áætlun Guðs. Íhugið sannleikann sem opinberaður er í Kenningu og sáttmálum 29:26–27; 42:45–46; 63:49; 88:14–17, 27–31; 93:33–34. Hvernig hafa þessi ritningarvers áhrif á viðhorf ykkar til dauðans? Hvernig geta þær haft áhrif á það hvernig þið lifið?
Sjá einnig 1. Korintubréfið 15; M. Russell Ballard, „Sýnin um endurlausn hinna dánu,“ aðalráðstefna október 2018; Kennningar forseta kirkjunnar: Joseph Smith (2007), 174–-76.
Kenning og sáttmálar 18:10–13; 19:16–19; 45:3–5; 76: 69–70
Jesús Kristur framkvæmdi „algjöra friðþægingu.“
Ein leið til að einblína á frelsarann á páskum er að læra opinberanirnar í Kenningu og sáttmálum sem kenna um friðþægingarfórn hans. Nokkrir slíkir staðir eru í Kenningu og sáttmálum 18:10–13; 19:16–19; 45:3–5; 76: 69–70. Þið getið ef til vill búið til lista um sannleika friðþægingar frelsarans sem þið finnið í þessum versum. Til að dýpka námið gætuð þið bætt á listann ykkar atriðum sem þið finnið undir hugtökunum „Friðþægja, Friðþæging“ (Leiðarvísir að ritningunum, churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl).
Hér eru nokkrar spurningar sem geta hjálpað við námið:
-
Hvers vegna ákvað Jesús Kristur að þjást?
-
Hvað get ég gert til að hljóta blessanir af fórn hans?
-
Hvernig get ég vitað hvort friðþæging hans hafi áhrif á líf mitt?
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Aðalráðstefna.Þar sem aðalráðstefna fer fram á páskadegi á þessu ári, getið þið íhugað hvernig boðskapur ráðstefnunnar (þar með talið tónlistin) getur aukið vitnisburð fjölskyldu ykkar um Jesú Krist. Ung börn gætu t.d. teiknað mynd af frelsaranum eða haldið á lofti mynd af honum, er þau heyra boðskap eða sálm um Jesú Krist. Aðrir í fjölskyldunni geta búið til lista með sannleika sem þeir heyra um frelsarann. Á eftir geta fjölskyldumeðlimir miðlað teikningum sínum eða listum, ásamt vitnisburði sínum um Jesú Krist.
-
Kenning og sáttmálar 88:14–17; 138:17, 50.Fjölskyldu ykkar gæti þótt gaman að finna samlíkingu um dauða og upprisu eða hafa sýnikennslu til að útskýra merkingu þess – eitthvað sem sýnir hvernig líkaminn og andinn aðskiljast og síðan sameinast, líkt og hönd og hanski. Hvernig auka þessi vers þakklæti okkar fyrir það sem frelsarinn gerði fyrir okkur?
-
„Hinn lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna.“Þið gætuð hvatt til umræðna um vitnisburð nútíma spámanna um frelsarann með því að biðja fjölskyldumeðlimi að lesa hluta úr „Lifandi Kristur: Vitnisburður postulanna“ (churchofjesuschrist.org/languages/isl/pdf?lang=isl) og miðla því sem þeir hafa lært um Jesú Krist. Þið getið einnig sýnt myndbandið „Apostle Testimony Montage [Vitnisburður ýmissa postula]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvaða sannleika finnum við sem veitir okkur innblástur?
-
„Ég veit minn lifir lausnarinn.“Þið gætuð, til að hvetja fjölskyldu ykkar til að íhuga á hve margan hátt hinn upprisni frelsari blessar okkur á okkar tíma, sungið saman „Ég veit minn lifir lausnarinn“ (Sálmar, nr. 36) og tengt sannleika sálmsins við sannleika eftirfarandi ritningaversa: Kenning og sáttmálar 6:34; 45:3–5; 84:77; 98:18; 138–23. Fjölskylda ykkar gæti einnig haft gaman af að skrá fleiri ritingarvers fyrir sálminn sem tjá hvernig þau vita að lausnari þeirra lifir.
Ef þið viljið ná í páskamyndband eða önnur nýsigögn; sjá þá Easter.ComeUntoChrist.org.
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Jesús er risinn,“ Barnasöngbókin, 44.