Kenning og sáttmálar 2021
12.–18. apríl. Kenning og sáttmálar 37–40: „Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir“


„12.–18. apríl. Kenning og sáttmálar 37–40: ‚Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„12.–18. apríl. Kenning og sáttmálar 37–40,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Hinir heilögu búa sig undir flutning

Heilagir flytja til Kirtland, eftir Sam Lawlor

12.–18. apríl

Kenning og sáttmálar 37–40

„Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir“

Ein leið til að hlíta ráði Guðs um að „safna … vísdóm“ er að skrá hugrif ykkar er þið lærið (Kenning og sáttmálar 38:30).

Skráið hughrif ykkar

Kirkjan var hinum fyrri heilögu meira en staður til að hlusta á einhvern prédika á sunnudögum. Í gegnum opinberanir sínar lýsti Joseph Smith kirkjunni með orðum eins og málstaður, ríki, Síon, og nokkuð oft sem starfi. Það getur verið hluti af því sem laðaði marga af fyrri meðlimunum að kirkjunni. Eins mikið og þeir unnu endurreistum kenningum kirkjunnar, þá þráðu margir eitthvað sem þeir gátu helgað lífi sínu. Þrátt fyrir það, var það ekki auðvelt fyrir suma að fylgja boði Drottins árið 1830, um að safnast til Ohio. Fyrir fólk eins og Phebe Carter þýddi þetta að yfirgefa þægileg heimili fyrir ókunnugar óbyggðir (sjá „Raddir endurreisnarinnar“ í lok þessara lexíudraga). Í dag getum við séð greinilega það sem þessir heilögu gátu einungis séð með augum trúar, að Drottinn ætlaði þeim miklar blessanir í Ohio.

Þörfin fyrir að safnast saman í Ohio er löngu liðin hjá, en heilagir í dag safnast enn saman fyrir sama málstað, sama verkið, að „leiða fram Síon“ (Kenning og sáttmálar 39:13). Á sama hátt og hinir fyrri heilögu, hverfum við frá „[veraldlegum hlutum]“ (Kenning og sáttmálar 40:2), vegna þess að við treystum þessu loforði Drottins: „Þú skalt hljóta … ríkulegri blessun en þú hefur áður þekkt“ (Kenning og sáttmálar 39:10).

Sjá einnig Heilagir, 1:109–11.

Ljósmynd
táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 37:1

Hvað var Joseph Smith að þýða árið 1830?

Í þessu versi var Drottinn að vísa til hins innblásna verks Josephs Smith að endurskoða Biblíuna, sem var talað um sem „þýðingu.“ Þegar Joseph meðtók opinberunina sem er skráð í kafla 37, hafði hann lokið við nokkra kapítula í 1. Mósebók og hafði nýverið lesið um Enok og Síonarborg hans (sjá 1. Mósebók 5:18–24; HDP Móse 7). Sumar af kenningunum sem Drottinn kenndi Enok svipar til þeirra sem hann opinberaði í kafla 38.

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Þýðing Josephs Smith,” churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Ljósmynd
Joseph Smith og Sidney Rigdon

Joseph Smith vinnur með Sidney Rigdon að innblásinni endurskoðun á Biblíunni. Teikning eftir Annie Henrie Nader

Kenning og sáttmálar 38

Guð safnar okkur saman til að blessa okkur.

Drottinn lauk boði sínu um samansöfnunina í Ohio með því að segja: „Sjá, hér er viska“ (Kenning og sáttmálar 37:4). Það sáu samt ekki allir viskuna samstundis. Í kafla 38 opinberaði Drottinn visku sína nánar. Hvað lærið þið af versum 11–33 varðandi blessanir samansöfnunar. Kirkjumeðlimum er ekki lengur boðið að safnast saman með því að flytjast á einn stað. Hvernig söfnumst við saman í dag? Hvernig eiga þessar blessanir við okkur í dag? (sjá Russel M. Nelson, „Samansöfnun trístraðs Ísraels,“ aðalráðstefna október 2006).

Þegar þið lesið þennan hluta á enda, leitið þá að versum sem gætu hafa knúið hina heilögu til þeirrar trúar sem þeir þörfnuðust til að hlýða boðorðum Guðs um að safnast saman í Ohio. Hugleiðið einnig boðorð sem hann hefur gefið ykkur og þá trú sem þið þarfnist til að hlýða þeim. Eftirfarandi spurningar gætu hjálpað við námið.

  • Hvað finnið þið í versum 1–4 sem styrkir trú ykkur á Drottin og boðorð hans.

  • Hvernig getur vers 39 hjálpað ykkur að hlýða boðorðum Guðs, jafnvel þegar þau krefjast fórnar?

Hvað fleira getið þið fundið?

Kenning og sáttmálar 38:11–13, 22-32, 41–42.

Ef ég er viðbúinn, þarf ég ekkert að óttast.

Hinir heilögu höfðu þegar tekist á við mikið mótlæti og Drottinn vissi að meira var framundan (sjá Kenning og sáttmálar 38:11–13, 28–29). Til að hjálpa þeim að óttast ekki, opinberaði hann þeim dýrmætt lögmál: „Séuð þér viðbúnir þurfið þér ekkert að óttast“(Kenning og sáttmálar 38:30). Takið ykkur smá tíma til að íhuga þær áskoranir sem þið standið frammi fyrir. Þegar þið síðan lesið kafla 38, hlustið þá eftir hvatningu frá andanum um hvernig þið getið búið ykkur undir áskoranir, svo þið þurfið ekkert að óttast.

Sjá einnig Ronald A. Rasband, „Verið eigi áhyggjufullir,“ aðalráðstefna október 2018.

Kenning og sáttmálar 39–40

Áhyggjur heimsins mega ekki trufla mig frá því að hlýða orði Guðs.

Lesið kafla 3940, ásamt sögulega bakgrunninum í fyrirsögn kaflans og hugleiðið hvernig reynsla James Covel gæti átt við ykkur. Sem dæmi, hugsið um þann tíma þegar „hjarta [ykkar] … var réttlátt fyrir [Guði]“ (Kenning og sáttmálar 40:1). Hvernig voruð þið blessuð fyrir trúfesti ykkar? Hugsið einnig um hvaða „[veraldlegu áhyggjuefnum]“ þið standið frammi fyrir (Kenning og sáttmálar 39:9; 40:2). Hvað finnið þið í þessum köflum sem hvetur ykkur til að vera stöðugri í hlýðni ykkar.

Sjá einnig Matteus 13:3–23.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 37:3.Þið gætuð vísað til kortsins sem fylgir þessum lexíudrögum til að hjálpa fjölskyldu ykkar við að skilja þær fórnir sem hinir heilögu færðu til að safnast saman í Ohio.

Kenning og sáttmálar 38:22.Hvernig getum við gert Jesú Krist að „löggjafa“ fjölskyldu okkar? Hvernig verðum við „frjáls þjóð“ með því að fylgja lögmálum hans?

Kenning og sáttmálar 38:24–27.Til að kenna börnum hvað í því felst að „[vera] eitt,“ gætuð þið hjálpað þeim að nefna nöfn allra í fjölskyldu ykkar og ræða afhverju hver einstaklingur er mikilvægur í fjölskyldunni. Leggið áherslu á að saman séuð þið ein fjölskylda. Þið gætuð hjálpað börnum ykkar að teikna stóran 1 á veggspjald og síðan að skreyta það með nöfnum og teikningum eða myndum af hverjum fjölskyldumeðlim. Þið gætuð einnig skrifað a veggspjaldið það sem þið hyggist gera til að vera samheldnari sem fjölskylda. Þið gætuð einnig horft á myndbandið „Love in Our Hearts [Kærleikur í hjörtum okkar]“ (ChurchofJesusChrist.org) eða lesið HDP Móse 7:18 .

Kenning og sáttmálar 38:29–30.Þið gætuð rætt nýlega reynslu sem þið sjálf upplifðuð eða fjölskylda ykkar, sem krafðist undibúnings. Hvernig áhrif hafði það á upplifunina að undirbúa sig? Hvað vill Drottinn að við búum okkur undir? Hvernig getur undirbúningur komið í veg fyrir að við verðum óttaslegin? Hvað getum við gert til að undirbúa okkur?

Kenning og sáttmálar 40.Hvaða merkingu hefur orðasambandið „[veraldlegir hlutir]“ (vers 2) fyrir okkur? Eru einhverjir veraldlegir hlutir sem koma í veg fyrir að við meðtökum orð Guðs „með gleði“? Hvernig sigrumst við á þeim?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Elskið alla, Jesús bauð.“ Barnasöngbókin, 39.

Ljósmynd
Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar

Samansöfnun í Ohio

Ljósmynd
Byggingar í Kirtland

Kirtland-þorpið, eftir Al Rounds

Ljósmynd
Phebe Carter Woodruff

Meðal hinna mörgu heilögu sem söfnuðust saman í Ohio á fjórða áratugi nítjándu aldarinnar var Phebe Carter. Hún gekk í kirkjuna í norðaustur hluta Bandaríkjanna á þrítugsaldri, þó að foreldrar hennar hefðu ekki gert það. Hún ritaði síðar um þá ákvörðun sína um að flytja til Ohio, til að sameinast hinum heilögu:

„Vinir mínir furðuðu sig á ætlun minni, sem og ég sjálf, en það var eitthvað hið innra sem knúði mig áfram. Sorg móður minnar yfir því að ég færi að heiman var næstum meiri en ég fékk borið, og ef það hefði ekki verið fyrir andann hið innra, hefði mér að lokum fallist hugur. Móðir mín sagði að hún hefði heldur viljað sjá á eftir mér í gröfina, en að ég færi þannig einsömul út í hinn miskunnarlausa heim.

„,[Phebe], sagði hún á áhrifaríkan hátt, ‚munt þú koma aftur heim til mín, ef þú uppgötvar að mormónismi er falskur?‘

„Ég svaraði: ‚Já móðir mín, ég mun gera það.‘ … Svar mitt létti á áhyggjum hennar, en sorgin var okkur öllum mikil að kveðjast. Þegar leið að burtför minni, treysti ég mér ekki til að kveðja, svo ég skrifaði kveðjuorð til hvers og eins og skildi þau eftir á borðinu mínu, hljóp niður og stökk upp í vagninn. Þannig yfirgaf ég mitt ástkæra æskuheimili til að sameinast hinum heilögu Guðs.“1

Í einum þessara kveðjubréfa skrifaði Phebe:

„Kæru foreldrar – ég yfirgef nú foreldrahús mitt um tíma. … Ég veit ekki hversu lengi – en ekki án þakklætis fyrir þá góðvild sem ég hef notið frá bernsku fram á þennan dag – en forsjónin virðist haga málum öðruvísi nú en áður. Leggjum þetta allt í hendur forsjónarinnar og verum þakklát fyrir að hafa fengið að búa saman svo lengi, við jafn jákvæðar aðstæður og raun ber vitni, í þeirri trú að allt verði okkur til góðs, ef við elskum Guð framar öllu. Verum viss um að geta beðið til Guðs, sem mun heyra einlægar bænir allra sköpunarverka sinna og veita okkur það sem okkur er fyrir bestu. …

„Móðir, ég trúi að það sé vilji Guðs fyrir mig að fara vestur og hef verið sannfærð um að svo hafi verið lengi. Nú hefur leiðin opnast. … Ég trúi að það sé andi Drottins sem hefur gert það mögulegt, sem í öllu er nægjanlegt. Verið ekki áhyggjufull yfir barni ykkar, Drottinn mun hugga mig. Ég trúi því að Drottinn muni annast mig og veita mér það sem mér er fyrir bestu. … Ég fer því meistari minn kallar – hann hefur gert skyldu mína skýra.“2

Heimildir

  1. Í Edward W. Tullidge, The Women of Mormondom (1877), 412.

  2. Bréf Phebe Carter til foreldra sinna, engin dagsetning, Sögusafn kirkjunnar, Salt Lake City, greinarmerki færð í nútímahorf. Phebe gekk í kirkjuna árið 1834, flutti til Ohio um 1835 og giftist Wilford Woodruff árið 1837.

Prenta