Kenning og sáttmálar 2021
15.–21. mars. Kenning og sáttmálar 27–28: „Allt verður að gjörast með reglu“


„15.–21. mars. Kenning og sáttmálar 27-28: ‚Allt verður að gjörast með reglu‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„15.–21. mars. Kenning og sáttmálar 27–28“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Joseph Smith

15.–21. mars

Kenning og sáttmálar 27–28

„Allt verður að gjörast með reglu“

Öldungur D. Todd Christofferson sagði að þegar þið lærið ritningarnar og skráið hughrif ykkar, „ljúkið þið upp hjarta ykkar svo að orð Guðs fái rúmast í því og Guð mun eiga orð við ykkur“ („Þegar þú ert snúinn við,“ aðalráðstefna apríl 2004).

Skráið hughrif ykkar

Opinberanir voru enn tiltölulega ný hugmynd fyrir hina heilögu er endurreisninni miðaði áfram. Fyrri meðlimir kirkjunnar vissu að spámaðurinn Joseph Smith gæti hlotið opinberanir fyrir kirkjuna, en gátu aðrir það? Spurningar sem þessar urðu mikilvægar þegar Hiram Page, eitt hinna átta vitna að gulltöflunum, trúði að hann hefði hlotið opinberanir fyrir kirkjuna. Margir staðfastir heilagir trúðu því að opinberanir þessar væru frá Guði. Drottinn svaraði þessu með því að kenna að „allt verður að gjörast með reglu“ í kirkju hans (Kenning og sáttmálar 28:13), sem þýddi að einungis einn væri „útnefndur til að meðtaka boð og opinberanir“ fyrir alla kirkjuna (Kenning og sáttmálar 28:2). Þrátt fyrir það gátu allir hlotið persónulega opinberun varðandi sinn eigin þátt í verki Drottins. Reyndar eru þessi orð Drottins til Olivers Cowdery áminning til okkar allra: „Þér [mun] gefið hvað gjöra skal“ (Kenning og sáttmálar 28:15).

Sjá einnig „All Things Must Be Done in Order [Allt verður að gjörast með reglu],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 50–53.

táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 27:1–4

Mér ber að meðtaka sakramentið með einbeittu augliti á dýrð Guðs.

Sally Knight og Emma Smith skírðust í júní 1830, en staðfesting þeirra var trufluð af múgi. Tveimur mánuðum síðar heimsóttu Sally og eiginmaður hennar, Newel, Emmu og Joseph og var þá ákveðið að framkvæma staðfestingarnar og að hópurinn meðtæki sakramentið saman í kjölfarið. Þegar Joseph var að afla víns fyrir sakramentið, var hann stöðvaður af engli. Hvað kenndi engillinn honum um sakramentið? (sjá Kenning og sáttmálar 27:1–4).

Hvað lærið þið af þessum versum um hvernig frelsarinn vill að við komum að sakramentinu? Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera varðandi það sem þið lærið?

Brauð og bolli sakramentis

Sakramentið minnir okkar á fórn frelsarans.

Kenning og sáttmálar 27:15–18

Alvæpni Guðs mun hjálpa mér að verjast hinu illa.

M. Russell Ballard forseti sagði: „Það er ekkert eitt stórt eða tilkomumikið sem við getum gert til að vopnast andlega. Sannur andlegur kraftur á rætur í mörgum litlum verkum samofnum í andlegan varnarvef gegn öllu illu“ („Be Strong in the Lord,“ Ensign, júlí 2004, 8).

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 27:15–18, getið þið búið til kort eins og sýnt er hér að neðan. Hvað gerið þið til að íklæðast hverjum hlut alvæpnis Guðs?

Hluti alvæpnisins

Varinn líkamshluti

Möguleg merking þess líkamshluta

Brynja réttlætisins

Hjarta

Þrár okkar og langanir

Hjálmur hjálpræðisins

Höfuð eða hugur

Sjá einnig Efesusbréfið 6:11–18; 2. Nefí 1:23.

Kenning og sáttmálar 28

Hinn lifandi spámaður er talsmaður Guðs fyrir kirkju hans.

Ímyndið ykkur hvernig það væri, ef allir hlytu boðorð og opinberanir fyrir alla kirkjuna. Þegar Hiram Page sagðist hafa hlotið slíka opinberun, varð uppnám meðal meðlima kirkjunnar. Í Kenningu og sáttmálum 28 opinberaði Drottinn reglu opinberunar í kirkju sinni. Hvað lærið þið af þessum kafla um hið einstaka hlutverk forseta kirkjunnar? Hvað lærið þið af orðum Drottins til Olivers Cowdery í versi 3? Hvað lærið þið af þessum kafla um hvernig Guð getur leiðbeint ykkur?

Sjá Dallin H. Oaks, „Samskiptarásirnar tvær,“ aðalráðstefna október 2010.

Kenning og sáttmálar 28:8–9

Hvers vegna var trúboð Olivers Cowdery til Lamaníta mikilvægt?

Einn tilgangur Mormónsbókar er að „Lamanítar fái vitneskju um feður sína og viti um fyrirheit Drottins“ (Kenning og sáttmálar 3:20). Þetta er í samræmi við fyrirheit sem Drottinn veitti hinum ýmsu spámönnum Mormónsbókar (sjá t.d. 1. Nefí 13:34–41; Enos 1:11–18; Helaman 15:12–13). Hinir fyrri meðlimir kirkjunnar litu á ameríska indíána sem afkomendur fólksins í Mormónsbók. (Opinber afstaða kirkjunnar í dag er sú að Lamanítar „[séu] meðal forfeðra amerískra índíána“ [formáli Mormónsbókar].)

Ef þið viljið lesa meira um trúboð Olivers til nálægra indíánaættbálka, sjá þá „A Mission to the Lamanites [Trúboð til Lamaníta]” (Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 45–49). Hvað kennir þetta trúboð ykkur um Drottin og verk hans?

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 27:1–2.Hvernig getum við minnst betur fórnar frelsarans fyrir okkur er við meðtökum sakramentið?

Kenning og sáttmálar 27:5–14.Hvað vitum við um spámennina í þessum versum? Þið gætuð leitað frekari upplýsinga um þá í Leiðarvísi að ritningunum (churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=isl). Hvaða blessanir standa okkur opnar með lyklunum sem þeir höfðu? Ef þið viljið vita meira um einhverja þessara lykla, sjá þá Matteus 16:16–19; Kenning og sáttmálar 110:11–16.

Kenning og sáttmálar 27:15–18.Ef til vill hefði fjölskylda ykkar gaman af þykjustubardaga með einhverjum fatnaði sem gæti táknað alvæpni Guðs, s.s. höttum, vestum, svuntum eða skóm. Hvernig ver alvæpni okkur í bardaga? Ræðið ýmis ill áhrif sem fjölskyldan tekst á við og það sem þið getið gert til að íklæðast hinu andlega alvæpni. Íhugið að sýna myndbandið „Put on the Whole Armor of God [Íklæðist alvæpni Guðs]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Kenning og sáttmálar 28:2–7.Hvað lærið þið í þessum kafla um köllun spámanns? Ef til vill geta fjölskyldumeðlimir rifjað upp eldri boðskap lifandi spámanns og sagt frá því hvernig leiðsögn hans hjálpar okkur að fylgja Jesú Kristi.

Kenning og sáttmálar 28:11.Hvers vegna er mikilvægt að ræða málin „í einrúmi“ þegar við viljum vanda um við einhvern?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Kom, heyrið spámann hefja raust,” Sálmar, nr. 8.

Bæta persónulegt nám

Lærið orð síðari daga spámanna og postula. Lesið það sem síðari daga spámenn og postular hafa kennt um reglurnar sem þið finnið í ritningunum. Íhugið að rifja upp efnisyfirlit aðalrástefnanna á churchofjesuschrist.org/general-conference/conferences?lang=isl eða í smáforritinu Gospel Library.