„29. mars – 4. apríl. Páskar: ,Ég er sá, sem lifir. Ég er sá, sem deyddur var,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„29. mars – 4. apríl. Páskar,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
29. mars – 4. apríl
Páskar
„Ég er sá, sem lifir. Ég er sá, sem deyddur var“
Ekkert er okkur mikilvægara að skilja en friðþægingu Jesú Krists. Hugsið um þá sem munu sækja námsbekk ykkar; hvað mun verða þeim til hjálpar við að efla trú sína á Jesú Krist?
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Þegar meðlimir bekkjar ykkar hafa lært Kenningu og sáttmála á þessu ári, gætu þeir hafa fundið ritningarvers um frelsarann sem hafa mikla þýðingu fyrir þá. Hefjið kennslu með því að gefa þeim kost á að miðla þessum versum. Hvernig hefur nám okkar á Kenningu og sáttmálum eflt trú okkar á Jesú Krist fram að þessu?
Kennið kenninguna
Jesús Kristur framkvæmdi „algjöra friðþægingu.“
-
Þar sem friðþæging Jesú Krists er kenning sem allt ríður á, íhugið þá að verja nægum tíma til að tryggja að meðlimir bekkjarins fái skilið hana. Til að gera þetta, gætuð þið skrifað á töfluna spurningar eins og þessar: Hvað er friðþæging Jesú Krists? Hvernig hefur hún áhrif á daglegt líf mitt? Hvernig hefur hún áhrif á eilíft líf mitt? Hvernig hlýt ég endurlausnarkraft frelsarans í lífi mínu? Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að ígrunda þessar spurningar og leita að ritningarversum sem hjálpa við að svara þeim. Meðlimir bekkjarins gætu skrifað ritningartilvísanirnar sínar á töfluna og þið gætuð rætt nokkrar þeirra sem bekkur. Hér eru nokkur dæmi: Lúkas 22:39–44; 1. Jóhannesarbréfið 1:7; 2. Nefí 2:6–9; Mósía 3:5–13, 17–18; Alma 7:11–14; Moróní 10:32–33; Kenning og sáttmálar 19:16–19; 45:3–5.
-
Það gæti verið meðlimum bekkjarins gagnlegt að horfa á myndbandið „The Savior Suffers in Gethsemane“ [Frelsarinn þjáist í Getsemane]“ (ChurchofJesusChrist.org) áður en þið lesið orð frelsarans sjálfs um þjáningar sínar í Kenningu og sáttmálum 19:16–19. Hvernig auka þessi vers þakklæti okkar fyrir fórn Jesú Krists? Fleiri páskamyndbönd sem þið gætuð sýnt eru skráð í „Fleiri heimildir.“
Kenning og sáttmálar 76:11–14, 20–24; 110:1–10
Spámaðurinn Joseph Smith bar vitni um að Jesús Kristur lifir.
-
Joseph Smith sá hinn upprisna frelsara og bar máttugt vitni um að Jesú Kristur lifir. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra um vitnisburð Josephs Smith, gætuð þið skipt þeim í tvo hópa og falið öðrum hópnum að lesa Kenningu og sáttmála 76:11–14, 20–24 og hinum 110:1–10. Biðjið hvern meðlim bekkjarins að finna hið minnsta eitt orð í þessum versum sem lýsir frelsaranum. Meðlimir bekkjarins gætu skipst á að skrifa orðin sem þeir fundu á töfluna og þið síðan notað orðin til að leiða umræðuna um eiginleika og mátt frelsarans. Hvernig styrkir vitnisburður Josephs Smith trú okkar á guðleika og hlutverk Jesú Krists?
-
Sumir meðlimir bekkjarins gætu hafa fundið samsvaranir í kenningum Kenningar og sáttmála og orðum og reglum í sálminum „Ég veit minn lifir lausnarinn“ (Sálmar, nr. 36; sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Ef til vill gætu þeir verið fúsir að miðla því sem þeir uppgötvuðu. Þið gætuð líka lesið eða sungið þennan sálm sem bekkur og leitað samsvarana við eftirfarandi ritningarvers: Kenning og sáttmálar 6:34; 45:3–5; 84:77; 98:18; 138:23. Hvernig höfum við komist að því að frelsarinn lifir?
Kenning og sáttmálar 29:26–27; 42:45–46; 63:49; 88:14–17, 27–31; 93:33–34
Sökum Jesú Krists, munum við rísa upp.
-
Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að ræða hvað Kenning og sáttmálar kennir um upprisuna, gætuð þið beðið þá að ímynda sér að vinur eða fjölskyldumeðlimur spyrði um merkingu þess að rísa upp. Hvernig gætum við hjálpað þeim einstaklingi að skilja hvað upprisa er? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að kanna Kenningu og sáttmála 88:14–17, 27–31 og leita að einhverju sem gæti hjálpað. Aðrar ritningartilvísanir gætu verið Alma 11:40–45 og Alma 40:21–23. Hverju myndum við miðla til að hjálpa vini okkar eða fjölskyldumeðlim að finna gleðina og vonina sem eiga rætur í kenningunni um upprisuna?
-
Hvernig gætuð þið hjálpað meðlimum bekkjarins að hugleiða upprisugjöf frelsarans? Ef til vill gætuð þið skrifað á töfluna Sökum Jesú Krists … og beðið meðlimi bekkjarins að leita í eftirfarandi ritningarhlutum að orðum sem gætu lokið við setninguna: Kenning og sáttmálar 29:26–27; 42:45–46; 63:49; 93:33–34. Hvernig hefur sannleikurinn í þessum versum áhrif á viðhorf okkar til dauðans? Hvernig hafa þau áhrif á daglegt líf okkar?