Kenning og sáttmálar 2021
12.–18. apríl. Kenning og sáttmálar 37–40: „Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir“


„12.–18. apríl. Kenning og sáttmálar 37–40: ‚Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann 2021 (2020)

„12.–18. apríl. Kenning og sáttmálar 37–40,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Hinir heilögu búa sig undir flutning

Heilagir flytja til Kirtland, eftir Sam Lawlor

12.–18. apríl

Kenning og sáttmálar 37–40

„Ef þér eruð ekki eitt, eruð þér ekki mínir“

Lærið Kenningu og sáttmála 37–40 af kostgæfni áður en þið ákveðið hvernig haga skuli kennslunni. Þið eruð líklegri til að hljóta andlega leiðsögn við kennsluundirbúning ykkar, ef þið hljótið innihaldsríka upplifun af þessum versum.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Íhugið að skrifa á töfluna: Þegar ég las Kenningu og sáttmála 37–40, fannst mér sem Drottinn segði við mig . Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þeir myndu ljúka setningunni. Hvetjið þá til að miðla versum frá lestri sínum sem hluta af svörum þeirra.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 37–38

Guð safnar okkur saman til að blessa okkur.

  • Stundum er auðveldara að læra af opinberununum í Kenningu og sáttmálum þegar við setjum okkur sjálf í spor fólksins sem þeim var upphaflega beint til. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að ímynda sér að þeir byggju í Fayette, New York, árið 1831, til að hjálpa þeim að gera þetta við kafla 37–38. Einn meðlimur bekkjarins gæti látist vera Joseph Smith og lesið kafla 37 fyrir hina. Hvernig gætum við hafa brugðist við þessum fyrirmælum? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins ímyndað sér að þeir ættu vin sem vill ekki fara til Ohio til samansöfnunar; þeir gætu leitað í kafla 38 að reglum sem gætu hvatt vininn til að vera trúfastur fyrirmælum samansöfnunar. (Ef nauðsyn krefur, gætuð þið beint þeim sérstaklega að versum 1–4, 11–12, 17–22 og 27–33.) Meðlimir bekkjarins gætu líka verið fúsir til að segja frá því hvernig álíka reglur hafa hjálpað þeim er þeir hafa þurft að hlýða boðorði sem þeim reyndist erfitt að gera.

  • Síðari daga heilögum er ekki lengur boðið að safnast saman á einn stað, heldur í fjölskyldum, deildum og stikum. Þið gætuð skipt bekknum í tvo hópa, til að ræða hvernig þessi samansöfnun er blessun á okkar tíma. Biðjið annan hópinn að kanna Kenningu og sáttmála 38:31–33 og gæta að blessunum sem eiga við um samansöfnun sem fjölskyldur og hinn hópinn að leita í sömu versum að blessunum sem eiga við um samansöfnun sem deildir og stikur. Þeir gætu síðan miðlað bekknum hugsunum sínum. Hvernig erum við blessuð af því að safnast saman sem sunnudagaskólabekkur.

Kenning og sáttmálar 38:24–27

Fólk Guðs verður að vera sameinað.

  • Hinir heilögu sem söfnuðust saman í Ohio komu frá ólíkum aðstæðum, en Drottinn bauð þeim að sigrast á ágreiningi og skoðanamun og „[verða] eitt“ (vers 27). Afhverju bregst okkur stundum að sjá aðra sem jafningja? Hvetjið meðlimi bekkjarins til að íhuga hvernig þeir koma fram við aðra við lestur Kenningar og sáttmála 38:24–27. Hvað felst í því að meta bræður okkar og systur til jafns við okkur sjálf? Afhverju er ómögulegt að vera fólk Guðs með sanni, ef við erum ekki sameinuð?

  • Að lesa Kenningu og sáttmála 38:24–27 gæti leitt til umræðna um einingu í samböndum okkar – sem deildarmeðlima, fjölskyldna o.s.frv. Myndböndin „Friend to All [Allra vinur]“ eða „Love in Our Hearts [Elska í hjarta okkar]“ á ChurchofJesusChrist.org gætu verið gagnleg. Meðlimir bekkjarins gætu t.d. miðlað staðhæfingum eða hughrifum frá myndbandinu sem auka skilning þeirra á reglunum í versum 24–27. Þeir gætu líka ígrundað og miðlað hugsunum um spurningu eins og: „Hvað geri ég til að stuðla að meiri einingu í deild minni?“

Kenning og sáttmálar 38:39; 39–40

Faðirinn þráir að gefa okkur ríkidæmi eilífðar.

  • Að búa til töflu, gæti hjálpað meðlimum bekkjarins að ræða Kenningu og sáttmála 38:39. Meðlimir bekkjarins gætu skrifað í annan dálkinn „ríkidæmi jarðar“ eða hvaðeina sem álitið er dýrmætt hér, en hefur ekki gildi í komandi lífi. Í hinn dálkinn gætu þeir skrifað „ríkidæmi eilífðar“ eða það sem Guðs er og hefur ævarandi gildi. Hvaða upplifanir hafa kennt okkur að ríkidæmi eilífðar eru dýrmætari en ríkidæmi heimsins?

  • James Covel hafði réttlátar þrár, eins og mörg okkar. Honum brást þó að hlíta leiðsögn Guðs, sem er okkur mikilvæg aðvörun. Þið gætuð beðið suma meðlimi bekkjarins að leita í kafla 39 að því sem Drottinn bauð honum að gera, til að hjálpa þeim að læra af reynslu Covels. Hinir gætu leitað að þeim blessunum sem honum var lofað, ef hann hlýddi. Þeir gætu líka kannað kafla 40 til að kynna sér afhverju James Covel öðlaðist ekki þessar blessanir. Hvernig getur reynsla hans átt við um okkur? Hvaða „[veraldlegu hlutir]“ koma stundum í veg fyrir að við meðtökum orð Guðs „með gleði“? (Kenning og sáttmálar 40:2).

Bæta kennslu okkar

Reynið ekki að fara yfir allt efnið. „Það er margt að ræða í einni lexíu, en ekki er nauðsynlegt að fara yfir allt efnið í einni kennslustund til að snerta hjarta einhvers – oft nægja eitt eða tvö lykilatriði“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 7). Heilagur andi, ábendingar frá meðlimum bekkjarins og hugmyndirnar í þessum lexíudrögum, geta hjálpað ykkur við efnisvalið.

Prenta