„5.–11. apríl. Kenning og sáttmálar 30–36: ‚Þú ert kallaður til að boða fagnaðarerindi mitt,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„5.–11. apríl. Kenning og sáttmálar 30–36,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
5.–11. apríl
Kenning og sáttmálar 30–36
„Þú ert kallaður til að boða fagnaðarerindi mitt“
Hvaða boðskapur gæti samsvarað þeim sem þið kennið við lestur Kenningar og sáttmála 30–36. Hvað mun innblása þá til að miðla öðrum fagnaðarerindinu?
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá einhverju sem þeir lásu í Kenningu og sáttmálum 30–36 sem innblæs þá til að miðla fagnaðarerindinu.
Kennið kenninguna
Við erum kölluð til að kenna fagnaðarerindi Jesú Krists.
-
Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklingar og fjölskyldur er lagt til að leitað sé í Kenningu og sáttmálum 30–36 að því sem Drottinn bauð trúboðum sínum að gera og hverju hann lofaði þeim. Meðlimir bekkjarins gætu miðlað því sem þeir fundu. (Sjá t.d. Kenningu og sáttmála 30:8; 31:3–5; 32:1, 5; 35:24.) Ef til vill gætuð þið beðið þá að skrifa bréf til einhvers sem þjónar í trúboði eða býr sig undir þá þjónustu og haft þar með einhver fyrirmæli og loforð Drottins.
-
Eruð þið að kenna ungmennum sem búa sig undir trúboðsþjónustu? Ef svo er, þá gætuð þið beðið hvern meðlim bekkjarins að leita í einum kafla í Kenningu og sáttmálum 30–36 og finna eitthvað sem innblæs þá til þjónustu. Þið gætuð bent á að trúboðarnir sem tilgreindir eru í þessum köflum voru nýir og óreyndir í kirkjunni. Hvað gerði þá hæfa til að miðla fagnaðarerindinu? Þið gætuð líka viljað sýna eitt myndbandanna sem skráð eru í „Fleiri heimildir.“ Hvað segja myndböndin um ástæðu þess að okkur ber að þjóna sem trúboðar og hvernig við getum búið okkur undir það?
-
Ekki gefst öllum kostur á að þjóna sem fastatrúboði, en við getum öll boðið öðrum að koma til Krists og hlýða á boðskap endurreisnarinnar. Meðlimir bekkjarins gætu skráð hinar ýmsu leiðir til að „[ljúka] upp munni [sínum]“ (Kenning og sáttmálar 33:8–10). Hvaða tækifæri gætu auðveldað okkur að miðla öðrum trú okkar á eðlilegan hátt? Hvaða leiðsögn í Kenningu og sáttmálum 30–36 á við um að miðla fagnaðarerindinu á þennan hátt? Íhugið að biðja nokkra meðlimi bekkjarins sem búa að jákvæðri reynslu við að miðla fagnaðarerindinu að segja frá hugmyndum sínum og svara spurningum sem hinir í bekknum gætu haft.
-
Drottinn lofaði Ezra Thayer og Northrop Sweet, að ef þeir lykju upp munni sínum til að miðla fagnaðarerindinu, þá myndu þeir „verða eins og Nefí til forna“ (Kenning og sáttmálar 33:8). Hvaða eiginleika hafði Nefí sem gerðu hann hæfan til að miðla fagnaðarerindinu? (sjá t.d. 1. Nefí 3:7; 4:6; 10:17; 17:15; 2. Nefí 1:27–28). Hvernig geta þessir eiginleikar hjálpað í viðleitni okkar til að miðla fagnaðarerindinu?
Kenning og sáttmálar 32–33; 35
Drottinn býr okkur undir það verk sem hann ætlar okkur.
-
Hvernig hefur Drottinn hjálpað okkur að vinna verk hans? Umræða um líf þess fólks sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 32–33, 35 getur verið góð byrjun á því að ígrunda þessar upplifanir. Þið gætuð t.d. miðlað bekknum frásögninni um vitrun Ezra Thayer í „Fleiri heimildir“ og síðan beðið meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 33:1–13, sem er hluti af opinberun til Ezra Thayer. Hvernig var Drottinn að búa Ezra undir það verk sem hann ætlaði honum? (sjá Kenning og sáttmálar 33:2). Þið gætuð líka beðið meðlim bekkjarins að miðla einhverjum upplýsingum um samband Parleys P. Pratt og Sidneys Rigdon (sjá „Raddir endurreisnarinnar“ í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur). Hvernig varð þetta samband til að blessa kirkjuna? Hvaða sannindamerki sjáum við um hönd Drottins í lífi þessara manna? Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá upplifunum sem gerðu þeim ljóst að Drottinn var með þeim á svipaðan hátt.
Fleiri heimildir
Myndbönd um trúboðsstarf (á ChurchofJesusChrist.org).
„Value of a Full-Time Mission [Gildi fastatrúboðs]“
„Sharing the Gospel [Miðla fagnaðarerindinu]“
„Your Day for a Mission [Þinn tími til trúboðs]“
„Elder and Sister Bednar—Missionary Working Life [Öldungur og systir Bednar – Trúboðsstarf]“
„A Priesthood Duty [Prestdæmisskylda]“
Vitrun Ezra Thayer
Ezra Thayer ritaði að hann hefði upplifað vitrun nokkru áður en hann skírðist: „Maður kom til mín og færði mér pappírsrúllu og sýndi mér hana og líka trompet og bauð mér að [blása] í það. Ég sagðist aldrei á ævinni hafa [blásið]. Þú getur [blásið], reyndu það. … Það framkallaði eitt fegursta hljóð sem ég hafði heyrt“ („Revelation, October 1830–B, Revelation Book 1,“ historical introduction, josephsmithpapers.org). Þegar Joseph Smith hlaut síðar opinberun fyrir Ezra Thayer og Northrop Sweet, sem nú er skráð sem Kenning og sáttmálar 33, túlkaði Ezra opinberunina sem pappírsrúlluna í vitrun sinni.