Kenning og sáttmálar 2021
19.–25. apríl. Kenning og sáttmálar 41–44: „Lögmál mitt til stjórnunar kirkju minni“


„19.–25. apríl. Kenning og sáttmálar 41–44: ‚Lögmál mitt til stjórnunar kirkju minni,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„19.–25. apríl. Kenning og sáttmálar 41–44,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Jesús Kristur

19.–25. apríl

Kenning og sáttmálar 41–44

„Lögmál mitt til stjórnunar kirkju minni“

Þið, sem bekkur, munuð ekki geta rætt allar reglurnar sem kenndar eru í Kenningu og sáttmálum 41–44. Leitið innblásturs til að hjálpa ykkur að velja reglur sem námsbekkur ykkar hefur meiri þörf fyrir.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Þegar opinberanirnar í kafla 42 voru gefnar út, ritaði Joseph Smith að hinir heilögu hefðu „meðtekið þær með gleði“ („Letter to Martin Harris [Bréf til Martins Harris],“ 22. feb. 1831, josephsmithpapers.org). Hvetjið meðlimi bekkjarins til að miðla einhverju frá sjálfsnámi sínu eða fjölskyldunámi sem þeir meðtóku með gleði.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 41–42

Lögmál Guðs stjórna kirkju hans og geta stjórnað lífi okkar.

  • Í Kenningu og sáttmálum 41, hjálpaði Drottinn hinum heilögu að búa sig undir að taka á móti lögmáli sínu, sem hann svo opinberaði nokkrum dögum síðar (sjá kafla 42). Hvernig gæti opinberunin í kafla 41 hafa hjálpað hinum heilögu að taka á móti lögmáli Guðs? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 41:1–6, til að hjálpa þeim að svara þessari spurningu, og finna reglur sem geta auðveldað okkur að taka á móti lögmáli Guðs. Hvernig getum við tileinkað okkur þessar reglur þegar okkur gefst tækifæri til að meðtaka fyrirmæli frá Drottni?

  • Í lexíudrögum þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur er lagt til að kafla 42 sé skipt í fimm hluta ritningarversa, þar sem hver hluti tilgreinir mikilvæga trúarreglu. Þessi skipting ritningarversa gæti auðveldað ykkur að ræða þennan kafla sem bekkur. Þið gætuð t.d. skrifað tilvísanirnar á töfluna og beðið hvern meðlim bekkjarins að velja sér einn ritningarhluta. Biðjið meðlimi bekkjarins að lesa versin sín og finna eitthvað sem þeim finnst mikilvægt fyrir okkar tíma. Þeir gætu miðlað dæmum úr eigin lífi sem útskýra hvernig við erum blessuð þegar við látum stjórnast af þessum lögmálum.

Kenning og sáttmálar 41:9–11

Drottinn biður þjóna sína að fórna.

  • Edward Partridge, fyrsti biskup hinnar endurreistu kirkju, var boðið að yfirgefa atvinnu sína og „[verja] öllum tíma sínum“ í þjónustu köllunar sinnar. Hvað finnum við í þessum versum sem getur átt við um þjónustu okkar við Guð, þótt þess sér ekki krafist af okkur? (Sjá meira um Edward Partridge í „A Bishop unto the Church [Biskup kirkjunnar],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 77–83.)

Kenning og sáttmálar 42:61, 65–68; 43:1–7

Opinberun veitir frið, gleði og eilíft líf.

  • Líkt og leiðtogar kirkjunnar á fyrri tíð, þá gætu meðlimir bekkjarins haft spurningar sem virðast „leyndardómar,“ því þær krefjast leiðsagnar frá Drottni. Þið gætuð hvatt þá til að skrifa hjá sér spurningar eða vandamál sem þeir þurfa persónulega opinberun til að svara eða leysa. Hvað finnið þið í Kenningu og sáttmálum 42:61, 65–68 sem gæti hjálpað er við leitum opinberunar?

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 43:1–7 þeim til hjálpar við að skilja hvernig Guð veitir opinberun til leiðsagnar kirkju sinni. Þeir gætu líka horft á myndbandið „Prophets and Revelation—Hearing His Voice [Spámenn og opinberun – Hlýða á rödd hans]“ (ChurchofJesusChrist.org).

Kenning og sáttmálar 43:8–10

Við komum saman til að „fræða og uppbyggja hver annan.“

  • Hvernig gætum við notað Kenningu og sáttmála 43:8–10 til að kenna einhverjum sem finnst ónauðsynlegt að koma á kirkjusamkomur? Það sem skráð er í „Fleiri heimildir“ gæti verið gagnlegt til að einskorða þessa umræðu við guðlegan tilgang prestdæmissveita og Líknarfélagsins (efnið á líka við um námsbekki Stúlknafélagsins). Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þátttaka þeirra í sveitum, Líknarfélagi og námsbekkjum kirkjunnar hefur blessað þá. Hvað gefa vers 8–10 í skyn um hvað okkur ber að gera til að búa okkur undir þátttöku á samkomum okkar?

    Ljósmynd
    sunnudagaskólabekkur ungmenna

    Að koma saman í kirkju, er ein leið til að „fræða og uppbyggja hver annan.“

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Ástæður þess að við erum skipulögð í sveitir og Líknarfélag.

Systir Julie B. Beck, fyrrverandi aðalforseti Líknarfélagsins, útskýrði ástæður þess að Guð hefur skipulagt okkur í prestdæmissveitir og Líknarfélagið:

  1. „Til að skipuleggja okkur undir prestdæminu og að reglu prestdæmisins.“

  2. Til að synir og dætur himnesks föður einbeiti sér að starfi sáluhjálpar og taki þátt í því. Sveitir og Líknarfélag er skipulagt starf lærisveina með þá ábyrgð að liðsinna í verki föður okkar við að gera eilíft líf að veruleika fyrir börn hans.“

  3. Til að hjálpa biskupum að annast forðabúr Drottins af visku. Forðabúr Drottins felur í sér ,tíma, hæfileika, hluttekningu, efnisleg gæði og fjármuni‘ meðlima kirkjunnar [Handbook 2: Administering the Church, 6.1.3, ChurchofJesusChrist.org]. Hæfileika hinna heilögu ber að nota til hjálpar við að annast hina fátæku og þurfandi og byggja upp ríki Drottins.“

  4. „Til að sjá börnum himnesks föður og fjölskyldum þeirra fyrir vernd og skjóli á síðari dögum.“

  5. „Til að styrkja og efla okkur í hlutverkum og skyldum okkar sem synir og dætur Guðs.“ („Why We Are Organized into Quorums and Relief Societies“ [trúarsamkoma í Brigham Young háskóla, 17. jan. 2012], speeches.byu.edu.)

Bæta kennslu okkar

Bjóðið. „Íhugið að biðja nemendur að íhuga eigin leiðir til að tileinka sér námsefnið, fremur en að biðja þá að gera eitthvað ákveðið“ (Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 35).

Prenta