Kenning og sáttmálar 2021
26. apríl – 2. maí. Kenning og sáttmálar 45: „Fyrirheitin … munu uppfyllast“


„26. apríl – 2. maí. Kenning og sáttmálar 45: ,Fyrirheitin … munu uppfyllast,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„26. apríl – 2. maí. Kenning og sáttmálar 45,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Ungmenni við musteri

26. apríl – 2. maí

Kenning og sáttmálar 45

„Fyrirheitin … munu uppfyllast“

Þegar þið lærið Kenningu og sáttmála 45, íhugið þá hvaða vers, tilvitnanir frá kirkjuleiðtogum, upplifanir, spurningar og annað efni þið gætuð notað til að kenna kenninguna. Hvetjið meðlimi bekkjarins í kennslunni til að skrá eigin hughrif og ráðgera að bregðast við þeim.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Meðlimir bekkjarins gætu skrifað á miða númer versanna í Kenningu og sáttmálum 45 sem veittu þeim andagift. Þið gætuð síðan safnað saman miðunum, valið einhvern þeirra af handahófi og beðið þá meðlimi bekkjarins sem skrifuðu á þá að lesa versin sín fyrir bekkinn og tilgreina ástæðu þess að þeir völdu þau. Hvetja líka aðra til að miðla eigin skilningi.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 45:1–5

Jesús Kristur er málsvari okkar hjá föðurnum.

  • Getur einhver í námsbekk ykkar útskýrt hvað málssvari er? Það gæti verið gagnlegt að fletta upp á skilgreiningu hugtaksins málsvari í orðabók. Meðlimir bekkjarins gætu, með þá vitneskju, lesið Kenningu og sáttmála 45:3–5 tveir og tveir saman. Þeir gætu miðlað hver öðrum öllum orðum og orðtökum í þessum versum sem hjálpa þeim að skilja hlutverk Jesú Krists sem málsvara okkar hjá föðurnum. (Sjá einnig 2. Nefí 2:8–9; Mósía 15:7–9; Moróní 7:27–28; Kenning og sáttmálar 29:5; 62:1.) Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að miðla eigin tilfinningum um frelsarann sem málsvara þeirra.

Kenning og sáttmálar 45:11–75

Við þurfum ekki að óttast síðari komuna.

  • Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja bæði hinar alvarlegu aðvaranir og hin vongóðu fyrirheit í kafla 45? Þið gætuð t.d. skrifað fyrirsagnirnar Spádómar og Fyrirheitnar blessanir á töfluna og meðlimir bekkjarins gætu skrifað kenningarnar sem þeir finna í Kenningu og sáttmálum 45:11–75 undir fyrirsagnirnar. Afhverju vill Drottinn að við þekkjum þessa hluti fyrirfram? Hvað getum við gert til að hljóta hinar fyrirheitnu blessanir?

  • Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins miðlað hver öðrum ráðum um hvernig vera má bjartsýnn og vongóður er við væntum hinna fyrirsögðu hörmunga á okkar tíma (eins og þeim sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 45:11–75). Þið gætuð sýnt myndbandið „Men’s Hearts Shall Fail [Hjörtu manna munu bregðast]“ á (ChurchofJesusChrist.org), til að hjálpa meðlimum bekkjarins að vænta síðari komunnar með trú í stað ótta. Á hvaða hátt bregðast hjörtu manna á okkar tíma? (sjá vers 26). Hvaða leiðsögn veitti Nelson forseti í þessu myndbandi okkur til hjálpar við að takast á við ógnvænlegar aðstæður af rósemd?

Kenning og sáttmálar 45:31–32

„Standið á helgum stöðum,“ og látið ekki haggast.

  • Meðlimir bekkjarins gætu verið fúsir til að segja frá því hvernig þeir reyna að „[standa] á helgum stöðum,“ líkt og Drottinn býður í Kenningu og sáttmálum 45:31–32. Hvernig getum við skapað helga staði í lífi okkar? Staðhæfingin í „Fleiri heimildir“ og myndbandið „Stand Ye in Holy Places—Bloom Where You’re Planted [Standið á helgum stöðum – Blómgist þar sem ykkur er plantað]“ (ChurchofJesusChrist.org) gætu auðgað umræðuna.

    Ljósmynd
    Meyjarnar tíu

    Dæmisagan um meyjarnar tíu, eftir Dan Burr

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

„Standið á helgum stöðum.“

Systir Ann M. Dibb, áður í aðalforsætisráði Stúlknafélagsins, kenndi að boðið um að standa á helgum stöðum og láta ekki haggast, „útskýrir hvernig við getum hlotið vernd, styrk og frið á róstursömum tímum.“ Eftir að hafa bent á að þessir helgu staðir væru meðal annars musteri, kapellur og heimili okkar, sagði hún að „hvert okkar gæti fundið marga fleiri staði.“ Hún sagði einnig:

„Í fyrstu gætum við álitið hugtakið stað sem efnislega umgjörð eða landfræðilega staðsetningu. Staður getur þó verið ,ákveðið ástand, staða eða hugarástand‘ [Merriam-Webster.com Dictionary, „place,“ merriam-webster.com]. Það merkir að heilagir staðir geta líka verið líðandi stundir ‒ þær stundir er heilagur andi vitnar fyrir okkur, þær stundir er við finnum elsku himnesks föður eða þær stundir er við hljótum bænasvör. Ég trúi jafnvel líka að í hvert sinn er þið hafið hugrekki til að taka afstöðu til þess sem rétt er, einkum við aðstæður þar sem enginn annar gerir það fúslega, eruð þið að skapa heilagan stað“ („Ykkar heilögu staðir,“ aðalráðstefna, apríl 2013).

Bæta kennslu okkar

Verið lifandi vitnisburður. Þegar þið lifið eftir kenningunni sem þið kennið, getið þið borið máttugt, persónulegt vitni um að hún er sönn. Heilagur andi mun staðfesta vitnisburð ykkar í hjörtum meðlima bekkjar ykkar. Íhugið reglurnar sem þið munið kenna í þessari viku og komandi vikum. Hvernig getið þið lifað betur eftir þeim? (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 13–14.)

Prenta