Kenning og sáttmálar 2021
3.–9. maí. Kenning og sáttmálar 46–48: „Leitið af einlægni hinna bestu gjafa“


„3.–9. maí. Kenning og sáttmálar 46–48: ,Leitið af einlægni hinna bestu gjafa‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„3.–9. maí. Kenning og sáttmálar 46–48,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Fólk hittist við tjörn

Tjaldbúðarfundur, eftir Worthington Whittredge

3.–9. maí

Kenning og sáttmálar 46–48

„Leitið af einlægni hinna bestu gjafa“

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 46–48, gæti heilagur andi vitnað fyrir ykkur um sannleikann í þessum köflum. Að skrá og íhuga hughrif, getur hjálpað ykkur að finna leiðir til að hjálpa meðlimum bekkjarins að uppgötva þennan sama sannleika.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Það gæti verið gagnlegt fyrir meðlimi bekkjarins að greina stöku sinnum frá því hvernig fjölskyldunám þeirra í ritningunum gengur. Þegar meðlimir bekkjarins miðla t.d. skilningi um eitthvað sem þeir eða fjölskyldumeðlimir þeirra uppgötvuðu í þessari viku, gætuð þið spurt hvað þeir gerðu í náminu sem veitti þeim þann skilning.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 46:1–7

Við ættum að taka vel á móti öllum sem koma í kirkju Jesú Krists.

  • Hvernig fólki líður á kirkjusamkomum og hvað það skynjar þar, getur oft haft mikil áhrif á hvað það gerir í kirkjunni. Leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 46:1–7 getur hjálpað deildarmeðlimum ykkar að stuðla að því að þeir sjálfir og gestir þeirra upplifi aukinn kærleika og innihaldsríkari tilbeiðslu. Meðlimir bekkjarins ættu að kanna þessi vers og leita að reglum sem tengjast kirkjusamkomum og skrifa á töfluna það sem þeir finna. Námsbekkurinn ætti að ræða hvernig hagnýta á reglurnar í verki fyrir hvert atriðanna sem þeir skrifuðu.

  • Hvernig getur leiðsögn Drottins í Kenningu og sáttmálum 46 hjálpað meðlimum bekkjarins að sjá kirkjusamkomur sem tækifæri til að skynja heilagan anda? Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að kanna Kenningu og sáttmála 46:2 og ræða hvenær þeir hafa séð leiðtoga og kennara leiða samkomur og fundi með heilögum anda. Hvert er hlutverk þeirra sem sækja samkomur og fundi? Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að segja frá því þegar þeir skynjuðu að samkoma var leidd af heilögum anda.

  • Ef til vill gætuð þið beðið nokkra meðlimi bekkjarins að segja frá þeirri upplifun þegar þeir komu fyrst á samkomu í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu. Afhverju fannst þeim þeir vera velkomnir? Hvað ráð gæfu þeir öðrum meðlimum til að stuðla að kærkomnari kirkjusamkomum? Hvernig getum við tileinkað okkur leiðsögn Drottins í Kenning og sáttmálar 46:1–7? Látið meðlimi bekkjarins æfa það sem þeir myndu segja ef þeir sæju einhvern koma í kapelluna í fyrsta sinn?

  • Sálmur líkt og „Ó, faðir gjör mig lítið ljós“ (Sálmar, nr. 48) gæti líka hjálpað meðlimum bekkjarins að íhuga og uppgötva hvernig gera mætti kirkjusamkomur kærkomnari og andlegri. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sungið sálminn saman og miðlað hugmyndum úr textanum til að hjálpa öðrum að skynja elsku Guðs í kirkju.

    meðlimir í kirkju

    Drottinn kenndi að allir væru velkomnir í kirkju hans.

Kenning og sáttmálar 46:7–33

Himneskur faðir gefur andlegar gjafir börnum sínum til heilla.

  • Hinir heilögu fyrritíðar trúðu staðfastlega á vitranir heilags anda. Hvernig getið þið hjálpað meðlimum bekkjarins að efla trú sína á að þessar gjafir geti vitrast þeim í lífi þeirra? Þið gætuð byrjað á því að biðja meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 46:7–33 tvo og tvo saman eða í fámennum hópum. Biðjið þá að finna hið minnsta fimm andlegar gjafir og ræða hvernig þeir hafa orðið vitni að þessum gjöfum í eigin lífi eða lífi einhvers sem þeir þekkja – þar með talið í lífi einhvers í námsbekknum. Hvað fundu þeir sem þeir gætu miðlað bekknum til að efla trú á þessar gjafir?

  • Drottinn sagði að gjafir andans yrðu þeim til heilla sem væru trúfastir og bæðu „ekki um tákn“ (vers 9). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins rætt hvernig andlegar gjafir gagnast hinum trúuðu. Hvernig geta þessar gjafir hjálpað þeim sem vilja öðlast eða efla vitnisburð um fagnaðaerindið?

  • Sumir elska Guð og reyna að halda boðorð hans en finnst þeir ekki hafa upplifað neina gjöf andans. Hvernig gæti leiðsögnin í Kenningu og sáttmálum 46:7–33 hjálpað?

Kenning og sáttmálar 47

Heilagur andi getur leitt okkur þegar við framfylgjum köllunum okkar.

  • Margir geta fundið samsvörun í því sem John Whitmer skynjaði þegar hann vildi fá það staðfest að köllun hans væri frá Guði. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins sagt frá álíka upplifun í eigin lífi. Hvað finnum við í Kenningu og sáttmálum 47 sem gæti hafa veitt John Whitmer fullvissu um köllun hans?

Bæta kennslu okkar

Hlutverk ykkar sem kennara. Í kennslu felst meira en að kynna einungis efnið sem þið hafið undirbúið. Hún felst meðal annars í því að skapa andrúmsloft þar sem meðlimir bekkjarins geta lært og uppgötvað sannleika fyrir sig sjálfa og miðlað öðrum námsefninu. Spyrjið t.d. meðlimi bekkjarins í kennslunni um upplifanir þeirra í heimanámi ritninganna.