Kenning og sáttmálar 2021
24.–30. maí Kenning og sáttmálar 58–59: „Starfa af kappi fyrir góðan málstað“


„24.–30. maí. Kenning og sáttmálar 58–59: ,Starfa af kappi fyrir góðan málstað,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„24.–30. maí. Kenning og sáttmálar 58–59,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Gata í Independence, Missouri

Independence, Missouri, eftir Al Rounds

24.–30. maí

Kenning og sáttmálar 58–59

„Starfa af kappi fyrir góðan málstað“

Eftir lestur Kenningar og sáttmála 58–59, íhugið þá eftirfarandi spurningar: Hvað finnst ykkur þið eiga að miðla námsbekknum? Hvað vonist þið til að meðlimir bekkjarins uppgötvi? Hvernig munið þið hjálpa þeim að uppgötva það?

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Þið gætuð skrifað eftirfarandi spurningar á töfluna til að fá meðlimi bekkjarins til að segja frá því sem þeir lærðu í ritningarnámi sínu: Hvað lærðum við? Hvernig munum við tileinka okkur það sem við lærðum? Meðlimir bekkjarins gætu skrifað undir fyrstu spurninguna sannleikann sem þeir fundu í Kenningu og sáttmálum 58–59. Þeir gætu síðan rætt í nokkrar mínútur um hugmyndir til að lifa eftir þessum sannleika og skrifað hugmyndir sínar undir síðari spurninguna.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 58:1–5, 26–33

Blessanir hljótast samkvæmt tíma Guðs og kostgæfni okkar sjálfra.

  • Kenning og sáttmálar 58 kennir sannleika sem getur veitt frið á tímum þrenginga. Meðlimir bekkjarins gætu hafa uppgötvað eitthvað af þessum sannleika er þeir lærðu þennan kafla; biðjið þá að miðla því sem þeir fundu. Þeir gætu líka þess í stað kannað vers 1–5, 26–33 í kennslustund, einir eða í hópum, til að finna eitthvað sem gæti verið gagnlegt einhverjum sem gengur í gegnum þrengingar eða bíður fyrirheitinnar blessunar. Eftir að hafa miðlað því sem þeir fundu, gætu nokkrir meðlimir bekkjarins ef til vill miðlað upplifunum eða öðrum ritningarversum sem hafa staðfest sannleika þessara versa.

  • Þið gætuð sýnt myndbandið „Hope Ya Know, We Had a Hard Time [Vona að þið vitið að við áttum erfitt]“ (ChurchofJesusChrist.org), sem hluta af umræðunni um þessa reglu og rætt hvað við gætum gert til hjálpar þeim sem takast á við erfiða tíma. Tilvitnunin í systur Lindu S. Reeves í „Fleiri heimildir“ gæti líka hjálpað í umræðunni. Hvernig hafa orð systur Reeves áhrif á viðhorf okkar til þrenginga okkar?

Kenning og sáttmálar 58:26–29

Við getum „[komið] miklu réttlæti til leiðar“ „af frjálsum vilja [okkar].“

  • Hvað lærðu meðlimir bekkjarins er þeir lærðu Kenningu og sáttmála 58:26–29 í þessari viku? Ef til vill gætuð þið skipt bekknum í hópa og beðið meðlimi bekkjarins að ræða í hópum sínum um orðtök sem þeim finnst mikilvæg í þessum versum. Hvernig innblása þessi vers ykkur til að „koma miklu réttlæti til leiðar“? (vers 27). Afhverju vill Drottinn að okkur sé ekki „[skipað] fyrir í öllum efnum“? (vers 26). Hvað gefa þessi vers í skyn um hvað Drottinn vill að við verðum?

Kenning og sáttmálar 59:9–19

Hvíldardagurinn er dagur Drottins.

  • Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að kanna Kenningu og sáttmála 59:9–19, til að hjálpa þeim að kynna sér hvað Drottinn kenndi hinum fyrritíðar meðlimum í Missouri um hvíldardaginn og skrifað á töfluna hvað hvert versanna kennir um hvíldardaginn. Meðlimir bekkjarins gætu líka sagt frá því hvernig vitnisburður þeirra um hvíldardaginn hefur vaxið af því að halda hvíldardaginn heilagan. Á Sabbath.ChurchofJesusChrist.org eru einhver myndbönd sem gætu hjálpað við að hefja umræður.

  • Í Kenningu og sáttmálum 59 kenndi Drottinn um hvíldardaginn með því að nota orð eins og „gleði,“ „léttu hjarta“ og „glöðu hjarta“ (vers 14–15). Meðlimir bekkjarins gætu leitað orða eins og þessara í verum 9–19. Meðlimir bekkjarins gætu síðan sagt frá því sem þeir gera til að gera hvíldardaginn gleðilegan. Hvernig gætum við notað þessi vers til að kenna öðrum ástæðu þess að við heiðrum hvíldardaginn?

  • Þessi umræða gæti líka verið tækifæri fyrir meðlimi bekkjarins til að miðla eigin hugmyndum um hvernig þeir og fjölskylda þeirra nota hvíldardaginn til að gera heimili þeirra að miðstöð trúarnáms. Biðjið þá að segja frá því hvernig viðleitni þeirra hjálpar þeim að geta „enn betur haldið [sér] óflekkuðum frá heiminum“ (vers 9).

    Ljósmynd
    Brauð og sakramentisbollar

    Sakramentið er nauðsynlegur hluti af því að heiðra hvíldardaginn.

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Þrengingar okkar geta leitt okkur til frelsarans.

Linda S. Reeves, áður í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, kenndi:

„Drottinn leyfir að við séum prófuð og reynd, stundum upp að þolmörkum okkar. Við höfum séð líf ástvina – og kannski okkar eigið – brennt til grunna, í óeiginlegri merkingu, og höfum furðað okkur á því hvers vegna ástkær og umhyggjusamur faðir á himnum leyfir slíku að gerast. En hann skilur okkur ekki eftir alein í öskunni, hann stendur með opna arma og býður okkur innilega að koma til sín.

Hann þráir að hjálpa okkur, hugga okkur og lina sársauka okkar, er við reiðum okkur á kraft friðþægingarinnar og heiðrum sáttmála okkar. Vera má að reynsla og raunir þær sem við upplifum séu einmitt það sem þarf til að koma til hans og halda fast við sáttmála okkar, svo við getum snúið aftur í návist hans og hlotið allt sem faðirinn á“ („Gerið tilkall til blessana sáttmála ykkar,“ aðalráðstefna, október 2013).

Bæta kennslu okkar

Verið viss um að þið séuð að kenna sanna kenningu. „Spyrjið ykkur stöðugt: ,Hvernig mun það sem ég kenni hjálpa meðlimum bekkjar míns að efla trú á Krist, iðrast, gera sáttmála við Guð og meðtaka heilagan anda?‘“ (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 20.)

Prenta