„31. maí – 6. júní. Kenning og sáttmálar 60–62: ‚Allt hold í hendi minni‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„31. maí – 6. júní. Kenning og sáttmálar 60–62,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
31. maí – 6. júní
Kenning og sáttmálar 60–62
„Allt hold í hendi minni“
Öldungur Ronald A. Rasband sagði: „Hvert og eitt okkar verður fyrst að styrkja sig sjálft andlega og því næst styrkja þá sem umhverfis eru. Hugleiðið ritningarnar reglulega og munið hugsanir ykkar og þær tilfinningar sem þið skynjið þegar þið lesið þær“ („Gæt þú þín, að þú gleymir ekki,“ aðalráðstefna, október 2016).
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Þið getið hvatt til innihaldsríkrar umræðu með því að biðja meðlimi bekkjarins að svara ákveðinni spurningu eða hugmynd tengdri ritningarversunum sem þeir lærðu heima. Þið gætuð t.d. boðið þeim að miðla einhverju sem þeir lærðu í þessari viku um himneskan föður eða Jesú Krist.
Kennið kenninguna
Kenning og sáttmálar 60:2–3, 7, 13–14; 62:3, 9
Það er Drottni þóknanlegt þegar við ljúkum upp munni okkar til að miðla fagnaðarerindinu.
-
Við, sem meðlimir kirkjunnar, vitum að hið endurreista fagnaðarerindi er mikill fjársjóður og blessun fyrir börn Guðs. Afhverju hikum við stundum að miðla öðrum vitnisburði okkar? Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að skrifa á töfluna einhverjar ástæður fyrir því að við ljúkum ekki upp munni okkar til að miðla fagnaðarerindinu. Meðlimir bekkjarins gætu síðan lesið Kenningu og sáttmála 60:2–3, 7, 13–14; 62:3, 9 og leitað orða eða orðtaka sem innblása þá til að miðla fagnaðarerindinu. Þeir gætu skrifað á töfluna það sem þeir fundu. Ef til vill gætu nokkrir meðlimir bekkjarins sagt frá reynslu þegar þeir sigruðust á ótta sínum og miðluðu einhverjum fagnaðarerindinu.
-
Hvarvetna í Kenningu og sáttmálum 60–62 eru kenningar, bæði kunngerðar og gefnar í skyn, um að miðla fagnaðarerindinu. Þið gætuð beðið hvern einstakling að rifja upp þennan kafla, til að hjálpa meðlimum bekkjarins að uppgötva þessar kenningar, og miðlað hverju því sem þeir finna sem kennir um miðlun fagnaðarerindisins. Það gæti auðgað umræðuna að lesa um fyrirmyndar trúboða annarsstaðar í ritningunum (sjá t.d. Postulasagan 8:27–40; Alma 19:16–17) og síðan að ræða hvað við lærum af þeim. Hvaða dæmum gætum við miðlað úr eigin lífi? Gætu einhverjir meðlimir bekkjarins sagt frá því hvernig fagnaðarerindið var kynnt þeim og hvað þeim fannst um þá sem kenndu þeim? Námsbekkur ykkar gæti haft gagn af hlutverkaleik þar sem við getum „[lokið upp munni okkar]“ og miðlað fagnaðarerindinu.
Kenning og sáttmálar 60:2–4; 61:1–2, 20, 36–38; 62:1, 6
Ritningarnar kenna okkur um Jesú Krist.
-
Biðjið meðlimi bekkjarins að skrifa á töfluna eitthvað sem þeir lærðu um frelsarann í þessari viku í köflum 60–62, ásamt tengdum versum. Þeir gætu líka þess í stað kannað Kenningu og sáttmála 60:2–4; 61:1–2, 20, 36–38; 62:1, 6 til að finna það sem kennt er um frelsarann. Hvaða frásagnir úr ritningunum eða eigin lífi útskýra það hlutverk og þá eiginleika frelsarans sem við höfum lært um? (sjá t.d. Jóhannes 8:1–11; Eter 2:14–15). Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að gefa vitnisburð sinn um Jesú Krist eða ígrunda í einrúmi hvaða þýðingu hann hefur fyrir þá.
Kenning og sáttmálar 60:5; 61:22; 62:5–8
Drottinn vill að við tökum sumar ákvarðanir „eins og [okkur] hentar.“
-
Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að lesa Kenningu og sáttmála 60:5; 61:22; 62:5–8 tvo og tvo saman eða í fámennum hópum og miðla því sem þeir telja vera boðskap Drottins til okkar. Hvenær hefur þeim fundist að þeim bæri að nota eigin dómgreind við ákvarðanatöku? Íhugið að miðla staðhæfingu Dallins H. Oaks í „Fleiri heimildir“ sem hluta af umræðunni. Hvernig geta foreldrar hjálpað börnum sínum að læra þessa mikilvægu reglu?
Fleiri heimildir
Breyta samkvæmt bestu dómgreind.
Dallin H. Oaks forseti kenndi:
„Löngun til að verða leiddur af Drottni er styrkur, en henni þarf að fylgja skilningur á því að himneskur faðir lætur okkur um að taka margar persónulegar ákvarðanir. Persónulegar ákvarðanir eru ein af uppsprettum þess vaxtar sem okkur er ætlað að öðlast hér á jörðu. Einstaklingar sem reyna að færa allar ákvarðanatökur yfir á Drottin og sárbiðja um opinberun í öllum aðstæðum, munu brátt komast að því að þegar þeir biðja um opinberun, þá munu þeir ekki hljóta hana. Líklegt er að það gerist við þær tíðu aðstæður þar sem valkostir eru léttvægir eða allir valkostir eru ásættanlegir.
Við ættum að kanna það vel í huga okkar og nota þá röksemdarhæfni sem skaparinn hefur gefið okkur. Síðan ættum við að biðja um leiðsögn og framkvæma í samræmi við hana ef við hljótum hana. Ef við hljótum ekki leiðsögn, þá ættum við að breyta samkvæmt bestu dómgreind“ („Our Strengths Can Become Our Downfall,“ Ensign, okt. 1994, 13–14).