Kenning og sáttmálar 2021
7.–13. júní. Kenning og sáttmálar 63: „Það sem að ofan kemur er heilagt“


„7.–13. júní. Kenning og sáttmálar 63: ,Það sem að ofan kemur er heilagt‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„7.–13. júní. Kenning og sáttmálar 63,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Missouri-akur

Springhill, Daviess-sýsla, Missouri, eftir Garth Robinson Oborn

7.–13. júní

Kenning og sáttmálar 63

„Það sem að ofan kemur er heilagt“

Skráið hughrifin sem þið verðið fyrir er þið lærið Kenningu og sáttmála 63. Hughrif geta virst smávægileg en, líkt og sáðkorn, geta þau vaxið í eitthvað ríkulegt er þið leitið og ígrundið áfram.

Skráið hughrif ykkar

táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að skrifa á miða einhver vers í kafla 63 sem þeir myndu vilja ræða, til að hjálpa ykkur að einskorða umræðuna við þau vers sem þeim finnst einkar áhugaverð. Þið gætuð síðan safnað miðunum saman og byrjað á að ræða vers sem margir í námsbekknum lögðu til að gert væri. Biðjið þá að tilgreina afhverju þeir völdu þessi vers.

táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 63:7–12

Tákn veitast fyrir trú og vilja Guðs.

  • Það gæti verið gagnlegt að rifja upp nokkur dæmi í ritningunum um fólk sem varð vitni að táknum eða kraftaverkum, til að hefja umræður um reglurnar sem kenndar eru í Kenningu og sáttmálum 63:7–12. Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins íhugað dæmi um fólk sem efldist að trú vegna slíks tákns (sjá t.d. Lúkas 1:5–20, 59–64) eða um fólk sem hvarf frá, jafnvel eftir að hafa orðið vitni að tákni (sjá t.d. 1. Nefí 3:27–31; Alma 30:43–56). Meðlimir bekkjarins gætu síðan notað það sem þeir lærðu í Kenningu og sáttmálum 63:7–12 til að útskýra þessi ólíku viðbrögð við táknum. Þið gætuð líka þess í stað fjallað um önnur ritningarvers um tákn, til að mynda þau sem skráð eru undir „Tákn“ í Leiðarvísi að ritningunum (churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/sign?lang=isl). Hvernig getum við verið viss um að við leitum ekki tákna eða reiðum okkur á tákn vegna trúar okkar?

Kenning og sáttmálar 63:13–16

Skírlífi merkir að viðhalda hreinleika í huga og breytni.

  • Þótt oft sé sérstaklega fjallað um hórdóm í Kenningu og sáttmálum 63:13–16, þá geta reglurnar sem þar eru kenndar átt við um hverskyns brot á skírlífislögmálinu. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að auðkenna afleiðingar í Kenningu og sáttmálum 63:13–16. Þeir gætu jafnvel ákveðið „varúðar“ tákn til að vara við (vers 15) þessum afleiðingum. Þeir gætu líka rætt hvað þeir telji felast í þessum afleiðingum. Afhverju fellur t.d. dómur yfir einhvern „eins og snara“ (vers 15) ef hann eða hún brýtur skírlífislögmálið? Afhverju ráðleggur Drottinn okkur að „iðrast í skyndi“ (vers 15) vegna kynferðissynda? (sjá staðhæfingu systur Lindu S. Reeves í „Fleiri heimildir“).

  • Lestur Kenningar og sáttmála 63:16 gæti leitt til umræðu um hin miklu áhrif klámefnis í samfélagi okkar. Hvernig tengjast aðvaranirnar í versi 16 þessu vandamáli? (Þótt þessi opinberun tilgreini sérstaklega karla sem girnast konur, þá eiga þessar aðvaranir við um alla.) Hvað getum við gert til varnar okkur sjálfum og ástvinum okkar gegn klámefni? Meðlimir bekkjarins gætu verið fúsir til að gefa hver öðrum ráð um það. Vefsíðan AddressingPornography.ChurchofJesusChrist.org um þetta efni getur vakið von og hjálpað hverjum þeim sem kunna að heyja baráttu við klámið.

    karl og kona við musteri

    Við erum blessuð þegar við höldum skírlífislögmálið.

Kenning og sáttmálar 63:58–64

Lotningu ætti að sýna því sem heilagt er.

  • Þið og námsbekkur ykkar gætuð rætt Kenningu og sáttmála 63:58–64 sem aðvörun um að leggja nafn Drottins við hégóma og lesið í Leiðarvísi að ritningunum efnið undir „Guðlasta, guðlast“ (churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs/blaspheme-blasphemy?lang=isl) til að auðga slíka umræðu. Þið gætuð líka hjálpað meðlimum bekkjarins að tileinka sér þessi vers á víðari grundvelli. Þið gætuð t.d. rætt orðtakið „án þess að hafa til þess vald“ (vers 62) og hvað það bætir við skilning okkar á versunum. Meðlimir bekkjarins gætu líka skráð aðra heilaga hluti sem koma „frá upphæðum“ eða frá Guði. Hver er merking þess að ræða um þessa hluti „með gætni“? (vers 64).

táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Skírlífi gerir okkur hæf fyrir samfélag heilags anda.

Systir Linda S. Reeves, áður í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, kenndi:

„Ég þekki ekkert sem gerir okkur hæfari fyrir stöðugt samfélag við heilagan anda, en dyggð. …

Þegar við horfum á, lesum eða upplifum eitthvað sem er neðan við staðla himnesks föður, mun það veikja okkur. Hver sem aldur okkar er, ef það sem við horfum á, lesum, hlustum á eða veljum að hafa fyrir stafni, samræmist ekki stöðlum Drottins í Til styrktar æskunni, losum okkur þá við það og segjum endanlega skilið við það.

… Ég trúi að ef við gætum haft í huga og skynjað hinn mikla kærleika sem himneskur faðir og sonur hans bera til okkar, yrðum við fúsar til að gera hvaðeina sem þeir bæðu okkur um, til að komast aftur í návist þeirra, umluktar elsku þeirra að eilífu“ („Verðug okkar fyrirheitnu blessana,“ aðalráðstefna, október 2015).

Bæta kennslu okkar

Notið helga tónlist. Boðskapur sálma og söngva í Barnasöngbókinni getur styrkt kenninguna sem þið lærið í ritningunum. Að syngja söng um að lofa nafn Guðs, eins og „Öll sköpun syngi Drottni dýrð“ (Sálmar, nr. 16), gæti styrkt boðskapinn í Kenningu og sáttmálum 63:58–64.