„14.–20. júní. Kenning og sáttmálar 64-66: ,Drottinn krefst hjartans og viljugs huga,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„14.–20. júní. Kenning og sáttmálar 64–66,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
14.–20. júní
Kenning og sáttmálar 64–66
„Drottinn krefst hjartans og viljugs huga“
Íhugið af kostgæfni í námi ykkar þessa viku hvaða reglur í Kenningu og sáttmálum 64–66 gætu aukið trú og þekkingu meðlima bekkjar ykkar.
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Þið gætuð spurt meðlimi bekkjarins að íhuga áskoranir okkar tíma, til að hvetja þá til að miðla einhverju því sem þeim fannst mikilvægt í ritningarnámi þessarar viku. Biðjið þá síðan að miðla versi í Kenningu og sáttmálum 64–66 sem þeir telja að geti hjálpað við eina þessara áskorana.
Kennið kenninguna
Af okkur er krafist að við fyrirgefum öllum.
-
Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins haft gagn af því að ræða ástæður þess að svo erfitt getur reynst að fyrirgefa öðrum – og hvernig þeir sigruðust á þeim erfiðleikum. Þeir gætu leitað í Kenningu og sáttmála 64:1–11 að reglum og sannleika sem innblæs þá að vera fúsari til að fyrirgefa. Hvað lærum við um frelsarann af þessum versum? Til að sýna fram á blessanir fyrirgefningar gætuð þið sagt söguna af Morrell Bowen í boðskap öldungs Jeffreys R. Holland, „Þjónusta sáttargjörðar“ (aðalráðstefna , október 2018) eða sýnt myndbandið „Forgiveness: My Burden Was Made Light [Fyrirgefning: Byrði mín varð léttari]“ (ChurchofJesusChrist.org). Meðlimir bekkjarins gætu líka verið fúsir til að segja persónulega sögu af því að fyrirgefa eða vera fyrirgefið. Hvernig var fólkið í þessum dæmum blessað með krafti fyrirgefningar?
Drottinn krefst „hjartans og viljugs huga.“
-
Drottinn vill þó ekki að við „[þreytumst]“; en þeim er þó eðlislægt sem reyna að gera sitt besta – mögulega líka einhverjum í námsbekk ykkar – að „[þreytast] … á að gjöra gott.“ Af hverju gerist það að við þreytumst á því? Hvaða leiðsögn finnið þið í Kenningu og sáttmálum 64:31–34 sem gæti hjálpað þegar við heyjum baráttu við slíkar tilfinningar?
-
Þið gætuð sýnt mynd af einhverju stóru og áhrifamiklu til að auðga umræðuna, sem byggðist upp á löngum tíma „af hinu smáa“ – til að mynda af steinfellumynd eða múrsteinsbyggingu. Hver eru dæmi um hið „[mikla verk]“ sem Drottinn hefur falið okkur? Hvaða er það smáa sem við getum gert núna til að leggja grunn að því verki?
-
Þið gætuð hjálpað meðlimum bekkjarins að ígrunda betur Kenningu og sáttmála 64:34 með því að skrifa á tölfuna Hjarta og Viljugur hugur. Meðlimir bekkjarins gætu skráð undir þessar fyrirsagnir hver þeim finnist vera merking þess að helga Drottni hjarta okkar og viljugan huga. Þið getið lesið orð öldungs Donalds L. Hallstrom í „Fleiri heimildir“ til að fá útskýringu á þessum hugtökum. Eftirfarandi ritningarvers gætu líka aukið við skilninginn: Mósía 7:33; Eter 4:15; Kenning og sáttmálar 43:34; HDP Móse 7:18; Joseph Smith – Saga 1:19.
Ríki Guðs á jörðu býr heiminn undir endurkomu frelsarans.
-
Í Kenningu og sáttmálum 65 er innblásin lýsing á hlutverki kirkju Drottins á síðari dögum. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að kanna kafla 65, þeim til hjálpar við að skilja hlutverk sitt í þessu verki og leita svara við spurningum líkt og þessari: Hverju vill Drottinn að ríki hans nái að áorka á jörðu? Hvað vill hann að við gerum til að hjálpa? Þið gætuð líka horft á myndbandið „Prepare Today for the Second Coming [Undirbúa sig núna fyrir síðari komuna]“ (ChurchofJesusChrist.org) eða vísað í boðskap Dallins H. Oaks forseta í „Fleiri heimildir.“ Meðlimir bekkjarins gætu sagt frá því hvernig þeir myndu svara spurningum Oaks forseta.
Fleiri heimildir
„Hjarta og viljugur hugur.“
Öldungur Donald L. Hallstrom lagði til þessa mögulegu merkingu orðtaksins „hjarta og viljugur hugur“:
„Hjartað er táknrænt fyrir elsku og skuldbindingu. Við fórnum og berum byrðar fyrir þá sem við elskum, sem við myndum ekki gera af öðrum ástæðum. Ef elska væri ekki til, drægi úr skuldbindingu okkar. …
,Viljugur hugur‘ er að gera okkar besta í verki og hugsun og leita visku Guðs. Ég legg til að mikilvægasti lærdómur lífs okkar ætti að snúast um það sem er eilíft í eðli sínu. Í því felst að það verður að vera algjör samhljómur á milli þess að heyra orð Guðs og hlíta því („The Heart and a Willing Mind,“ Ensign, júní 2011, 31–32).
Undirbúningur fyrir síðari komuna.
Hvað ef komudagur [Jesú Krists] væri á morgun? Ef við vissum að við myndum mæta Drottni á morgun – með ótímabærum dauða okkar eða óvæntri komu hans – hvað myndum við gera í dag? Hvaða játningar myndum við gera? Hvaða hegðun myndum við láta af? Hvaða reikninga myndum við jafna? Hvaða fyrirgefningu veita? Hvaða vitnisburði bera? (Dallin H. Oaks, „Undirbúningur að síðari komunni,“ aðalráðstefna, apríl 2004).