„10.–16. maí. Kenning og sáttmálar 49–50: ,Það, sem er frá Guði, er ljós,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„10.–16. maí. Kenning og sáttmálar 49–50,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021
10.–16. maí
Kenning og sáttmálar 49–50
„Það, sem er frá Guði, er ljós“
Leitið guðlegs innblásturs er þið ígrundið Kenningu og sáttmála 49–50 til að „prédika orð sannleikans með huggaranum“ (Kenning og sáttmálar 50:17). Verið síðan opin fyrir leiðsögn Guð við kennsluna.
Skráið hughrif ykkar
Boð um að miðla
Auk þess að miðla skilningi sem meðlimir bekkjarins hlutu við að læra ritningarnar, þá gætu þeir haft gagn af því að ræða hvernig sá skilningur hlaust. Þið gætuð beðið meðlimi bekkjarins að miðla hver öðrum skilningi á versi í Kenningu og sáttmálum 49–50 og hvað leiddi þau til þess skilnings.
Kennið kenninguna
Kenning og sáttmálar 49; 50:1–36
Sannleikur fagnaðarerindisins getur hjálpað mér að greina falskenningar.
-
Kafli 49 var gefinn til að staðfesta sanna kenningu sem leiðrétti það sem aðrir kenndu (sjá lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklingar og fjölskyldur, fyrir sögulegan bakgrunn). Þið gætuð skipt meðlimum bekkjarins í hópa, til að hjálpa þeim að kanna þennan kafla og úthlutað hverjum hópi eitt kenningarlegt efni sem fjalla á um (eins og skráð er í fyrirsögn að kafla 49). Hóparnir gætu rætt eftirfarandi spurningar: Hvaða sannleika kenndi Drottinn um þetta efni í kafla 49? Hverju trúir fólk um þetta efni á okkar tíma? Hvaða annan sannleika hefur Drottinn kennt um efnið með síðari daga spámönnum? Gefið meðlimum bekkjarins kost á að tjá þakklæti sitt fyrir hinn opinberaða sannleika á okkar tíma.
-
Líkt og öldungarnir í Kirtland sem fengu ekki „skilið hvernig ýmsir andar birtast“ (Kenning og sáttmálar 50, kaflafyrirsögn), þá veltum við stundum fyrir okkur hvort það sem sem við skynjum eða sjáum sé frá andanum eða annarsstaðar frá. Hvað getum við lært í Kenningu og sáttmálum 50:1–36 sem getur hjálpað okkur að þekkja áhrif andans? Þið gætuð látið hvern meðlim bekkjarins velja sér nokkur ritningarvers til að kanna og síðan beðið þá að miðla því sem þeir fundu.
Hjónaband milli karls og konu er nauðsynlegt eilífri áætlun Guðs.
-
Þar sem hjónabandið er grundvallaratriði í áætlun himnesks föður, þá leggur Satan kapp á að skapa glundroða um það. Námsbekkur ykkar gæti haft gagn af því að skrifa á töfluna sannleikann sem Drottinn hefur opinberað um hjónabandið. Hvaða sannleika um hjónabandið lærum við t.d. í Kenningu og sáttmálum 49:15–17? Önnur gagnleg ritningarvers eru 1. Mósebók 2:20–24; 1. Korintubréfið 11:11; eða önnur sem finna má í „Hjónaband, giftast“ í Leiðarvísi að ritningunum (churchofjesuschrist.org/study/scriptures/gs?lang=isl). Meðlimir bekkjarins gætu líka fundið sannleika í „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins.“ Afhverju er hjónaband á milli karls og konu nauðsynlegt áætlun Guðs (sjá „Fleiri heimildir“), byggt á því sem við lærum af þessu efni?
Kennarar og nemendur uppbyggjast saman af andanum.
-
Leiðsögn Drottins um að prédika og meðtaka sannleika gæti verið gagnleg til að ræða hið sameiginlega hlutverk sem þið sem kennarar og meðlimir bekkjarins gegna í því að hvetja til trúarnáms. Íhugið að biðja meðlimi bekkjarins að kynna sér Kenningu og sáttmála 50:13–22 tvo og tvo saman og ræða hlutverk andans, kennara og nemenda. Nokkur paranna gætu sagt bekknum frá því sem þau lærðu. Hverning reynum við stundum að kenna eða læra fagnaðarerindið „á annan hátt“? (vers 17). Hvernig getum við meðtekið betur með andanum? Hvað erum við hvött til að gera á heimili okkar og í kirkju til að kenna og læra fagnaðarerindið betur?
Fleiri heimildir
Hjónabandið er nauðsynlegt í áætlun himnesks föður
Öldungur David A. Bednar útskýrði afhverju hjónabandið er nauðsynlegt í sáluhjálparáætlun Guðs:
„Að guðlegri skipan er körlum og konum ætlað að þróast saman í átt að fullkomnun og fyllingu gleði. Vegna ólíks lundernis og eiginleika, færa karlar og konur hvort um sig einstök sjónarmið og lífsreynslu í hjónabandið. Karlinn og konan leggja sitt af mörkum á ólíkan en jafnan hátt til samstöðu og einingar, sem ekki er hægt að ná á annan hátt. Karlinn fágar og fullkomnar konuna og konan fágar og fullkomnar karlinn er þau læra af hvort öðru og styrkja og blessa hvort annað. …
Ástúð og tryggð eiginmanns og eiginkonu eru mikilvægust til að skapa umgjörð þar sem börn eru alin upp í elsku og réttlæti og uppfylla andlegar og líkamlegar þarfir þeirra. Á sama hátt og hinir sérstöku eiginleikar bæði karla og kvenna leggja sitt af mörkum til fullkomnunar hjónasambands, svo og eru þeir sömu eiginleikar nauðsynlegir til uppeldis, umönnunar og kennslu barna“ („Marriage Is Essential to His Eternal Plan,“ Ensign, júní 2006, 83–84).