Kenning og sáttmálar 2021
10.–16. maí. Kenning og sáttmálar 49–50: „Það, sem er frá Guði, er ljós“


„10.–16. maí. Kenning og sáttmálar 49–50: ,Það, sem er frá Guði, er ljós,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„10.–16. maí. Kenning og sáttmálar 49–50,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Tjörn við sólarupprás

10.–16. maí

Kenning og sáttmálar 49–50

„Það, sem er frá Guði, er ljós“

„Sá, sem veitir ljósinu viðtöku og er staðfastur í Guði, öðlast meira ljós. Og það ljós verður skærara og skærara þar til hinn fullkomna dag” (Kenning og sáttmálar 50:24). Ígrundið hvernig þið eruð að taka á móti ljósi með því að sækja fram í Guði.

Skráið hughrif ykkar

Frelsarinn er „góði hirðirinn“ okkar (Kenning og sáttmálar 50:44). Hann veit að sauður villist stundum frá og að margar hættur eru í óbyggðunum. Hann leiðir okkur því ástúðlega til öryggis í kenningu sinni, frá hættum sem gætu verið „falskir andar, sem farið hafa um jörðina og blekkja heiminn“ (Kenning og sáttmálar 50:2). Að fylgja honum, felur oft í sér að láta af röngum hefðum og hugmyndum. Það var tilfellið með Leman Copley og aðra í Ohio, sem tóku á móti hinu endureista fagnaðarerindi, en létu ekki af sumu sem þeir trúðu og var ekki rétt. Í Kenningu og sáttmálum 49, greindi Drottinn frá sannleika til að leiðrétta fyrri trú Lemans varðandi mál sem tengdust hjónabandinu og síðari komu frelsarans. Þegar trúskiptingarnir í Ohio „[veittu] viðtöku öndum, sem [þeir gátu] eigi skilið,“ kenndi Drottinn þeim að greina á milli sannra vitrana andans (Kenning og sáttmálar 50:15). Góði hirðirinn var þolinmóður; hann vissi að þessir fyrri trúskiptingar væru – eins og við öll – „lítil börn“ sem „[verða] að vaxa að náð og þekkingu á sannleikanum“ (Kenning og sáttmálar 50:40).

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 49:5–23

Sannleikur fagnaðarerindisins getur hjálpað mér að greina falskenningar.

Áður en Leman Copley gekk í kirkjuna, hafði hann tilheyrt öðrum trúarhópi, sem var kunnur undir nafninu Samfélag trúaðra á endurkomu Krists, líka þekkt sem Shakers [skekjarar] (sjá „Leman Copley and the Shakers [Leman Copley og skekjararnir],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 117–21). Eftir samtal við Leman, leitaði Joseph Smith útskýringar frá Drottni um sumar kenningar skekjara og Drottinn svaraði með opinberuninni í kafla 49.

Þið getið fundið sumar kenningar skekjara í fyrirsögn kafla 49. Íhugið að merkja við eða skrá sannleikann í versum 5–23, sem leiðréttir þessar kenningar. Hugsið um aðrar falskenningar eða hefðir í heimi okkar tíma. Hvaða trúarsannleikur getur hjálpað ykkur að verjast þeim?

Kenning og sáttmálar 49:15–17

Hjónaband milli karls og konu er nauðsynlegt eilífri áætlun Guðs.

Hvaða sannleika um hjónabandið lærið þið af Kenningu og sáttmálum 49:15–17? Afhverju teljið þið að hjónaband milli karls og konu sé nauðsynlegt áætlun himnesks föður? Öldungur David A. Bednar greindi frá tveimur ástæðum: „Ástæða 1: Eðli karlkyns og kvenkyns anda er að fullkomna hvor annan og því er körlum og konum ætlað að þróast saman til upphafningar. … Ástæða 2: Að guðlegri skipan þarf bæði karl og konu til að færa börn í jarðlífið og mynda rétta umgjörð til uppeldis og umönnunar barna“ („Marriage Is Essential to His Eternal Plan,” Ensign, júní 2006, 83–84).

Sjá einnig 1. Mósebók 2:20–24; 1. Korintubréfið 11:11; „Fjölskyldan: Yfirlýsing til heimsins,“ churchofjesuschrist.org/study/individuals-and-families?lang=isl.

Ljósmynd
Hjón við musteri

Hjónaband milli karls og konu er vígt af Guði.

Kenning og sáttmálar 50

Kenningar Drottins geta verndað mig gegn blekkingum Satans.

Nýju trúskiptingarnir í Ohio vildu óðfúsir hljóta þær andlegu vitranir sem lofaðar eru í ritningunum, en Satan vildi líka ólmur blekkja þá. Þeir veltu fyrir sér hvort hróp og yfirlið væru áhrif andans.

Ímyndið ykkur að vera beðin að hjálpa þessum nýju trúskiptingum að skilja hvernig greina á sannar vitranir heilags anda og forðast blekkingar Satans. Hvaða reglur finnið þið í Kenningu og sáttmálum 50 sem þið gætuð miðlað þeim? (sjá einkum vers 22–25, 29–34, 40–46).

Sjá einnig 2. Tímóteusarbréfið 3:13–17.

Kenning og sáttmálar 50:13–24

Kennarar og nemendur uppbyggjast saman af andanum.

Ein leið til að læra Kenningu og sáttmála 50:13–24, er með því að teikna mynd af kennara og nemanda og búa til viðeigandi lista við hlið hvors, með orðum og orðtökum úr þessum versum, sem kenna ykkur eitthvað um að læra og kenna fagnaðarerindið. Hvenær hafið þið hlotið upplifun sem kenndi ykkur mikilvægi andans í kennslu og námi? Hugleiðið hvað þið gætuð gert til að verða betri kennari eða nemandi í trúarnámi.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 49:2.Hver er merking þess að „þrá að þekkja sannleikann að hluta, en ekki allan“? Ef til vill gætuð þið sýnt mynd, hulda að hluta, og beðið fjölskyldumeðlimi að geta sér til um af hverju hún er. Hvað gerist þegar við tökum einungis á móti hluta sannleikans? (sjá 2. Nefí 28:29). Hvernig er fylling fagnaðarerindisins okkur blessun?

Kenning og sáttmálar 49:26–28.Hvernig erum við blessuð af þessu fyrirheiti Drottins: „Ég mun fara fyrir yður og ég mun vera bakvörður yðar. Og ég mun verða mitt á meðal yðar“? Fjölskyldumeðlimir gætu sagt frá upplifunum, þar sem þeim fannst Drottinn „fara fyrir [þeim]“ eða fannst hann vera „mitt á meðal [þeirra].“

Kenning og sáttmálar 50:23–25.Þið gætuð komið saman í myrku herbergi til að lesa Kenningu og sáttmála 50:23–25 og aukið smám saman við ljósið með því að kveikja á einu kerti í senn eða nota birtudeyfi. Þið gætuð líka lesið þessi vers meðan þið horfið á sólarupprás að morgni. Hvað getum við gert til að trúarljós okkar vaxi stöðugt? Þegar fjölskyldumeðlimir læra eitthvað nýtt um fagnaðarerindið í vikunni, skuluð þið hvetja þá til að miðla því fjölskyldunni með því að skrifa skilaboð og festa þau við lampa eða annað ljós á heimili ykkar.

Kenning og sáttmálar 50:40–46.Eftir lestur Kenningar og sáttmála 50:40–46, gætuð þið sýnt myndina af frelsaranum sem fylgir þessum lexíudrögum og spurt spurninga eins og þessarar: „Hvernig getið þið vitað að frelsarinn elski lambið? Hvernig er frelsarinn okkur eins og hirðir? Hvaða orðtök í ritningunum gefa í skyn þá hugmynd að frelsarinn sé hirðir og við sauðir hans?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Lýs þú,“ Barnasöngbókin, 96.

Bæta kennslu okkar

Verið sveigjanleg. Bestu kennslustundirnar, einkum á heimilinu, gerast oft af sjálfu sér og eru óvæntar: Fjölskyldumáltíð getur hvatt til umræðu um að endurnærast á orði Guðs og regnstormur gæti verið tækifæri til að vitna um lifandi vatn. Ef þið eruð andlega viðbúin, getur Drottinn gefið ykkur „á því andartaki, hvað segja skal“ (Kenning og sáttmálar 100:6).

Ljósmynd
Jesús með lamb

Ljúfur hirðir, eftir Kim Yongsung

Prenta