„3.–9. maí. Kenning og sáttmálar 46–48: ,Leitið af einlægni hinna bestu gjafa‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)
„3.–9. maí. Kenning og sáttmálar 46–48,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021
3.–9. maí
Kenning og sáttmálar 46–48
„Leitið af einlægni hinna bestu gjafa“
Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 46–48, skráið þá hughrifin sem berast. Þið getið síðan spurt eins og öldungur Richard G. Scott lagði til: „Er eitthvað meira sem ég ætti að vita?“ („Að öðlast andlega leiðsögn“ aðalráðstefna, október 2009).
Skráið hughrif ykkar
Þegar Parley P. Pratt, Oliver Cowdery, Ziba Peterson og Peter Whitmer eldri fóru frá Kirtland, voru þar eftir rúmlega eitthundrað trúskiptingar, sem voru fullir eldmóð, en höfðu litla reynslu eða leiðsögn. Það voru engar leiðbeinandi handbækur, engir þjálfundarfundir leiðtoga, engar útsendingar af aðalráðstefnu – það voru jafnvel ekki mörg eintök af Mormónsbók í umferð. Margir þessara nýju trúskiptinga höfðu laðast að hinu endurreista fagnaðarerindi sökum loforða um undursamlegar vitranir andans, einkum þær sem þeir höfðu lært um í Nýja testamentinu (sjá t.d. 1. Korintubréfið 12:1–11). Fljótlega fór óvenjuleg tilbeiðsla – svo sem að falla til jarðar eða engjast um eins og ormur – að gera vart við sig á kirkjusamkomum þeirra. Mörgum reyndist erfitt að greina hvaða vitranir voru af andanum og hverjar ekki. Joseph Smith vissi af þessari ringulreið og bað þess að hljóta liðsinni. Svar Drottins er jafngilt í dag, þar sem fólk hafnar oft eða horfir framhjá því sem andans er. Drottinn opinberaði að andlegar vitranir væru raunverulegar og úrskýrði að þær væru – gjafir frá kærleiksríkum himneskum föður, „gefnar þeim til heilla, sem elska [hann] og halda öll boðorð [hans]“ (Kenning og sáttmálar 46:9).
Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi
Öllum einlægum leitendum er velkomið að tilbiðja í kirkju Drottins.
Samkomur Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu ættu að vera meðal þeirra andríkustu og vinalegustu hér í heimi. Hvernig býður Drottinn okkur í Kenningu og sáttmálum 46:1–6 að taka á móti þeim sem sækja samkomur okkar? Finnst vinum ykkar og þeim sem koma á samkomur ykkar þeir velkomnir á tilbeiðsluþjónustur deildar ykkar? Hvað gerið þið til að kirkjusamkomur ykkar séu þannig að fólk vilji koma aftur? Hugleiðið hvernig sú viðleitni að samstilla ykkur heilögum anda á kirkjusamkomum hefur áhrif á upplifun ykkar þar.
Sjá einnig 3. Nefí 18:22–23; Moróní 6:5–9; „Welcome, [Velkomin]“ myndband, ComeUntoChrist.org; „Religious Enthusiasm among Early Ohio Converts [Trúaráhugi meðal fyrri trúskiptinga Ohio],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 105–11.
Guð hefur gefið börnum sínum andlegar gjafir þeim til blessunar.
Hinir fyrri heilögu höfðu trú á andlegum gjöfum, en þurftu liðsinni við að skilja tilgang þeirra. Þegar þið lærið um gjafir andans í Kenningu og sáttmálum 46:7–33, hugleiðið þá afhverju ykkur er mikilvægt að „[hafa] ávallt í huga til hvers þær eru gefnar“ (vers 8). Ígrundið hvernig þessi vers eiga við um þessa staðhæfingu öldungs Roberts D. Hales: „Þessar gjafir eru þeim gefnar sem eru trúfastir Kristi. Þær munu gera okkur kleift að þekkja og kenna sannleika fagnaðarerindisins. Þær munu hjálpa okkur að blessa aðra. Þær munu leiða okkur aftur til okkar himneska föður“ („Gifts of the Spirit,“ Ensign, feb. 2002, 16). Hvað fleira lærið þið af þessum versum um andlegar vitranir? Hvernig getur þessi sannleikur hjálpað ykkur að „láta eigi blekkjast“? (vers 8).
Hugleiðið hvaða andlegar gjafir þið hafið – og hvernig þið getið notað þær „börnum Guðs til heilla“ (vers 26). Ef þið hafið hlotið patríarkablessun, greinir hún líklega frá gjöfum sem ykkur hafa verið gefnar.
Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Andlegar gjafir,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.
Drottinn vill að sagan sé skráð í kirkju sinni.
Köllun Johns Whitmer, að skrá sögu kirkjunnar, var áframhald á langri hefð söguskráningar meðal fólks Guðs (sjá 2. Nefí 29:11–12; HDP Móse 6:5; Abraham 1:28, 31). Í raun þá er staða sagnritara kirkjunnar enn til staðar í dag. Afhverju haldið þið að söguskráning sé Drottni svo mikilvæg? Hugleiðið það við lestur fyrirmæla hans til Johns Whitmer um þetta starf í kafla 47. Ígrundið líka hvaða persónulegu upplifanir þið þurfið að skrá. Hvað hefur Drottinn til að mynda kennt ykkur, sem þið viljið varðveita?
Hugsið um eftirfarandi orð öldungs Marlins K. Jensen, af hinum Sjötíu, sem þjónaði sem sagnritari kirkjunnar frá 2005 til 2012, við hugleiðingu þessara spurninga:
„Við skráum söguna svo hún falli ekki í gleymsku. … Við þráum að gera börnum Guðs kleift að minnast alls þess dásamlega sem Guð hefur gert fyrir börn sín. … Reynsla fortíðar hjálpar okkur að takast á við nútíðina og vekur okkur vonir um framtíðina“ („There Shall Be a Record Kept among You,“ Ensign, des. 2007, 28, 33).
Ef þið viljið vita meira um starfið sem unnið er undir leiðsögn sagnritara kirkjunnar, farið þá á history.ChurchofJesusChrist.org.
Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar
-
Kenning og sáttmálar 46:2–6.Hvað getum við gert sem fjölskylda til að tryggja að öðrum finnist þeir velkomnir á kirkjusamkomur okkar? (sjá einnig 3. Nefí 18:22–23). Myndin sem fylgir þessum lexídrögum gæti auðgað umræðurnar.
-
Kenning og sáttmálar 46:7–26.Hvaða andlegar gjafir sjáum við hjá hvert öðru? Hvernig geta þær gjafir blessað fjölskyldu okkar?
-
Kenning og sáttmálar 47.Hvernig getið þið hvatt fjölskyldu ykkar að skrá eigin sögu í vikunni? Þið gætuð miðlað nokkrum færslum úr dagbók ykkar sjálfra eða sagt sögu um ættmenni (sjá FamilySearch.org). Sumar fjölskyldur verja fáeinum mínútum í hverri viku þar sem allir skrifa í dagbækur sínar. Þið gætuð hvatt til dagbókaskrifa með því að spyrja: „Hvað gerðist í þessari viku sem þið mynduð vilja að barnabörn ykkar vissu um?“ eða „Hvernig sáuð þið hönd Drottins hafa áhrif á líf ykkar í þessari viku?“ Yngri börnin gætu teiknað myndir af upplifunum sínum eða þið gætuð hljóðritað þau segja sögur sínar. Hvaða blessanir hljótast af því að skrá „nákvæma sögu“? (vers 1).
-
Kenning og sáttmálar 48.Hinum heilögu í Ohio var boðið að deila landi sínu með þeim sem fluttu til Ohio frá austuhluta Bandaríkjanna. Hverju getum við deilt til að uppfylla þarfir annarra?
Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.
Tillaga að söng: „Hef ég drýgt nokkra dáð?“ (Sálmar, nr. 91).