Kenning og sáttmálar 2021
26. apríl – 2. maí. Kenning og sáttmálar 45: „Fyrirheitin … munu uppfyllast“


„26. apríl – 2. maí. Kenning og sáttmálar 45: ,Fyrirheitin … munu uppfyllast,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„26. apríl – 2. maí. Kenning og sáttmálar 45,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ungmenni við musteri

26. apríl – 2. maí

Kenning og sáttmálar 45

„Fyrirheitin … munu uppfyllast“

Russell M. Nelson forseti kenndi: „Skrifið hjá ykkur það sem upp í hugann kemur. Skráið tilfinningar ykkar og fylgið innblæstri ykkar eftir í verki“ („Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,“ aðalráðstefna, apríl 2018).

Skráið hughrif ykkar

Við lifum á örðugum tíðum, sem geta verið vandasamar. Þegar lærisveinar Jesú heyrðu hann spá fyrir um hörmungarnar sem yrðu á okkar tíma, urðu jafnvel þeir „áhyggjufullir“ (Kenning og sáttmálar 45:34). Hinir fyrritíðar heilögu í Kirtland urðu líka áhyggjufullir yfir þeim örðugu tíðum sem þeir upplifðu. Meðal margs annars, voru „margar falskar frásagnir … og heimskulegar sögur“ sem grófu undan fagnaðarerindinu (Kenning og sáttmálar 45, kaflafyrirsögn). Drottinn segir þó, bæði þá og nú: „Verið eigi áhyggjufullir“ (vers 35). Já, það er ranglæti, en það eru líka vísbendingar um að Guð sé að hraða verki sínu. Já, því hefur verið spáð að örðugar tíðir verði fyrir síðari komuna og við ættum að vera meðvituð um það. Þetta eru hins vegar ekki einungis aðvaranir um hættu, heldur líka vísbendingar um að loforð Guðs séu að uppfyllast. Ef til vill er þetta ástæða þess að opinberunin í Kenningu og sáttmálum 45 – sem lýsir mörgum þessara tákna í smáatriðum – var gefin „hinum heilögu til gleði“ (kaflafyrirsögn).

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 45:1–5

Jesús Kristur er málsvari okkar hjá föðurnum.

Hefur ykkur einhvern tíma fundist þið óhæf eða óverðug frammi fyrir Guði? Þið gætuð látið hughreystast af Kenningu og sáttmálum 45:1–5. Hvað finnst ykkur felast í orðunum „málsvari“ og „málflutningur“? Hvernig er frelsarinn málsvari ykkar eða talar máli ykkar? Hversu mikils virði er það ykkur að vita að Kristur sé málsvari ykkar?

Eftirfarandi orð Josephs Fielding Smith forseta gætu veitt ykkur aukinn skilning við hugleiðingu þessara versa: „Jesús [er] málsvari okkar, hann talar máli okkar, sem sáttamiðlari, fyrir þjónustu sína og erfiði, til að sætta okkur við Guð“ (í Conference Report, okt. 1953, 58).

Sjá einnig 2. Nefí 2:8–9; Mósía 15:7–9; Moróní 7:27–28; Kenning og sáttmálar 29:5; 62:1.

Kenning og sáttmálar 45:9–10

Fagnaðarerindið er merki fyrir þjóðirnar.

Í fornöld var staðall eða regla táknuð með gunnfána sem haldið var á lofti í orrustum. Hermenn fylktu um hann liði og áttu auðveldar með að þekkja staðsetningu sína og hvað þeim bæri að gera. Staðall er líka fyrirmynd eða regla, sem er viðmið einhvers annars. Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 45:9–10, ígrundið þá hvernig sáttmálar hafa verið ykkur staðall. Hvernig væri líf ykkar öðruvísi, ef þið hefðuð ekki þessa sáttmála?

Sjá einnig Jesaja 5:26; 11:10–12; Kenning og sáttmálar 115:5–6.

Kenning og sáttmálar 45:11–75

Fyrirheit Drottins munu uppfyllast.

Stríð, misgjörðir og eyðing munu vera fyrir síðari komu frelsarans. Drottinn sagði hins vegar: „Verið eigi áhyggjufullir, því að þegar allt þetta verður, megið þér vita, að fyrirheitin, sem yður voru gefin, munu uppfyllast“ (Kenning og sáttmálar 45:35).

Þegar þið lærið Kenningu og sáttmála 45:11–75, íhugið þá að einblína ekki aðeins á hina fyrirspáðu neikvæðu atburði, heldur líka á fyrirheitnar blessanir Drottins (t.d. á fyrirheitin í versum 54–59 um þúsund ára stjórnartíð frelsarans). Þið gætuð gert þetta með því að búa til lista eða merkja við vers. Hvað finnið þið sem hjálpar ykkur að „[vera ekki áhyggjufull]“ vegna hinna síðustu daga?

Kenning og sáttmálar 45:31–32, 56–57

„Standið á helgum stöðum,“ og látið ekki haggast.

Ein ástæða þess að frelsarinn og spámenn hans fræða okkur um tákn síðari komunnar, er að gera okkur kleift að vera viðbúin. Hvað lærið þið af Kenningu og sáttmálum 45:31–32, 56–57 um viðbúnað fyrir síðari komu Drottins? Það gæti verið gagnlegt að lesa dæmisöguna um meyjarnar tíu í Matteusi 25:1–13. Frelsarinn líkti olíunni í dæmisögunni við sannleikann eða heilagan anda (sjá Kenning og sáttmálar 45:57). Hvaða skilning hljótið þið er þið lesið dæmisöguna á þennan hátt?

Meyjarnar tíu

Dæmisagan um meyjarnar tíu, eftir Dan Burr

Kenning og sáttmálar 45:11–15, 66–71

Síon er griðarstaður fyrir hina heilögu Guðs.

Hinir heilögu á tíma Josephs Smith vildu óðfúsir byggja upp Síon, Nýju Jersúsalem, eins og henni er lýst í Mormónsbók (sjá Eter 13:2–9) og í innblásinni uppfærslu Josephs Smith á Biblíunni (sjá HDP Móse 7:62–64). Hvað lærið þið um Síon – bæði hina fornu borg á tíma Enoks og hina síðari daga borg – af Kenningu og sáttmála 45:11–15, 66–71?

Á okkar tíma vísar boðið um að stofna Síon til þess að byggja upp ríki Guðs á þeim stað sem við búum á – hvar sem börn Guðs koma saman til að njóta verndar af hans „ævarandi sáttmála“ (vers 9). Hvað getið þið gert til að hjálpa við uppbyggingu Síonar þar sem þið eruð?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Síon,“ churchofjesuschrist.org/study/scriptures/study-helps?lang=isl.

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 45:3–5.Hvað gerir málsvari fyrir okkur? Þið gætuð horft á myndbandið „The Mediator [Málsvari]“ (ChurchofJesusChrist.org) og rætt ástæður þess að frelsarinn er sagður málsvari okkar.

Kenning og sáttmálar 45:9–10.Hvernig myndi „staðall“ eða gunnfáni ykkar líta út, ef fjölskylda ykkar hefði einn slíkan til tákns um skuldbindingu við fagnaðarerindið? Skemmtilegt gæti verið að búa til fána saman og ræða hvernig þið gætuð hjálpað öðrum að tileikna sér staðal fagnaðarerindisins.

Kenning og sáttmálar 45:32.Hvar eru okkar „[helgu staðir]“? Hvað merkir að láta „eigi haggast“? Hvernig getum við gert heimili okkar að helgum stað?

Kenning og sáttmálar 45:39–44.Hvernig getið þið hjálpað fjölskyldumeðlimum ykkar að skilja hvað í því felst að huga að síðari komu frelsarans? Ef til vill gætuð þið hugsað um atburð sem þið væntið og sagt frá því hvernig þið „hugið“ að þeim atburði. Þið gætuð líka bakað eitthvað saman og fylgst með ferlinu þar til þið getið borðað það. Hvað gerið þið til að huga að síðari komu frelsarans?

Kenning og sáttmálar 45:55.Lestur 1. Nefís 22:26 og Opinberunarbókarinnar 20:1–3 getur auðveldað fjölskyldu ykkar að skilja hvernig Satan „[verður bundinn]“ í þúsund ára ríkinu. Hvernig getum við bundið Satan í lífi okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Þegar hann kemur aftur,“ Barnasöngbókin, 46; sjá einnig „Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldu ykkar.“

Bæta persónulegt nám

Notið námshjálp. Notið neðanmálstilvísanir, Topical Guide, Bible Dictionary og Leiðarvísi að ritningunum, til að auka skilning ykkar á ritningarversum.

Endurkoma Krists

Koma Krists, eftir Jubal Aviles Saenz