47. Kafli
Opinberun gefin með spámanninum Joseph Smith í Kirtland, Ohio, 8. mars 1831. John Whitmer, sem þegar hafði þjónað sem ritari spámannsins, hikaði í fyrstu þegar hann var beðinn að starfa sem söguritari kirkjunnar í stað Olivers Cowdery. Hann ritaði: „Ég vildi helst ekki gera það, en sagðist virða vilja Drottins, ef hann æskir þess, ég þrái að hann staðfesti það í gegnum sjáandann Joseph.“ Eftir að Joseph meðtók þessa opinberun, þáði John Whitmer embættisskipun sína og þjónaði í henni.
1–4, John Whitmer er falið að skrá sögu kirkjunnar og skrifa fyrir spámanninn.
1 Sjá, mér þykir æskilegt, að þjónn minn John skrái nákvæma sögu og aðstoði þig, þjónn minn Joseph, við að skrá allt, sem þér mun gefið, þar til hann verður kallaður til frekari starfa.
2 Sannlega segi ég þér enn fremur, að hann getur einnig hafið upp rödd sína á samkomum, hvenær sem æskilegt er.
3 Og enn segi ég þér, að hann skal útnefndur til að halda skýrslur og skrá sögu kirkjunnar að staðaldri, því að ég hef útnefnt Oliver Cowdery öðru embætti.
4 Huggarinn mun þess vegna gefa honum að skrá þessa hluti, ef hann reynist staðfastur. Já, vissulega. Amen.