Kenning og sáttmálar 2021
8.–14 febrúar. Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég“


„8.–14 febrúar. Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75: „Yður, samþjónum mínum, veiti ég,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„8.–14 febrúar. Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Susquehanna-áin

8.–14 febrúar

Kenning og sáttmálar 12–13; Joseph Smith – Saga 1:66–75

„Yður, samþjónum mínum, veiti ég“

Joseph Smith og Oliver Cowdery hlutu aukna þekkingu þegar þeir báðust fyrir um sannleika sem þeir lærðu í ritningunum (sjá Joseph Smith – Saga 1:68). Hvernig munið þið fylgja fordæmi þeirra?

Skráið hughrif ykkar

Flestir hér í heimi hafa líklega aldrei heyrt um stað nefndan Harmony í Pennsylvaníu. Drottinn velur þó oft óþekkta staði fyrir mikilvægustu viðburðina sem varða ríki hans. Á skógivöxnu svæði, nærri Harmony, 15. mars 1829, birtist Jóhannes skírari Joseph Smith og Oliver Cowdery sem upprisin vera. Hann lagði hendur á höfuð þeirra og veitti þeim Aronsprestdæmið og sagði þá vera „[samþjóna sína]“ (Kenning og sáttmálar 13:1).

Að vera sagður samþjónn Jóhannesar skírara, sem skírði frelsarann og ruddi veginn fyrir komu hans (sjá Matteus 3:1–6, 13–17), hlýtur að hafa vakið auðmýkt og jafnvel verið yfirþyrmandi fyrir þessa tvo ungu menn á þrítugsaldri. Á þessum tíma voru Joseph og Oliver að mestu óþekktir, líkt og Harmony var óþekkt. Þjónusta við verk Guðs hefur þó ætíð snúist um hvernig við þjónum, en ekki hverjir veita henni eftirtekt. Hversu smávægilegt sem framlag ykkar gæti stundum virst vera, þá eruð þið líka samþjónar í mikilvægasta verki Drottins.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 12

Drottinn vill að ég hjálpi við eflingu málstaðar Síonar.

Joseph Knight eldri og eiginkona hans, Polly, kynntust Joseph Smith þegar hann hóf að starfa á býli þeirra í Colesville, New York, 20 ára gamall. Joseph Knight sagði hann vera sinn allra besta verkmann. Hann trúði vitnisburði Josephs Smith um gulltöflurnar og fór með Polly til að heimsækja Joseph Smith meðan hann vann við þýðingu Mormónsbókar á heimili sínu í Harmony, Pennsylvaníu. Hún trúði þegar í stað. Joseph og Polly urðu allt sitt líf trúföst hinu endurreista fagnaðarerindi. Rúmlega 60 meðlimir Knight-fjölskyldunnar gengu í kirkjuna og hjálpuðu til við stofnun kirkjunnar í New York, Ohio, Missouri, Nauvoo og loks í Salt Lake City.

Joseph Knight vildi vita hvernig hann gæti hjálpað við verk Drottins. Svar Drottins (nú Kenning og sáttmálar 12) er til „allra þeirra, sem þrá að vinna að framgangi þessa verks og tryggja það“ (vers 7) – líka ykkur. Hvað felst í því að „[leitast] við að tryggja og efla málstað Síonar“? (vers 6). Hvernig gera reglurnar og eiginleikarnir í versum 7–9 ykkur kleift að gera það?

Sjá einnig „The Knight and Whitmer Families [Knight og Whitmer fjölskyldurnar],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 20–24.

Kenning og sáttmálar 13

Aronsprestdæmið var endurreist af Jóhannesi skírara.

Með einni setningu opinberaði Jóhannes skírari mikinn sannleika um Aronsprestdæmið. Hugleiðið að skrá allt sem þið lærðuð af þessum kafla (líka af fyrirsögninni). Það gæti orðið ykkur gagnlegt að læra eitthvað af þeim orðtökum sem þið finnið. Hér eru nokkur dæmi til að byrja með:

Hvaða blessanir hafið þið hlotið fyrir helgiathafnir Aronsprestdæmisins?

Ljósmynd
Joseph Smith skírir Oliver Cowdery

Joseph Smith skírir Oliver Cowdery, eftir Del Parson

Joseph Smith – Saga 1:66–75

Helgiathafnir veita mér aðgang að krafti Guðs.

Systir Carole M. Stephens, fyrrverandi ráðgjafi í aðalforsætisráði Líknarfélagsins, sagði: „Helgiathafnir og sáttmálar prestdæmisins veita aðgang að öllum þeim blessunum sem Guð lofar okkur, og mögulegar eru fyrir friðþægingu frelsarans. Þær brynja syni og dætur Guðs krafti, krafti Guðs, og sjá okkur fyrir tækifæri til að hljóta eilíft líf“ („Vitum við hvað við höfum?aðalráðstefna október 2013).

Þegar þið lesið Joseph Smith – Sögu 1:66–75, ásamt skýringunni aftast í versi 71, ígrundið þá hvað það var sem innblés Joseph and Oliver til að spyrjast fyrir um skírnina og veitið athygli þeim blessunum sem þeir hlutu eftir að hafa tekið þátt í helgiathöfnum prestdæmisins. Hugleiðið að lesa dagbókarfærslur sem þið gætuð hafa skrifað eftir að hafa tekið á móti helgiathöfnum eða skrifið minningu ykkar um þá viðburði. Hvaða blessanir hafið þið hlotið fyrir helgisthafnir prestdæmisins?

Sjá einnig Kenningu og sáttmála 84:20–22; Heilagir, 1:65–68.

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 12:8.Af hverju eru eiginleikarnir sem tilgreindir eru í þessum versum nauðsynlegir til að vinna verk Drottins?

Kenning og sáttmálar 13.Hvað gæti eflt trú fjölskyldu ykkar á endurreisn Aronsprestdæmisins? Myndbandið „Restoration of the Aaronic Priesthood [Endurreisn Aronsprestdæmisins]” (ChurchofJesusChrist.org) eða trúarmyndirnar sem fylgja þessum lexíudrögum gætu gagnast fjölskyldu ykkar við að sjá fyrir sér endurreisn Aronsprestdæmisins. Gætu þau haft gaman af því að teikna mynd af viðburðinum, byggða á því sem lesið var í Joseph Smith – Sögu 1:68–74? Þau gætu líka miðlað vitnisburðum sínum um kraft prestdæmisins í lífi sínu.

Sjá einnig „Priesthood Restoration Site [Endurreisnarstaður prestdæmisins]“ á history.ChurchofJesusChrist.org.

Joseph Smith – Saga 1:68.Hvernig getum við fylgt fordæmi Josephs Smith og Olivers Cowdery til að finna svör við spurningum okkar? Þegar þið lesið saman gætuð þið komið þeirri venju á að gera hlé á lestrinum og spyrja hvort einhver hafi spurningar um efnið sem lesið var.

Joseph Smith – Saga 1:71, skýring.Hvað finnst meðlimum fjölskyldu ykkar áhugavert við orð Olivers Cowdery? Hvaða dagar fjölskyldu ykkar gætu verið „ógleymanlegir dagar“?

Joseph Smith – Saga 1:73–74Hvaða áhrif hafði heilagur andi á Joseph og Oliver? Hvenær hefur andinn hjálpað fjölskyldu ykkar að skilja ritningarnar og fagna í Drottni?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Þitt ríki rís á jörð,“ Barnasöngbókin, 60.

Bæta kennslu okkar

Lærið efnisatriði. Veljið efnisatriði saman sem fjölskylda, sem þið viljið læra betur. Þessa viku gætuð þið t.d. notað Topical Guide eða Leiðarvísi að ritningunum (churchofjesuschrist.org/study/scriptures?lang=eng) til að finna ritningarvers um Aronsprestdæmið.

Ljósmynd
Jóhannes skírari veitir Joseph Smith Aronsprestdæmið

Yður, samþjónum mínum, veiti ég, eftir Lindu Curley Christensen

Prenta