Kenning og sáttmálar 2021
1.–7. febrúar. Kenning og sáttmálar 10–11: „Að þú megir verða sigurvegari“


„1.–7. febrúar. Kenning og sáttmálar 10–11: ,Að þú megir verða sigurvegari‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„1.–7. febrúar. Kenning og sáttmálar 10–11,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Ljósmynd
Handrit Mormónsbókar

Eftirmynd af upprunalegu handriti Mormónsbókar.

1.–7. febrúar

Kenning og sáttmálar10–11

„Að þú megir verða sigurvegari“

Að skrá hughrif við lestur ritningarversa, er líkt og að gróðursetja sáðkorn; jafnvel smæstu hughrif geta leitt til mikilvægrar persónulegrar opinberunar.

Skráið hughrif ykkar

Eftir því sem þýðingu Mormónsbókar miðaði áfram, vaknaði ósjálfrátt spurning: Hvað áttu Joseph Smith og Oliver Cowdery að gera varðandi glötuðu þýðingarsíðurnar? Rökréttast var að byrja aftur og endurþýða þann hluta, en Drottinn sá nokkuð sem þeir sáu ekki – ranglátir menn ráðgerðu að breyta orðunum á þeim síðum, til að varpa rýrð á hið innblásna verk Josephs. Guð hafði áætlun um að hindra verk Satans og bæta upp það sem glatast hafði. Sú áætlun var gerð þúsundum ára áður, þegar spámaðurinn Nefí fann sig knúinn til að búa til aðra heimild sem náði yfir sama tímabil. Síðar var Mormón innblásið til að hafa þá heimild með í Mormónsbók „í viturlegum tilgangi,“ sem var Drottni kunnugur (sjá Orð Mormóns 1:3–7).

„Viska mín,“ sagði Drottinn við Joseph, „er meiri en slægð djöfulsins“ (Kenning og sáttmálar 10:43). Það er hughreystandi boðskapur á tímum sem okkar, þegar tilraunir andstæðingsins til að veikja trú okkar verða ofsafengnari. Við getum, líkt og Joseph, verið „[trú] og [haldið] áfram“ í því verki sem Guð hefur kallað okkur til (vers 3). Við munum þá finna að hann hefur þegar fyrirbúið leið, svo að „hlið heljar munu eigi á [okkur] sigrast“ (vers 69).

Sjá Heilagir, 1:51–61.

Ljósmynd
Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 10:1–33

Satan reynir að tortíma verki Guðs.

Satan vill helst að við gleymum tilveru hans – eða hið minnsta að við fáum ekki greint tilraunir hans til að hafa áhrif á okkur (sjá 2. Nefí 28:22–23). Orð Drottins í Kenningu og sáttmálum 10 staðfesta að Satan sé stöðugt og með virkum hætti í andstöðu við verk Guðs. Þegar þið lesið vers 1–33, gætið þá að því hvernig Satan reyndi að tortíma verki Guðs á tíma Josephs Smith (sjá einnig vers 62–63). Hvað er líkt með þessu og þeim aðferðum sem Satan beitir á okkar tíma? Þið gætuð beðið Drottin um að hjálpa ykkur að skilja hvernig Satan reynir að freista ykkar. Hvað lærið þið af kafla 10 sem getur hjálpað ykkur að standast áreiti Satans?

Kenning og sáttmálar 10:34–52

„Viska [Drottins] er meiri en slægð djöfulsins.“

Drottinn fyrirbjó með meira en 2.400 ára forskoti að bæta tjón hinna glötuðu síðna Mormónsbókar (sjá 1. Nefí 9). Hvað lærið þið um Drottin af Kenningu og sáttmálum 10:34–52? Hvaða vísbendingar um visku og forþekkingu Drottins hafið þið séð í lífi ykkar?

Heimildin sem Guð fyrirbjó til að koma í stað hins glataða handrits er nú 1. Nefí til og með Omní. Hvernig hafa frásagnirnar og kenningarnar í þessari heimild „[varpað] enn meira ljósi á [fagnaðarerindið]“ fyrir ykkur? (Kenning og sáttmálar 10:45).

Ljósmynd
Mormón gerir útdrátt af gulltöflunum

Moróní gerir útdrátt af töflunum, eftir Tom Lovell

Kenning og sáttmálar 11

Ef ég bið Guð, mun mér hlotnast.

Nokkrir fjölskyldumeðlimir og vinir Josephs Smith báðu hann að leita vilja Drottins hvað þá sjálfa varðaði. Joseph gerði það með glöðu geði, en Drottinn var líka fús til að veita þeim persónulega opinberun. Í Kenningu og sáttmálum 11, opinberun sem Joseph hlaut fyrir eldri bróður sinn, Hyrum, sagði Drottinn: „Ég mun veita þér af anda mínum, … og þá munt þú vita … allt, sem … þú þráir af mér“ (Kenning og sáttmálar 11:13–14).

Drottinn sagði að orð sín væru „til allra, sem þrá hið góða og hafa beitt sigð sinni til uppskeru“ (vers 27). Hvað er Drottinn að reyna að segja ykkur í Kenningu og sáttmálum 11 um persónulega opinberun? Um þátttöku í verki Guðs? Hver er annar boðskapur hans til ykkar?

Kenning og sáttmálar 11:15–26

Þegar ég reyni að „öðlast orð [Guðs],“ mun ég hafa anda og kraft hans.

Hyrum Smith vildi óþreyjufullur boða fagnaðarerindið, jafnvel áður en Mormónsbók hafði verið þýdd. Þegar þið lesið svar Drottins við þrá hans, ígrundið þá merkingu þess að „öðlast orð [Guðs]“ (vers 21). Hvernig gagnast það ykkur að öðlast orð Guðs til að þjóna í kirkjunni? Hvernig fyllir það ykkur krafti Guðs í lífi ykkar?

Ljósmynd
Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 10:5.Hvað lærum við af þessu versi um mátt bænar? Hvernig „[biðjum við] ávallt“? (Ef þið viljið fleiri hugmyndir, sjá þá David A. Bednar, „Biðjið án afláts,” aðalráðstefna október 2008.)

Kenning og sáttmálar 10:38–46.Fjölskyldumeðlimir gætu hugsanlega rætt um eitthvað sem þeir hafa nýlega glatað, til að liðka fyrir umræðum um hvernig Drottinn bætti upp hinar glötuðu þýðingarsíður Mormónsbókar. Hvernig leið þeim er þau komust að því að það var glatað? Hvernig leið þeim er það komst í leitirnar? Hvernig bætti Drottinn upp hinar glötuðu síður Mormónsbókar, samkvæmt Kenningu og sáttmálum 10:38–46, þótt síðurnar hefðu aldrei fundist?

Kenning og sáttmálar 10:55–70.Biðjið fjölskyldumeðlimi að finna og merkja við setningar sem hefjast á „ég er„ og „ég vil“ eða „ég mun.“ Hvað lærum við um Jesú Krists og eiginleika hans af setningunum sem hefjast á „ég er.“ Hvað lærum við um Jesú Krists og hvað hann gerir af setningunum sem hefjast á „ég vil“ eða „ég mun.“ Hvetjið fjölskyldumeðlimi til að segja frá því hvernig þessi sannleikur styrkir trú þeirra á Jesú Krist.

Kenning og sáttmálar 11:12–14.Lestur þessa versa getur hjálpað fjölskyldu ykkar að átta sig á hvenær andinn á samskipti við þau. Þið gætuð lýst með vasaljósi á gólfið og beðið fjölskyldumeðlim að stíga inn í ljósið. Hvernig er þetta eins og að fylgja leiðsögn heilags anda? Hvaða persónulegri upplifun gætuð þið miðlað?

Kenning og sáttmálar 11:15–30.Hugleiðið að búa til lista yfir það sem Drottinn bauð Hyrum Smith að gera til að búa hann undir að miðla fagnaðarerindinu. Að hverju ættum við að vinna sem fjölskylda?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Rannsaka og biðja,“ Barnasöngbókin, 64; sjá „Hugmyndir til að bæta ritningarnám fjölskyldu ykkar.“

Bæta kennslu okkar

Heimfærið ritningarnar upp á líf ykkar. Biðjið fjölskyldumeðlimi að segja frá því hvernig boðskapurinn falli að lífi þeirra, eftir lestur ritningarversa. Þau gætu t.d. sagt frá því hvernig andinn hefur haft áhrif á þau á sama hátt og fram kemur í Kenningu og sáttmálum 11:12–13.

Ljósmynd
Joseph og Hyrum Smith

Joseph og Hyrum Smith, eftir Ken Corbett

Prenta