Kenning og sáttmálar 2021
18.–24. janúar. Kenning og sáttmálar 3–5: „Verk mitt [mun] halda áfram“


„18.–24. janúar. Kenning og sáttmálar 3: ,Verk mitt [mun] halda áfram,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„18.–24. janúar. Kenning og sáttmálar 3–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir sunnudagaskólann: 2021

Ljósmynd
Menn við vinnu á akri

Uppskerutíð í Frakklandi, eftir James Taylor Harwood

18.–24. janúar

Kenning og sáttmálar 3–5

„Verk mitt [mun] halda áfram“

Að læra Kenningu og sáttmála 3–5 áður en þið kynnið ykkur ábendingarnar í þessum lexíudrögum, mun auðvelda ykkur að hljóta leiðsögn frá heilögum anda. Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur geta hjálpað ykkur að skilja aðdragandann sem leiddi til opinberananna sem þessi kafli geymir.

Skráið hughrif ykkar

Ljósmynd
táknmynd miðlunar

Boð um að miðla

Gefið meðlimum bekkjarins nokkrar mínútur til að rifja upp ritningarversin sem þeir lásu heima og finna vers sem þeim fannst höfða til sín. Biðjið þá síðan að segja öðrum einstaklingi í bekknum frá því sem þeir lærðu.

Ljósmynd
táknmynd kennslu

Kennið kenninguna

Kenning og sáttmálar 3:1–15

Við ættum að treysta Guði fremur en að óttast manninn.

  • Við, líkt og Joseph Smith, munum öll upplifa þrýsting frá öðrum til að gera eitthvað sem við vitum að er rangt. Hvaða sannleika lærum við í Kenningu og sáttmálum 3:1–15 sem getur hjálpað okkur að vera trúföst Guði við slíkar aðstæður?

  • Hirta þurfti Joseph Smith fyrir að óttast manninn meira en Guð, en hann þurfti einnig á hvatningu að halda. Biðjið meðlimi bekkjarins að leita í kafla 3 að því hvernig Drottinn bæði hirti og hvatti Joseph. Þeir gætu t.d. skrifað á töfluna orðtök í versum 1–15 sem hafa að geyma ávítur Drottins og önnur orðtök sem hafa að geyma hvatningu hans til iðrunar og trúfesti. Hvað kennir upplifun Josephs okkur um hvernig frelsarinn hjálpar okkur að sigrast á mistökum okkar?

Kenning og sáttmálar 4

Drottinn biður okkur að þjóna sér af öllu hjarta.

  • Þeir eiginleikar þjóna Drottins sem lýst er í Kenningu og sáttmálum 4:5–6 eru líka eiginleikar Jesú Krists. Til að hjálpa meðlimum bekkjarins að læra meira, getið þið beðið þá að velja einn eiginleikanna og finna skilgreiningar eða fleiri ritningarvers sem hjálpa þeim að skilja betur þann eiginleika (sjá t.d. staðhæfingu systur Elaine S. Dalton í „Fleiri heimildir“). Þið gætuð beðið nokkra meðlimi að miðla því sem þeir fundu. Þeir gætu líka sagt frá ástæðu þess að eiginleikinn sem þeir völdu er nauðsynlegur til þjónustu í ríki Guðs. Hvernig getum við ræktað þessa eiginleika enn frekar? (sjá vers 7).

  • Kenningu og sáttmálum 4 var beint til Josephs Smith eldri, sem vildi vita hvernig hann gæti hjálpað við verk Drottins. Þessi kafli getur líka hjálpað hverju okkar sem þráir að þjóna Drottni. Hér er ein aðferð til að læra þennan kafla: Meðlimir bekkjarins gætu unnið í fámennum hópum að því að skrifa starfslýsingu fyrir þjóna Guðs, með því að nota kafla 4 sér til leiðsagnar. Hvernig eru þessir eiginleikar öðruvísi en aðrar starfslýsingar? Afhverju eru þessir eiginleikar nauðsynlegir til að vinna verk Guðs? Staðhæfing öldungs Davids A. Bednar í „Fleiri heimildir“ getur hjálpað meðlimum bekkjarins að skilja mikilvægi þess að rækta þessa eiginleika.

Kenning og sáttmálar 5

Vitnisburð um sannleika hljóta þeir sem eru auðmjúkir og trúaðir.

  • Ef gulltöflurnar væru hafðar til sýnis fyrir heiminn, yrði það þá til að sannfæra alla um að Mormónsbók væri sönn? Afhverju og afhverju ekki? (sjá Kenning og sáttmálar 5:7 ). Ef til vill gætu meðlimir bekkjarins kannað kafla 5 til að hljóta skilning sem gæti hjálpað þeim að svara einhverjum sem bæði um sönnun fyrir því að Mormónsbók væri sönn. Hvað kenndi Drottinn Joseph Smith og Martin Harris sem getur hjálpað okkur að öðlast eigin vitnisburð um trúarlegan sannleika?

    Ljósmynd
    Martin Harris

    Martin Harris, eftir Lewis A. Ramsey

Ljósmynd
táknmynd fleiri heimilda

Fleiri heimildir

Dyggð er styrkur.

Systir Elaine S. Dalton setti fram þessa skilgreiningu á dyggð: „Dyggð er orð sem við heyrum ekki oft í nútíma þjóðfélagi, en latneska rót hennar er orðið virtus sem merkir styrkur. Dyggðugar konur og karlar búa yfir hljóðlátri reisn og innri styrk. Þau eru örugg vegna þess að þau eru verðug þess að hljóta leiðsögn heilags anda“ („Endurheimt dyggðar,“ aðalráðstefna, október 2008).

Að verða trúboði.

Öldungur David A. Bednar sagði: „Það ferli að verða trúboði krefst þess ekki að ungir menn klæðist dag hvern hvítri skyrtu og bindi í skóla [eða að ungar konur klæðist kjólum] eða að breyta samkvæmt útivistarreglum trúboða. … En þið getið aukið þrá ykkar til að þjóna [sjá Kenning og sáttmálar 4:3] og þið getið byrjað að hugsa líkt og trúboðar, lesa það sem trúboðar lesa, biðjast fyrir líkt og trúboðar og skynja það sem trúboðar skynja. Þið getið forðast það í heiminum sem veldur því að heilagur andi dregur sig í hlé og þið getið ræktað með ykkur sjálfstraust til að þekkja andlegan innblástur og fara að honum“ („Að verða trúboði,“ aðalráðstefna, október 2005).

Bæta kennslu okkar

Spyrjið spurninga sem hvetja til innihaldsríkra umræðna. Spurningar sem hafa fleiri en eitt rétt svar gefa nemendum kost á að svara byggt á persónulegum skilningi, tilfinningum og upplifunum. Þið gætuð t.d. spurt: „Hvernig vitið þið þegar Guð er að tala til ykkar?“ (Sjá Teaching in the Savior’s Way [Kenna að hætti frelsarans], 33.)

Prenta