Kenning og sáttmálar 2021
18.–24. janúar. Kenning og sáttmálar 3–5: „Verk mitt [mun] halda áfram“


„18.–24. janúar. Kenning og sáttmálar 3: ,Verk mitt [mun] halda áfram,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„18.–24. janúar. Kenning og sáttmálar 3–5,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Menn við vinnu á akri

Uppskerutíð í Frakklandi, eftir James Taylor Harwood

18.–24. janúar

Kenning og sáttmálar 3–5

„Verk mitt [mun] halda áfram“

Skráið það sem þið lærið og upplifið í ritningarnámi ykkar. Það mun hjálpa ykkur að muna eftir þessum hughrifum og miðla þeim öðrum.

Skráið hughrif ykkar

Á fyrstu árum sínum sem spámaður Drottins, vissi Joseph enn ekki allt sem varðaði hið „undursamlega verk“ sem hann hafði verið kallaður til. Eitt lærði hann þó af sínum fyrstu upplifunum, sem var að til að gera sig hæfan fyrir verk Guðs, þurfti hann sannlega að hafa „[einbeitt auglit] á dýrð Guðs“ (Kenning og sáttmálar 4:1, 5). Ef Drottinn t.d. veitti honum leiðsögn sem var andstæð eigin þrá hans, þá þurfi hann að fylgja leiðsögn Drottins. Þótt hann hefði fengið „margar opinberanir og … [gjört] margvísleg máttarverk,“ „[hlaut hann] að falla,“ ef honum fyndist vilji sinn mikilvægari en vilji Guðs (Kenning og sáttmálar 3:4). Joseph lærði nokkuð annað sem ekki var síður mikilvægara við að vinna verk Guðs: „Guð er miskunnsamur“ og ef Joseph iðraðist af einlægni, yrði hann „enn … útvalinn“ (vers 10). Þrátt fyrir allt, þá er verk Guðs endurlausnarverk. Það verk er „[ekki] unnt að ónýta“ (vers 1).

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Kenning og sáttmálar 3:1–15

Ég ætti að treysta Guði fremur en að óttast manninn.

Á fyrstu þjónustuárum Josephs Smith voru góðir vinir ekki auðfengnir – einkum vinir eins og Martin Harris, virtur og efnaður maður, sem var í stöðu til að veita dýrmætan stuðning. Martin var fús til að styðja Joseph, jafnvel þótt það kostaði hann virðingu samtímamanna sinna og krafðist fjárhagsfórna.

Það liggur því beint fyrir hvers vegna Joseph vildi verða við beiðni Martins um að fara með fyrsta þýðingarhluta Mormónsbókar og sýna hann eiginkonu sinni, sem efaðist um sannleika Mormónsbókar. Joseph hélt áfram að bera þessa beiðni undir Drottin, jafnvel þótt hann hefði fyrirboðið það, þar til Drottinn loks leyfði það, eftir að Joseph hafði beðið hann í þriðja sinn. Hörmulegt var að handritið glataðist í fórum Martins og Joseph og Martin voru harðlega agaðir af Drottni (sjá Heilagir, 1:51–53).

Þegar þið lesið Kenningu og sáttmála 3:1–15, ígrundið þá hvernig skoðanir annarra geta haft áhrif á ykkur. Þið gætuð líka veitt athygli að Drottinn mælti orð miskunnar til Josephs, auk þess að aga hann. Hvað lærið þið af því hvernig Drottinn leiðrétti og hvatti Joseph? Hvaða leiðsögn finnið þið sem getur hjálpað ykkur þegar þið freistist til að óttast menn meira en Guð?

Sjá einnig „The Contributions of Martin Harris [Framlag Martins Harris],“ Revelations in Context [Opinberanir í samhengi], 1–9, history.ChurchofJesusChrist.org.

Kenning og sáttmálar 4

Drottinn biður mig að þjóna sér af öllu hjarta.

Kafli 4 er oft heimfærður yfir á fastatrúboða. Áhugavert er þó að vita að þessi opinberun var upphaflega gefin Joseph Smith eldri, sem var ekki kallaður í trúboð, en „[þráði þó] að þjóna Guði“ (vers 3).

Ein leið til að lesa þennan kafla er að ímynda sér hann sem starfslýsingu fyrir þann sem þráir að vinna verk Drottins. Hverjar eru hæfniskröfurnar? Af hverju er þessi hæfni eða eiginleikar nauðsynlegir? Kannski gætuð þið valið af kostgæfni eitt sem þið gætuð gert til að gera ykkur „[hæfari] til verksins“ (vers 5).

Kenning og sáttmálar 5

Ég get öðlast eigin vitnisburð um Mormónsbók.

Martin Harris

Martin Harris, eftir Lewis A. Ramsey

Hvaða sönnun mynduð þið leggja fram, ef þið væruð boðuð til vitnisburðar fyrir dómi um sannleiksgildi Mormónsbókar? Álíka spurning var í huga Martins Harris þegar eiginkona hans, Lucy, fullyrti að Joseph Smith væri að blekkja fólk með því að látast vera að þýða gulltöflur (sjá Heilagir, 1:56–58). Martin bað því Joseph um fleiri sannanir fyrir raunveruleika gulltaflanna. Kenning og sáttmálar 5 er opinberun og svar við beiðni Martins.

Hvað lærið þið af Kenningu og sáttmálum 5 um eftirtalið:

Kenning og sáttmálar 5:1–10

Þessi kynslóð mun taka á móti orði Guðs fyrir tilverknað Josephs Smith.

Hvað kennir Kenning og sáttmálar 5:1–10 ykkur um mikilvægt hlutverk Josephs Smith á okkar ráðstöfun – og í lífi ykkar? Ígrundið hvernig þið hafið tekið á móti orði Guðs fyrir milligöngu spámannsins Josephs Smith. Ráðgerið að skrá í dagbók eða miðla einhverjum þakklæti ykkar fyrir sannleikann sem var endurreistur eða útskýrður fyrir milligöngu hans.

Sjá einnig 2. Nefí 3:6–24.

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Kenning og sáttmálar 3:1–4.Biðjið einhvern í fjölskyldunni að ganga eftir „bugðóttri“ línu og síðan „beinni“ línu. Hvaða þýðingu hefur það fyrir fjölskyldu okkar að vita að „brautir [Guðs eru] beinar“?

Kenning og sáttmálar 3:7–10.Hvaða sannleikur í þessum versum getur hjálpað okkur að vera áfram trúföst þegar einhver leggur að okkur að óhlýðnast Guði? Kannski gætu fjölskyldumeðlimir leikið aðstæður þar sem einhver verður áfram trúfastur, þrátt fyrir þrýsting um að óhlýðnast Guði?

Kenning og sáttmálar 4.Þegar fjölskylda ykkar ræðir hvað í því felst að vinna á akri Guðs, gæti hún unnið garðvinnu (eða látist gera það). Hvaða verkfæri eru nauðsynleg til garðvinnu? Hvað tilgreinir Guð í kafla 4 sem líta mætti á sem nauðsynleg verkfæri til að vinna verk hans? Fjölskylda ykkar gæti rætt ástæðu þess að hvert verkfæranna er nauðsynlegt til að vinna verk Guðs.

Kenning og sáttmálar 5:7.Hvað gætu verið dæmi um sannleika sem við trúum á, en fáum ekki séð? Hvernig gætum við svarað vini sem krefst sannana fyrir því að Mormónsbók sé sönn?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Hetja vil ég vera,“ Barnasöngbókin, 85.

Bæta persónulegt nám

Lærið vers utanbókar. „Að leggja ritningargreinar á minnið, er líkt og að stofna til nýrrar vináttu. Það er líkt og að uppgötva nýjan einstakling, sem getur hjálpað á neyðarstundu, veitt innblástur og huggun og verið hvatning til nauðsynlegra breytinga“ (Richard G. Scott, „Máttur ritninganna,“ aðalráðstefna október 2011, 6).

Joseph Smith með foreldrum sínum

Hræðileg byrði síðnanna 116, eftir Kwani Povi Winder