Kenning og sáttmálar 2021
4.–10. janúar. Joseph Smith – Saga 1:1–26: „Ég [sá] ljósstólpa“


„4.–10. janúar. Joseph Smith – Saga 1:1–26: ‚Ég [sá] ljósstólpa,‘“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: Kenning og sáttmálar 2021 (2020)

„4.–10. janúar. Joseph Smith – Saga 1:1–26,“ Kom, fylg mér – Fyrir einstaklinga og fjölskyldur: 2021

Lundurinn helgi

Lundurinn helgi, eftir Greg K. Olsen

4.–10. janúar

Joseph Smith – Saga 1:1–26

„Ég [sá] ljósstólpa“

Hvaða boðskap finnið þið fyrir eigið líf er þið lesið Joseph Smith – Saga 1:1–26? Hvað hefur mest gildi fyrir ykkur og fjölskyldu ykkar?

Skráið hughrif ykkar

Kenning og sáttmálar er bók bænheyrslu: Margar hinna helgu opinberana í þeirri bók bárust sem svör við spurningum. Það er því viðeigandi að hefja nám á Kenningu og sáttmálum á því að hugleiða spurninguna sem var upphafið að úthellingu síðar daga opinberana – þá sem Joseph Smith spurði í trjálundinum árið 1820. „Orrahríð orða og deilna“ (Joseph Smith – Saga 1:10) gerði Joseph ráðvilltan um trúmál og eigin sáluhjálp. Kannski gætuð þið fundið samsvörun í þessu. Á okkar tíma eru andstæðar hugmyndir og sannfæringarraddir margar og mismunandi og ef við viljum greiða úr öllum þeim skilaboðum og finna sannleikann, getum við gert það sem Joseph gerði. Við getum spurt spurninga, lært ritningarnar, ígrundað og loks spurt Guð. Bæn Josephs var svarað með ljósstólpa sem lækkaði hægt frá himni; Guð faðirinn og Jesús Kristur birtust og svöruðu spurningum hans. Vitnisburður Josephs um þessa undursamlegu upplifun, staðfestir að hver sá sem „[skortir] visku, [getur] beðið Guð ásjár“ (Joseph Smith – Saga 1:26). Við getum öll meðtekið, ef ekki himneska sýn, þá hið minnsta skýra sýn, upplýsta himnesku ljósi.

Táknmynd persónulegs náms

Hugmyndir að persónulegu ritningarnámi

Joseph Smith – Saga 1:1–26

Joseph Smith er spámaður endurreisnarinnar.

Sögu Josephs Smith er ætlað að gera okkur „staðreyndirnar heyrinkunnar,“ því sannleikurinn um Joseph hefur oft verið afskræmdur (Joseph Smith – Saga 1:1). Hvað styrkir vitnisburð ykkar um guðlega köllun hans er þið lesið Joseph Smith – Saga 1:1–26? Gætið að vísbendingum sem staðfesta að Drottinn bjó Joseph Smith undir spámannlegt hlutverk hans. Við lesturinn gætuð þið líka skráð hugsanir ykkar og tilfinningar um Joseph Smith og vitnisburð hans.

Sjá einnig Heilagir, 1:3–19.

Joseph Smith – Saga 1:5–20

Ef ég spyr í trú, mun Guð svara.

Hefur ykkur einhvern tíma „skort visku“ eða þið verið ráðvillt yfir ákvörðun sem þið þurftuð að taka? (Joseph Smith – Saga 1:13). Hvað lærið þið af reynslu Joseph Smith í versum 5–20? Íhugið eigin þörf fyrir visku og aukinn skilning og hvernig þið hyggist leita sannleikans.

Sjá einnig 1. Nefí 10:17–19; 15:6–11; Russell M. Nelson, „Opinberun fyrir kirkjuna, opinberun fyrir eigið líf,” aðalráðstefna apríl 2018.

Stúlka við bæn

Við getum lagt spurningar okkar fyrir Guð í bæn.

Joseph Smith – Saga 1:15–20

Af hverju eru frásagnir mismunandi um Fyrstu sýnina?

Á lífstíð sinni skráði Joseph Smith reynslu sína í Lundinum helga hið minnsta fjórum sinnum og notaði oft ritara til þess. Þar að auki voru nokkrar frásagnir skráðar af öðrum sem hlustuðu á Joseph segja frá sýninni. Þótt frásagnirnar séu að nokkru leyti ólíkar, allt eftir áheyranda og umgjörð, eru þær mótsagnalausar. Hver frásögn hefur sínar sérstöku upplýsingar, svo við fáum betur skilið reynslu Josephs Smith, á sama hátt og hvert guðspjallanna auðveldar okkur að skilja þjónustu frelsarans.

Aðrar frásagnir Josephs má lesa hér „First Vision Accounts“ (Gospel Topics, topics.ChurchofJesusChrist.org). Hvað lærið þið af því að lesa allar þessar frásagnir?

Joseph Smith – Saga 1:15–20

Fyrsta sýnin markaði upphaf endurreisnar fagnaðarerindis Jesú Krists.

Joseph Smith var fullviss um að Guð myndi svara bæn sinni, en hefði ekki getað gert sér í hugarlund hvernig svarið átti eftir að gjörbreyta lífi hans – og alls heimsins. Þegar þið lesið um reynslu Josephs, hugleiðið þá hvernig Fyrsta sýnin hefur breytt lífi ykkar. Þið gætuð t.d. íhugað þessa setningu á ýmsan hátt: „Þar sem Fyrsta sýnin átti sér stað, þá veit ég að …“ Hvernig hafið þið verið blessuð vegna Fyrstu sýnarinnar?

Sjá einnig myndbandið „Ask of God: Joseph Smith’s First Vision,” ChurchofJesusChrist.org; Heilagir, 1:14–19; Russell M. Nelson, „Hlýð þú á hann,“ aðalráðstefna, apríl 2020.

6:37

Joseph Smith – Saga 1:21–26

Ég get verið trú/r vitneskju minni, þótt aðrir kunni að hafna mér.

Ein blessun ritninganna er að þær geyma innblásin fordæmi hugdjarfra karla og kvenna, sem upplifðu erfiðleika vegna trúar sinnar á Jesú Krist. Þegar Joseph Smith stóð frammi fyrir andstöðu vegna sýnar sinnar, fann hann til samkenndar með Páli postula, sem líka var ofsóttur fyrir að segjast hafa séð sýn. Hvað innblæs ykkur til að vera sönn vitnisburði ykkar er þið lesið frásögn Josephs? Hvaða önnur fordæmi – í ritningunum eða fólk sem þið þekkið – efla ykkur kjark til að vera sönn þeim andlegu upplifunum sem þið hafið hlotið?

Táknmynd fjölskyldunáms

Hugmyndir að ritningarnámi og kvöldstund fjölskyldunnar

Joseph Smith – Saga 1:6.Hvernig getum við tekist á við ágreining án þess að lenda í deilum eins og fólkið sem sagt er frá í þessum versum?

Joseph Smith – Saga 1:11–13.Lestur þessara versa gæti innblásið fjölskyldumeðlimi til að segja frá upplifunum þegar ritningarvers hafa snert hjörtu þeirra og knúið þá til að bregðast við.

Joseph Smith – Saga 1:16–20.Þegar fjölskylda ykkar les þessi vers, hugleiðið þá að sýna myndina sem fylgir þessum lexíudrögum eða aðra mynd af Fyrstu sýninni (kannski hefði fjölskylda ykkar gaman að því að teikna sjálf mynd). Þið gætuð líka horft á myndbandið „Ask of God: Joseph Smith’s First Vision [Spyrjið Guð: Fyrsta sýn Josephs Smith]“ (ChurchofJesusChrist.org). Hvert ykkar gæti búið til lista yfir sannleika sem við lærum af þessari sýn og síðan miðlað listunum innbyrðis. Þetta væri tilvalin stund fyrir fjölskyldumeðlimi til að segja frá því hvernig þeir hlutu vitnisburð um Fyrstu sýn Josephs Smith.

6:37

Joseph Smith – Saga 1:17.Þegar Guð birtist Joseph Smith, nefndi hann Joseph með nafni. Hvenær hafa meðlimir fjölskyldu ykkar fundið að himneskur faðir þekki þá persónulega?

Joseph Smith – Saga 1:21–26.Hvernig getum við brugðist við þegar fólk efast um vitnisburð okkar?

Finna má fleiri hugmyndir fyrir kennslu barna í Lexíudrög þessarar viku í Kom, fylg mér – Fyrir Barnafélagið.

Tillaga að söng: „Fyrsta bæn Josephs Smith,“ Sálmar, nr. 10.

Táknmynd radda endurreisnarinnar

Raddir endurreisnarinnar

Fjölskylda Josephs Smith

Við verðum öll fyrir miklum áhrifum af fjölskyldulífi okkar og Joseph Smith var þar engin undantekning. Trúariðkun og trúarsannfæring foreldra hans varð til að gróðursetja sáðkornið sem gerði endurreisnina mögulega. Í dagbók Josephs er þessi færsla lofsemdar: „Orð og tunga ná ekki að tjá þakkarskuld mína við Guð, fyrir að hafa séð mér fyrir svo heiðvirðum foreldrum.“1

Eftirfarandi tilvitnanir í móður hans, Lucy Mack Smith; bróður hans, William Smith; og spámanninn sjálfan gefa hugmynd um hin trúarlegu áhrif á heimili Smith-fjölskyldunnar.

Smith-fjölskyldan

Fjölskylda Josephs Smith, eftir Dan Baxter

Lucy Mack Smith

Lucy Mack Smith

„[Árið 1802] varð ég veik. … Ég sagði við mig sjálfa að ég væri ekki tilbúin til að deyja, því ég þekkti ekki vegu Krists og mér fyndist sem djúp og mikil gjá væri á milli mín og Krists, sem ég vogaði mér ekki að reyna að fara yfir. …

 Ég leit til Drottins og grátbað Drottin um að þyrma lífi mínu, svo ég gæti alið upp börn mín og hughreyst hjarta eiginmanns míns. Þannig lá ég alla nóttina. … Ég lofaði Guði, [að] ef hann leyfði mér að lifa, myndi ég keppa að þeirri trú sem gerði mér kleift að þjóna honum réttilega, hvort sem hún væri í Biblíunni eða fyndist annarsstaðar, jafnvel þótt hún hlytist frá himni með bæn og trú. Loks talaði rödd til mín og sagði: ,Leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Hjarta yðar skelfist ekki. Trúið á Guð og trúið á mig.‘ …

Frá þessari stundu hlaut ég smám saman styrk að nýju. Ég sagði fátt um trúmál, þótt það ætti hug minn allan og ég hugsaði mér að leita af kostgæfni að einhverjum guðhræddum einstaklingi um leið og ég gæti, sem þekkti vegi Guðs, til að fræða mig um það sem himins væri.“2

William Smith

William Smith

„Móðir mín, sem var afar guðhrædd kona og lét sér afar annt um velferð barna sinna, bæði hér og hér eftir, hagnýtti sér allar þær aðferðir sem móðurást hennar knúði fram, til að fá okkur til að leita sáluhjálpar eða (eins og það var þá kallað) ,ná sér í trú.‘ Hún hafði sigur við að fá okkur á samkomur og næstum allir í fjölskyldunni urðu áhugasamir um efnið og sannleiksleitendur.“3

„Við höfðum alltaf fjölskyldubænir svo langt aftur sem ég man. Ég man vel eftir því að faðir minn var vanur að hafa gleraugun sín í vestisvasanum … og þegar við strákarnir sáum hann þreifa eftir gleraugunum, vissum við að það var merki um að búa sig undir bæn, og ef við tókum ekki eftir því, sagði móðir okkar: ,William,‘ eða nafn þess sem ekki var með á nótunum, ,hafðu þig til fyrir bænina.‘ Að bæn lokinni, var söngur sunginn.“4

Gleraugu á ritningum

Joseph eldri og Lucy Smith kenndu börnum sínum að læra ritningarnar.

Joseph Smith

Joseph Smith

„Ég segi núna að [faðir minn] gerði aldrei neitt illt af sér, sem segja mætti að væri smásálarlegt, í þessu lífi, svo best sem ég veit. Ég elskaði föður minn og minningu hans; og minningin um göfug verk hans hvílir þungt á huga mínum; og mörg hans ljúfu og föðurlegu orð til mín eru skrifuð á hjartaspjöld mín. Þær hugsanir eru mér helgar sem ég hef varðveitt um lífsveg hans, sem hafa sprottið upp í hug minn og fest þar rætur, með því að fylgjast með honum frá fæðingu. … Móðir mín er líka ein göfugasta og besta kona allra.“5

Fyrsta sýnin

Fyrsta sýn endurreisnarinnar, eftir Michael Bedard