Jólasamkomur
Heims um ból, helg eru jól


Heims um ból, helg eru jól

Mig langar að segja ykkur tvær sögur af mér sem hafa hvílt á huga mínum í mörg ár og eru enn þann dag í dag að kenna mér þær lexíur sem ég þarf að læra.

Sú fyrri gerðist þegar ég var 6 ára gömul. Kórstjórinn okkar í 5. Deildinni í Hunter, var systir Beverely Whitley. Ég geri mér grein fyrir því núna að hún var líklega ekki nema 40 ára gömul, en hún átti táninga og okkur börnunum í yngri bekkjum Barnafélagsins fannst hún mjög þroskuð og vitur. Hún var skemmtileg og kom fram við okkur eins og við værum smávaxið fullorðið fólk og við kunnum vel við það. Við dáðumst að henni og vildum gera henni til geðs. Hún sagði okkur að við gætum sungið svo hátt að foreldrar okkar gætu heyrt í okkur í næsta herbergi. Ekki hrópa – en að syngja hátt og snjallt! Við sungum þá af öllu hjarta. Hún kenndi okkur söng úr sálmabók fullorðna fólksins og sagði okkur að hún vissi að við værum nægilega þroskað tónlistarfólk til að leggja erfiðu orðin á minnið. Síðan útskýrði hún hvað orðin þýddu, svo að við myndum skilja þau. Hún kenndi okkur að hver söngur innihéldi sérstök persónuleg skilaboð til okkar og ef við hugsuðum um orðin, þá myndum við finna þau skilaboð sem ættu við í okkar eigin lífi.

Þessi jól reyndi ég að hagnýta það sem systir Whitley kenndi okkur, er ég lagði öll versin í „Heims um ból“ á minnið. Til að byrja með þá vil ég biðja þýðendurna afsökunar fyrirfram, því þetta verður flókið. Sem sex ára barn, hugsaði ég mikið um orðin í öðru versinu, en skildi ekki greinarmerkingarnar. Í staðinn fyrir að syngja „konungur lífs vors og ljóss,“ sem sagt að tjáningin um að konungur okkar, Jesús, væri líf okkar og ljós, þá skildi ég það þannig að hann færði okkur það sjálfur – að hann elskaði líf og ljós. Hugsandi líkt og systir Whitley, reyndi ég að finna út úr því hvernig ég gæti líka elskað „líf og ljós“ eins og Jesús gerir.

Sú seinni gerðist þegar ég var níu ára gömul. Eins og margir aðrir krakka, þá var ég í píanókennslu. Ég var ekkert sérstaklega hæfileikarík og kannski til að hvetja mig áfram bað biskupinn mig að spila jólalag á sakramentissamkomu á aðfangadag. Ég ákvað að spila „Heims um ból.“ Píanókennarinn minn hjálpaði mér að undirbúa það. Foreldrar mínir hlustuðu á mig spila það bókstaflega 100 sinnum á svarta píanóið okkar í kjallaranum heima. Einhver lagði til að ég ætti kannski að leggja lagið á minnið og nota ekki nóturnar, en ég var svo taugaóstyrk yfir því að spila fyrir framan alla í deild minni að ég gat ekki lagt tónlistina á minnið. Í staðinn fékk ég hugmynd. Ég myndi taka nóturnar með mér, en í stað þess að leggja þær á píanóið myndi ég leggja þær í kjöltu mína. Ég gæti horft niður á hendur mínar og séð tónlistina, en það myndi líta út eins og ég hefði lagt lagið á minnið. Þessi áætlun virkaði frábærlega í um 20 sekúndur. Ég hafði lagt nóturnar ofan á silki jólapilsið mitt og er ég byrjaði að spila var pilsefnið svo sleipt að nóturnar runnu af pilsinu mínu í miðju fyrsta versinu og hurfu algerlega undir píanóið. Ég var algerlega föst. Það var enginn möguleiki að ná í nóturnar og hugur minn var tómur. Ég beit á jaxlinn og reyndi að gera mitt besta. Það var alger hryllingur.

Í skelfingu sló ég á rangar nótur og ég gat séð fólk herpast saman í áhorfendahópnum. Ég hökti í gegnum annað versið. Ég tók þá skynsamlegu ákvörðun að sleppa þriðja versinu og flýtti mér niður ganginn, eldrauð í framan og reyndi að gráta ekki. Foreldrar mínir hvísluðu: „Hvað gerðist? Þú kunnir lagið svo vel.“ Ég gat ekki beðið eftir að komast út út kirkjunni Ég vildi ekki tala við neinn og var niðurlægð og skömmustuleg. Er samkomunni lauk kom sunnudagaskólakennari minn, systir Alma Heaton til mín, fullorðin kona. Ég reyndi að forðast hana en hún tók í hönd mína. Í staðinn fyrir að segja mér hve vel þetta hefði tekist, sem allir vissu að var ósatt, sagði hún nokkuð sem ég mun muna alla mína æfi. Hún sagði: „Sharon, það skiptir engu máli hvernig þetta heppnaðist. Allir gátu séð hvað þú lagðir þig mikið fram og við elskum þig hvort sem þú getur spilað á píanó eða ekki.“

Það var sannleikurinn. Hann var hins vegar ekki eins sár og ég hafði átt von á. Sannleikurinn var sá að ég hafði lagt mig fram og þau elskuðu mig þó að ég gæti ekki spilað á píanóið. Ég brosti litlu brosi og hún faðmaði mig að sér eins og aðeins gamlar konur kunna og allt í einu var allt í lagi.

Beverly Whitley og Alma Heaton gerðu ekkert óvenjulegt. Þær skrifuðu ekkert í dagbækurnar sínar. Enginn í fjölskyldum þeirra þekkir þessar sögur. Þær voru einfaldlega að kenna litlum börnum hvernig þau ættu að syngja og að skilja fagnaðarerindið. Hvað gat verið hversdagslegra? Nema að það var það ekki. Ef þú spyrð mig hvernig „líf vort og ljós“ lítur út, þá lítur það út eins og Beverly Whitley. Það lítur út eins og Alma Heaton. Hvor þeirra fyrir sig gæti þekkt „ljós“ lítils barns sem reyndi eins og það gat og elskað það fyrir það, jafnvel þó að það væri ekki fullkomið.

Himneskur faðir okkar er nákvæmlega svona. Hann sér okkur, litlu börnin hans, leggja sig fram. Tilraunir okkar takast ekki alltaf, en hann veit hve mikla vinnu við leggjum í þetta – stundum bítum við á jaxlinn og sláum harmkvælanótur – og hann elskar okkur fyrir það. Þrátt fyrir alla ósamhljóma, falska og óþekkjanlega tónlist, þá sendi hann eingetinn son sinn, sem er líf vort og ljós. Jesús Kristur lagar allar misheppnaðar nótur og endurleysir alla falska yfirtóna ef við snúum til hans og biðjum hann um hjálp. Vegna fæðingar, friðþægingar og dauða Jesú Krists eigum við öll „samastað syninum hjá.“1

Hve glöð ég er á þessari jólahátíð, að syngja söngva sem flytja sérstök skilaboð frá frelsara heimsins til þeirra sem bera sársauka í hjarta sér. Ég lofa ykkur því sama og systir Whitley lofaði Barnafélaginu. Ef þið hugsið um orðin sem þið syngið um þessa hátíð, þá munið þið finna guðlegan boðskap sem er sniðinn sérstaklega að ykkur, sem mun lyfta ykkur upp og veita ykkur huggun Hér er einn sem hefur snert mig á þessari jólahátíð. Ég hef haft svo miklar áhyggjur af þeim sem hjálparstarfið okkar nær ekki til og hvernig þjóðirnar gera okkur stundum erfitt fyrir með að komast til bræðra og systra sem þjást. Í Líknarfélaginu í morgun tók ég eftir sálminum sem við sungum:

Ó blessa þú Jesú, öll börnin þín hér,

að búa þau fái, á himnum með þér.2

Ég ber þess vitni að sonur Guðs elskar líf vort og ljós go að hann er konungur lífs vors og ljóss. Í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. „Heims um ból,“ Sálmar, nr 79

  2. „Away in a Manger,“ (Þá nýfæddur Jesú) Hymns, nr. 206.

Prenta