2010–2019
Sýnin um endurlausn hinna dánu
Október 2018


Sýnin um endurlausn hinna dánu

Ég ber vitni um að sýnin sem Joseph F. Smith forseti meðtók er sönn. Ég ber vitni um að allir geta komist að því að hún er sönn.

Bræður og systur, ræða mín var undirbúin nokkru fyrir fráfall ástkærrar konu minnar, Barböru. Ég og fjölskylda mín þökkum ykkur fyrir kærleika ykkar og góðvild í verki. Ég bið þess að Drottinn muni blessa mig er ég tala til ykkar hér í dag.

Í október 1918, fyrir 100 árum síðan, meðtók spámaðurinn Joseph F. Smith dásamlega sýn. Eftir nærri 65 ára einlæga þjónustu fyrir Drottinn í Kirkju Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu og einungis nokkrum vikum fyrir dauða sinn þann 19. nóvember, 1918, sat hann í herbergi sínu og hugleiddi friðþægingarfórn Krists og las lýsingu Péturs postula um þjónustu frelsarans í andaheimum, eftir krossfestinguna.

Hann skráði: „Það sem ég las hafði mikil áhrif á mig. … Meðan ég ígrundaði það … lukust augu skilnings míns upp og andi Drottins hvíldi yfir mér og ég sá herskara hinna dánu.“ Allur texti sýnarinnar er skráður í Kenningu og sáttmála, kafla 138.

Leyfið mér að veita smá bakgrunnsupplýsingar svo að við getum betur metið þann ævilanga undirbúning Josephs F., að því að meðtaka þessa merkilegu sýn.

Joseph og Hyrum á hestbaki

Þegar hann var forseti kirkjunnar, heimsótti hann Nauvoo árið 1906 og minntist þess þegar hann var fimm ára gamall. Hann sagði: „Þetta er nákvæmlega sá staður sem [Joseph, föðurbróðir minn og Hyrum, faðir minn] riðu hjá á leið þeirra til Carthage. Án þess að fara af hestinum hallaði faðir minn sér yfir hnakkinn og lyfti mér af jörðunni. Hann kyssti mig kveðjukossi, setti mig aftur niður og ég horfði á eftir honum ríða burtu.“

Næsta skipti sem Joseph F. sá þá, var þegar móðir hans, Mary Fielding Smith, lyfti honum upp til að sjá píslarvottana þar sem þeir lágu hlið við hlið, eftir að hafa verið myrtir á hrottalegan hátt í Carthage fangelsinu, 27. júní, 1844

Tveimur árum seinna yfirgaf Joseph F. heimili sitt í Nauvoo, ásamt fjölskyldu sinni og trúfastri móður, Mary Fielding Smith og stefndi á Vetrarstöðvarnar. Þó hann hafi ekki verið nema tæplega átta ára gamall, var ætlast til þess að hann myndi keyra eitt uxaeykið frá Montrose, Iowa, til Vetrarstöðvanna og síðan inn í Salt Lake dalinn, þangað sem hann kom tæplega 10 ára gamall. Ég vona að þið drengir og ungu menn séuð að hlusta og gerið ykkur grein fyrir þeirri ábyrgð og væntingum sem voru lagðar á Joseph F. í æsku hans.

Einungis fjórum árum seinna, árið 1852, þegar hann var 13 ára gamall, lést ástkær móðir hans – og Joseph og systkini hans voru munaðarlaus.

Joseph F. var kallaður sem fastatrúboði til Havaí eyjanna, árið 1854, þegar hann var 15 ára gamall. Þetta trúboð, sem varði í rúm 3 ár, var upphaf þjónustu hans í kirkjunni sem varði allt hans líf.

Þegar hann kom aftur til Utah, árið 1859, giftist Joseph F. Næstu árin var líf hans uppfullt af vinnu, fjölskyldu verkefnum og tveimur viðbótar trúboðum. Þann 1. júlí, 1866, þá 27 ára gamall, breyttist líf Joseph F. varanlega er Brigham Young vígði hann sem postula. Í október næsta ár, fyllti hann upp í laust sæti í Tólfpostularáðinu. Hann þjónaði sem ráðgjafi Brigham Young, John Taylor, Wilford Woodruff og Lorenzo Snow áður en hann varð sjálfur forseti árið 1901.

Joseph F. og kona hans, Julina, buðu fyrsta barn sitt, Mercy Josephine, velkomið inn í fjölskyldu sína. Hún var einungis tveggja og hálfs árs gömul er hún lést. Stuttu síðar skráði Joseph F: „Í gær er einn mánuður síðan elsku … Josephine mín dó. Ó! Að ég hefði getað bjargað henni til að vaxa upp í að verða fullvaxta kona. Ég sakna hennar á hverjum degi og ég er einmanna. … Guð fyrirgefi mér veikleika minn, ef það er rangt að elska litlu börnin mín eins og ég geri.

Á meðan hann lifði, missti Smith forseti föður sinn, móður, einn bróður, tvær systur, tvær eiginkonur og þrettán börn. Hann þekkti sorgina vel og að missa ástvini sína.

Þegar sonur hans Albert Jesse dó, skrifaði Joseph F. til Mörthu Ann systur sinnar að hann hefði grátbeðið Drottin um að bjarga honum og því næst spurði hann: „Hvers vegna er þetta svona? Ó, Guð, því þarf það að vera?“

Þrátt fyrir bænir sínar á þessari stundu, fékk Joseph F. engin svör varðandi þetta mál. Hann sagði Mörthu Ann að „himnarnir [virtust eins og] eir yfir höfðum okkar“ varðandi málefnið um dauða og andaheim. Hins vegar var trú hans á eilíf loforð Drottins ákveðin og stöðug.

Þegar tími Drottins var réttur, fékk Smith forseti þessi viðbótar svör sem hann hafði leitað að, huggunina og skilninginn á andaheiminum, í gegnum hina stórkostlegu sýn sem hann hlaut í október 1918.

Þetta ár var honum einstaklega sársaukafullt. Hann syrgði mannfallið í fyrri heimstyrjöldinni, sem hélt áfram að stíga, yfir 20 milljón manns þegar látnir. Til viðbótar var spænska veikin að dreifa sér um veröldina og tók allt að 100 milljón manns.

Öldungur Hyrum Mack Smith

Á þessu ári missti Smith forseti einnig þrjá aðra ástkæra fjölskyldumeðlimi. Öldungur Hyrum Mack Smith úr Tólfpostulasveitinni, frumborinn sonur hans, og afi minn, dó skyndilega með sprunginn botnlanga.

Smith forseti skrifaði: „Ég er orðlaus – [dofinn] af sorg! … Hjarta mitt er brostið; og flöktir í von um líf! … Ó! Ég elskaði hann! … Ég mun elska hann um eilífð. Þannig er það og mun ætíð vera þannig um alla syni mína og dætur, en hann er elsti sonur minn, sá fyrsti til að færa mér gleði og von um óendanlegt, heiðvirt nafn meðal manna. … Frá hyldýpum sálar minnar, þakka ég Guði fyrir hann! En … Ó! Ég þarfnaðist hans! Við þörfnuðumst hans öll! Hann var svo nýtur þjónn kirkjunnar. … Hvað nú … Ó! Hvað get ég gert! … Ó! Guð hjálpi mér!“

Næsta mánuð lést tengdarsonur Smith forseta, Alonzo Kesler, einnig í hræðilegu slysi. Smith forseti skrifaði í dagbók sína: „Þetta, hið hræðilegasta og átakanlegasta dauðaslys, hefur enn á ný kastað drunga yfir alla fjölskyldu mína.“

Sjö mánuðum seinna, í september 1918, lést tengdadóttir Smith forseta, og amma mín, Ida Bowman Smith, eftir að hafa fætt fimmta barn sitt, Hyrum, föðurbróður minn.

Nú var það þannig þann 3. október, 1918, eftir að hafa upplifað átakanlega sorg yfir þeim milljónum sem dáið höfðu um heim allan í gegnum stríð og sjúkdóma og einnig dauða fjölskyldumeðlima hans, að Smith forseti meðtók hina himnesku opinberun, sem kallast „Sýnin um endurlausn hinna dánu.“

Joseph F. Smith forseti

Hann vísaði til opinberunarinnar næsta dag á upphafsfundi októberaðalráðstefnunnar. Heilsa Smith forseta var farin að bregðast, en hann talaði stuttlega: „Ég mun ekki, ég þori ekki að reyna að minnast á margt af því sem hvílir á huga mínum þennan morgun og mun fresta um einhvern tíma, ef Drottinn leyfir, tilraun minni að segja ykkur frá nokkrum hlutum sem eru í huga mínum og hjarta. Ég hef ekki lifað einsamall [síðustu] fimm mánuði. Ég hef dvalið í anda bænar, ákalli, trú og ákveðni og hef verið í stanslausum samskiptum við anda Drottins.“

Opinberunin sem hann hlaut 3. október huggaði hjarta hans og veitti svör við mörgum spurningum hans. Við getum einnig fundið huggun og lært um okkar eigin framtíð þegar við og ástvinir okkar deyjum og förum í andaheiminn, með því að nema þessa opinberun og hugleiða mikilvægi hennar í því hvernig við lifum okkar daglega lífi.

Á meðal þeirra hluta sem Smith forseti sá, var heimsókn frelsarans til hinna trúföstu í andaheim, eftir dauða hans á krossinum. Ég vitna í sýnina:

„En sjá, meðal hinna réttlátu skipulagði hann sveitir sínar og tilnefndi sendiboða, klædda krafti og valdi, og fól þeim að ganga fram og flytja ljós fagnaðarerindisins til þeirra, sem í myrkri voru, já, til allra anda mannanna [og kvennanna]og þannig var fagnaðarerindið boðað hinum dánu. …

Þeim var kennd trú á Guð, iðrun syndanna, staðgengilsskírn til fyrirgefningar syndanna og gjöf heilags anda með handayfirlagningu,

Og allar aðrar reglur fagnaðarerindisins, sem nauðsynlegt var fyrir þá að þekkja, til þess að reynast hæfir og dæma mætti þá eftir mönnum í holdinu, en þeir gætu lifað eftir Guði í anda. …

Því að hinir dánu höfðu litið á hina löngu fjarveru anda sinna frá líkömum þeirra sem fjötra.

Þessum kenndi Drottinn og gaf þeim kraft til að koma fram eftir upprisu hans frá dauðum og ganga inn í ríki föður hans og krýnast þar ódauðleika og eilífu lífi,

Og halda áfram starfi sínu, eins og Drottinn hafði heitið, og öðlast hlut í öllum þeim blessunum, sem geymdar eru þeim, sem elska hann.“

Stytta af Joseph og Hyrum Smith

Í sýninni sá Smith forseti föður sinn, Hyrum og spámanninn Joseph Smith. Það höfðu verið 74 ár síðan hann sá þá síðast sem lítill drengur í Nauvoo. Við getum einungis ímyndað okkur gleði hans að sjá ástkæran föður sinn og frænda. Hann hlýtur að hafa fengið innblástur og huggun við að vita að allir andar varðveiti útlit jarðnesks líkama síns og að þeir bíði í óþreyju þess dags að þeir fái hina lofuðu upprisu sína. Sýnin opinberaði betur og á dýpri og víðtækari hátt, áætlun himnesks föður gagnvart börnum hans og endurleysandi elsku Krists og óviðjafnanlegan kraft friðþægingar hans.

Á þessu einstaka aldarafmæli, þá býð ég ykkur að lesa þessa opinberun vandlega og íhugult. Er þið gerið það, megi Drottinn blessa ykkur með enn meiri skilningi og þakklæti fyrir elsku Guðs og sáluhjálparáætlun hans og hamingju fyrir börn hans.

Ég ber vitni um að sýnin sem Joseph F. Smith forseti meðtók, er sönn. Ég ber vitni um að hver sem er getur lesið hana og komist að því að hún er sönn. Þeir sem fá ekki þessa þekkingu í þessu lífi, munu sannarlega kynnast fyllingu hennar þegar allir koma í andaheiminn. Þar munu allir elska og dásama Guð og Drottinn Jesú Krists fyrir hina stórkostlegu sáluhjálparáætlun og blessanir hinnar lofuðu upprisu þegar líkamar og andar munu enn á ný verða sameinaðir og aldrei aðskiljast aftur.

Systir Barbara Ballard

Hve þakklátur ég er fyrir það að vita hvar mín ástkæra Barbara er og að við munum verða saman aftur, með fjölskyldu okkar um alla eilífð. Megi friður Drottins styrkja okkur nú og ávallt, er auðmjúk bæn mín í nafni Jesú Krists, amen.

Heimildir

  1. Kenning og sáttmálar 138:6, 11.

  2. Joseph F. Smith, in Preston Nibley, The Presidents of the Church (1959), 228.

  3. Sjá Joseph Fielding Smith, Life of Joseph F. Smith (1938), 13.

  4. Hann giftist Leviru Clark árið 1859, Julönu Lambson árið 1866, Söruh Richards árið 1868, Ednu Lambson árið 1871, Alice Kimball árið 1883, og Mary Schwartz árið 1884.

  5. Joseph F. Smith var kallaður sem viðbótar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu (Brigham Young, Heber C. Kimball og Daniel H. Wells). Hann þjónaði sem annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu með þremur forsetum kirkjunnar: John Taylor, Wilford Woodruff og Lorenzo Snow.

  6. Joseph F. Smith þjónaði sem ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu undir stjórn Brighams Young og þjónaði sem annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu undir stjórn John Taylor, Wilford Woodruff og Lorenzo Snow. Hann var fyrsti forseti kirkjunnar sem þjónaði í Æðsta forsætisráðinu áður en hann var kallaður sem forseti.

  7. Mercy Josephine, frumburður Joseph F. fæddist 14. ágúst, 1867 og lést 6. Júní, 1870.

  8. Dagbók Joseph F. Smith, þann 7. júlí, 1870, Church History Library, The Church of Jesus Christ of Latter-day Saints, Salt Lake City, Utah.

  9. Joseph F. Smith til Martha Ann Smith Harris, 26. ágúst 1883, Church History Library; sjá Richard Neitzel Holzapfel og David M. Whitchurch, My Dear Sister: The Letters between Joseph F. Smith and His Sister Martha Ann (2018), 290–91.

  10. Í mörgum tilfellum leiðbeindi Drottinn Joseph F. Smith í hans persónulega lífi og í þjónustu hans sem postuli og forseti kirkjunnar í gegnum innblásna drauma, opinberanir og sýnir. Þessar dýrmætu gjafir frá Drottni voru skráðar í dagbækur hans, ræður, endurminningar og opinberar skrár kirkjunnar.

  11. Joseph F. Smith, dagbók, 23. jan 1918, Church History Library; stafsetning og ritmál færð í nútímahorf; sjá Joseph Fielding Smith, Life of Joseph F. Smith, 473–74.

  12. Sjá “A. [P.] Kesler Is Killed in Fall from a Building,” Ogden Standard, 5. feb. 1918, 5.

  13. Joseph F. Smith, dagbók, 4. feb. 1918, Church History Library,.

  14. Sjá “Ida Bowman Smith,” Salt Lake Herald-Republican, 26. sept. 1918, 4.

  15. Joseph F. Smith, í Conference Report, okt. 1918, 2.

  16. Sjá tilvitnun í „[hina dýrðlegu móður] okkar [Evu], ásamt mörgum staðföstum dætrum sínum, sem … höfðu … tilbeðið hinn sanna og lifanda Guð“ (Kenning og sáttmálar 138:39).

  17. Kenning og sáttmálar 138:30, 33–34, 50–52.

  18. Textinn um sýnina birtist fyrst þann 30. nóvember, 1918 í Deseret News, 11 dögum eftir að Smith forseti lést, þann 19. nóvember. Hún var prentuð í desemberútgáfu Improvement Era og í janúar 1919 útgáfum Relief Society Magazine, Utah Genealogical and Historical Magazine, Young Woman’s Journal, og Millennial Star.

  19. Þrátt fyrir að glötunarsynirnir rísi upp, þá má vera að þeir muni ekki veita himneskum föður og Jesú Kristi kærleika og lof, eins og þeir sem munu hljóta dýrðarríki. Sjá Alma 11:41; Kenning og sáttmálar 88:32–35.