2010
Hvað er sönn fegurð?
júní 2010


Unglingar

Hvað er sönn fegurð?

Í boðskapnum segir Monson forseti: „Í þessum heimi virðist siðferðislegur persónuleiki oft lúta í lægra haldi fyrir fegurð eða þokka.“ Vera má að stúlkur eigi í basli með ímynd sína – hverjar þær eru og hvað þær geti orðið. Íhugið þessar hugleiðingar öldungs Lynn G. Robbins, af hinum Sjötíu, um sanna fegurð:

  • Stúlka sem geislar bæði af hamingju og dyggð, ljómar af innri fegurð.

  • Dyggðugt brosið er sannarlega fallegt er það ljómar algerlega á náttúrulegan hátt. Slíka sanna fegurð er ekki hægt að mála á sig, heldur er hún gjöf frá andanum.

  • Hæverska er ytra tákn og skilyrði fyrir innri fegurð.

  • Hulin fegurð sem ástvinir sjá getur orðið að spegli til sjálfsbetrunar.

  • Sá maður sem dyggðug kona vill giftast litur ekki á mennina eins og hinn náttúrulegi maður (sjá 1 Sam 16:7). Hann mun laðast að hinni sönnu fegurð sem geislar frá hennar tæra og glaðværa hjarta. Sama á við um stúlku sem leitar að dyggðugum pilti.

  • Faðir okkar á himni væntir þess að öll börn hans muni velja hið rétta, sem er eina leiðin að varanlegri hamingju og innri fegurð.

  • Það er engin keppni í gangi hjá Drottni. Allir eiga jafnan rétt á því að hafa mynd hans greypta í svip sinn (sjá Al 5:19). Sannari fegurð er ekki til.

Skoðið Lynn G. Robbins, “True Beauty,” New Era, nóv. 2008, 30, til að lesa boðskapinn í heild. Piltar geta lesið svipaðar ráðlegginar í Errol S. Phippen, “Ugly Duckling or Majestic Swan? It’s Up to You,” Liahona, okt. 2009, 36.