2010
Endurnýja sáttmála með sakramentinu
júní 2010


Heimsóknarkennsla, júní 2010

Endurnýja sáttmála með sakramentinu

Kennið þessar ritningargreinar og tilvitnanir, eða aðrar reglur ef þarf, sem verða systrunum sem þið heimsækið til blessunar. Berið vitni um kenninguna. Bjóðið þeim sem þið heimsækið að segja frá því hvað þeim finnst og hvað þær hafi lært.

Jesús Kristur innleiddi sakramentið

„Jesús [tók] brauð, þakkaði Guði, braut það og gaf lærisveinunum og sagði: ,Takið og etið‘ (Matt 26:26). ,Þetta er líkami minn, sem fyrir yður er gefinn. Gjörið þetta í mína minningu‘ (Lúk 22:19). Á svipaðan hátt tók hann bikar af víni, sem yfirleitt var þynnt með vatni, bað um þakkarblessun, rétti þeim sem umhverfis hann voru og sagði: ,Þetta er blóð mitt, blóð sáttmálans,‘ ,úthellt … til fyrirgefningar synda.‘ ,Gjörið þetta í mína minningu.‘ …

Síðan þessi atburður átti sér stað í loftsalnum kvöldið fyrir Getsemane og Golgata hafa börn fyrirheitsins verið undir þeim sáttmála að minnast fórnar Krists á þennan nýja, æðri, heilagri og persónulegri hátt.“1

Öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni.

Við endurnýjum skírnarsáttmála okkar með sakramentinu

„Þegar við skírumst tökum við á okkur hið heilaga nafn Jesú Krists. Að taka á okkur nafn hans er einn þýðingarmesti atburðurinn í lífi okkar. …

Á sakramentissamkomu í viku hverri lofum við að minnast friðþægingar frelsarans er við endurnýjum skírnarsáttmála okkar. Við lofum að gera eins og frelsarinn gerði — að vera hlýðin föðurnum og halda boðorð hans ætíð. Sú blessun sem við hljótum í staðinn er að hafa anda hans ætíð með okkur.“2

Öldungur Robert D. Hales í Tólfpostulasveitinni.

„Ég var með átta ára stúlku á skírnardegi hennar. Þegar dagurinn var á enda runninn sagði hún full trausts: ,Ég hef verið skírð í heilan dag og hef ekkert syndgað!‘ En þessi fullkomni dagur hennar var ekki varanlegur og ég þykist viss um að þegar hér er komið þá sé hún að læra, líkt og við öll, að hversu hart sem við leggjum að okkur þá getum við ekki alltaf forðast allar slæmar aðstæður, allt rangt val. …

… Okkur er ekki mögulegt gera varanlegar breytingar á eigin spýtur. Okkar eigin vilji og góði ásetningur dugar skammt. Þegar við gerum mistök eða tökum slæmar ákvarðanir, verðum við að leita hjálpar frelsarans til að komast aftur á rétta braut. Við meðtökum sakramentið í viku hverri, til að sýna þá trú okkar, að máttur hans geti breytt okkur. Við játum syndir okkar og heitum því að láta af þeim.“3

Julie B. Beck, aðalforseti Líknarfélagsins.

Heimildir

  1. Jeffrey R. Holland, “This Do in Remembrance of Me,” Ensign, nóv. 1995, 67.

  2. Robert D. Hales, “The Covenant of Baptism: To Be in the Kingdom and of the Kingdom,” Liahona, jan. 2001, 8.

  3. Julie B. Beck, „Minnast, iðrast og breytast,“ Aðalráðstefna, apríl 2007, 119–121.

Hugmyndir fyrir heimsóknarkennara

Leitið leiða til að hjálpa systurinni að endurnýja sáttmála sína með sakramentinu, er þið kynnist henni og fjölskyldu hennar. Gætuð þið, ef hún sækir ekki sakramentissamkomu, boðið henni á sakramentissamkomu eða boðist til þess að hjálpa henni að komast þangað (boðið henni far, aðstoð með börnin, setið hjá henni í kirkju og annað slíkt)?

Eigin undirbúningur

Lúk 22:19–20

1 Kor 11:23–28

3 Ne 18:1–12

Prenta