2011
Taka áskorun um þakklæti
desember 2011


Æskufólk

Taka áskorun um þakklæti

Við skulum ekki aðeins tala um að minnast blessana okkar — gerum það líka! Skrifið eitt hundrað hluti sem þið eruð þakklát fyrir. Ef það hljómar of mikið, reynið þá þetta:

  1. Skrifið tíu atriði líkamlegrar hæfni sem þið eruð þakklát fyrir.

  2. Skrifið tíu efnislegar eigur sem þið eruð þakklát fyrir.

  3. Skrifið nöfn tíu lifandi einstaklinga sem þið eruð þakklát fyrir.

  4. Skrifið nöfn tíu látinna einstaklinga sem þið eruð þakklát fyrir.

  5. Skrifið tíu atriði sem tengjast náttúrunni sem þið eruð þakklát fyrir.

  6. Skrifið tíu atriði dagsins í dag sem þið eruð þakklát fyrir.

  7. Skrifið tíu staði á jörðu sem þið eruð þakklát fyrir.

  8. Skrifið tíu nútíma uppfinningar sem þið eruð þakklát fyrir.

  9. Skrifið nöfn tíu matarrétta sem þið eruð þakklát fyrir.

  10. Skrifið tíu atriði um fagnaðarerindið sem þið eruð þakklát fyrir.

Þegar við búum til slíkan lista komumst við að því að eitt hundrað atriði eru aðeins lítill hluti alls þess sem Guð hefur gefið okkur.

Prenta