Boðskapur heimsóknarkennara, desember 2011
Breitt verkefnasvið
Lærið efnið og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar.
Drottinn, kirkja hans, fjölskyldur og samfélög hafa þörf fyrir áhrif réttlátra kvenna. Öldungur M. Russell Ballard í Tólfpostulasveitinni, sagði að „sérhver systir í þessari kirkju sem hefur gert sáttmála við Drottin, hefur guðlegan möttul til að hjálpa til við björgun sálna, til að hjálpa til við að leiða konur þessa heims, til að efla heimili Síonar og til að byggja upp ríki Guðs.“1
Sumar systur kunna að velta fyrir sér hvort þær fái áorkað slíkum háleitum markmiðum. En líkt og Eliza R. Snow (1804–87), annar aðalforseti Líknarfélagsins, sagði: „Engin systir er svo einangruð, og verkefnasvið hennar svo þröngt, að hún fái ekki komið miklu til leiðar við að byggja upp ríki Guðs á jörðu.“2 Systir Snow sagði enn fremur að Líknarfélaginu væri ætlað að „vinna að sérhverju góðu og göfugu verkefni.“3
Þátttaka í Líknarfélaginu breikkar áhrifasvið okkar, þar sem hverri systur er gefinn kostur á að rækta trú, að efla fjölskyldur og heimili og veita þjónustu, bæði heima og hvarvetna um heim. Og til allrar lukku þurfa verkefni okkar sem einstaklinga og systra í Líknarfélaginu ekki að vera umfangsmikil og yfirþyrmandi, heldur úthugsuð og mótsagnalaus. Réttlát verk, líkt og daglegar persónulegar bænir, daglegur ritningarlestur og stöðug efling kirkjukallana, mun auka trú og bygga upp ríki Drottins.
Við systur sem velta fyrir sér hvort slík, að því er virðist, yfirlætislaus verkefni fái einhverju áorkað, sagði öldungur Ballard: „Sérhver systir sem styður sannleika og réttlæti dregur úr áhrifum hins illa. Sérhver systir sem eflir og verndar fjölskyldu sína er að gera verk Guðs. Sérhver systir sem lifir líkt og kona Guðs verður öðrum ljós til að fylgja og gróðursetur sáðkorn réttlátra áhrifa til uppskeru á komandi áratugum.“4
Úr ritningunum
Úr sögu okkar
Eliza R. Snow, sem þjónaði sem ritari við stofnun Líknarfélagsins í Nauvoo, var kölluð af Brigham Young forseta (1801–77) til að ferðast um kirkjuna og hjálpa biskupum að skipuleggja Líknarfélagið í deildum þeirra.
Systir Snow sagði: „Ef einhver dóttir og móðir í Ísrael upplifir á einhvern hátt að henni sé sniðinn þröngur stakkur á verkefnasviði sínu, munu þær nú hafa nægilegt svigrúm í öllu til að láta gott af sér leiða, sem þeim er svo ríkulega gefið að gera. … Young forseti lauk upp dyrum að breiðu og umfangsmiklu verkefnasviði og nytsemd.“5
© 2011 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/10. Þýðing samþykkt: 6/10. Þýðing á Visiting Teaching Message, December 2011. Icelandic. 09772 190