Æskufólk
Ég sigraðist á sorginni
Höfundurinn er frá Taiwan.
Þegar vinir mínir, bróðir Chen og eiginkona hans, voru skírðir í deild okkar, varð ég afar glaður. Ári eftir skírn þeirra voru þau innsigluð í musterinu og sonur þeirra, sem hafði látist áður en þau gengu í kirkjuna, var innsiglaður þeim. Það var dásamlegt að fylgjast með Chens-hjónunum taka framförum í fagnaðarerindinu.
Bróðir Chen lét síðan lífið í bílslysi ári síðar. Eftir slysið virtist lát hans ætíð vera í huga mér og oft ásækja mig í draumum mínum. Ég vaknaði í táraflóði og spurði aftur og aftur: „Af hverju? Af hverju leyfir Drottinn slíkum harmleik að gerast? Af hverju þarf slíkur harmleikur að gerast fyrir þessa dásamlegu fjölskyldu?“ Dag einn er ég var að velta þessum spurningum fyrir mér tók ég upp kennslubók og las þessi orð Spencer W. Kimball forseta (1895–1985):
„Ef við lítum á jarðlífið sem okkar einu tilveru, verða sársauki, sorg, mistök og ótímabær dauði aðeins ógæfa. Ef við lítum hinsvegar á lífið sem eilíft, að það eigi sér langa fortilveru og ævarandi framtíð eftir dauða, er hægt að sjá atburðarásina í réttu samhengi. …
Er freistingum ekki ætlað að láta reyna á styrk okkar, sjúkdómum að láta reyna á þolgæði okkar, dauðanum að gera okkur kleift að verða ódauðleg og dýrðleg?“1
Á þessari stundu ákvað ég að hætta að syrgja og kynna mér hina fyrirheitnu og mögulegu framtíð. Í huga mínum sá ég bróður Chen fagnandi við endurfundi fjölskyldu sinnar. Sú sýn færði mér frið. Ég veit að himneskur faðir mun veita okkur visku og hugrekki til að takast á við andstreymi.