2013
Sjálfsbjörg
september 2013


Boðskapur heimsóknarkennara, september 2013

Sjálfsbjörg

Lærið efnið í bænarhug og ræðið það við systurnar sem þið heimsækið, eins og við á. Nýtið spurningarnar ykkur til hjálpar við að styrkja systurnar og gera Líknarfélagið að virkum þætti í lífi ykkar. Frekari upplýsingar eru á reliefsociety.lds.org.

Merki Líknarfélagsins

Trú, fjölskylda, líkn

Sjálfsbjörg er sá eiginleiki og sú skuldbinding og viðleitni að sjá fyrir andlegri og stundlegri velferð okkar sjálfra og fjölskyldna okkar.1

Þegar við lærum og hagnýtum reglur sjálfsbjörgunar á heimilum okkar og í samfélögum okkar, getum við annast fátæka og nauðstadda og hjálpað öðrum að verða sjálfsbjarga, svo þeir fái staðist örðug tímabil.

Ábyrgð okkar og skylda er að nota sjálfræði okkar til að verða andlega og stundlega sjálfbjarga. Öldungur Robert D. Hales, í Tólfpostulasveitinni, ræddi um andlega sjálfsbjörg og hvernig við erum háð himneskum föður: „Við umbreytumst og verðum andlega sjálfbjarga þegar við lifum bænheit eftir sáttmálum okkar—með því að taka verðug sakramentið, vera verðug musterismeðmæla og fórna til að þjóna öðrum.“2

Öldungur Hales hvatti okkur til að vera stundlega sjálfbjarga, „sem meðal annars felur í sér framhaldsmenntun eða verknámsþjálfun, starfsþjálfun og að lifa innan tekjumarka. Með því að forðast skuldir og leggja fyrir, búum við okkur undir fulla kirkjuþjónustu á komandi árum. Tilgangur bæði stundlegrar og andlegrar sjálfbjargar er að komast á hærri jörð svo við getum lyft öðrum í neyð.“3

Úr ritningunum

Matt 25:1–13; 1 Tím 5:8; Alma 34:27–28; K&S 44:6; 58:26–29; 88:118

Úr sögu okkar

Eftir að hinir Síðari daga heilögu höfðu komið saman í Saltvatnsdalnum, sem var afskekkt eyðimörk, vildi Brigham Young forseti að þeir döfnuðu þar og kæmu sér upp heimilum til frambúðar. Það hafði í för með sér að hinir heilögu þurftu að læra til verka til að geta orðið sjálfbjarga. Í því verkefni hafði Young forseti mikla trú á getu, hæfileikum, trúfesti og fúsleika kvennanna og hvatti þær áfram í ákveðnum stundlegum skylduverkum. Þótt skylduverk Líknarfélagssystranna sé að mörgu leyti ólík á okkar tíma, eru reglurnar þær sömu:

  1. Hafið unun af vinnusemi og forðist iðjuleysi.

  2. Tileinkið ykkur anda sjálfsfórnar.

  3. Axlið ábyrgð ykkar á að vinna að andlegum styrk, góðri heilsu, menntun, atvinnuþátttöku, öruggum fjárhag, matvælaöflun og öðrum lífsnauðsynjum.

  4. Biðjið um trú og hugrekki til að takast á við erfiðleika.

  5. Styrkið aðra sem þarfnast hjálpar.4

Heimildir

  1. Sjá Handbook 2: Administering the Church (2010), 6.1.1.

  2. Robert D. Hales, „Coming to Ourselves: The Sacrament, the Temple, and Sacrifice in Service,“ Líahóna og Ensign, maí 2012, 34.

  3. Robert D. Hales, „Coming to Ourselves,“ 36.

  4. Sjá Daughters in My Kingdom: The History and Work of Relief Society (2011), 51.

Hvað get ég gert?

  1. Hvernig hjálpa ég systrunum sem ég vaki yfir að finna lausnir við stundlegum og andlegum þörfum?

  2. Efli ég andlegt sjálfsstæði með því að búa mig undir sakramentið og fórna með þjónustu?