Unglingar
Eilíflega tengd fjölskyldu minni
Höfundur býr í Utah, Bandaríkjunum.
Þegar ég var ættleidd þriggja ára gömul, vildi blóðmóðir mín aðeins gera ættleiðinguna mögulega, ef foreldrar mínir samþykktu að ég tæki á móti helgiathöfnum kirkjunnar eftir að ég hafði náð 12 ára aldri. Hún taldi að ég þyrfti að vera nægilega gömul til að gera það upp við mig sjálf, en ég átti afar erfitt með að bíða.
Já, það reyndist mér erfitt að sjá marga vini mína skírast þegar þau urðu 8 ára, en það sem reyndist jafnvel enn erfiðara var að vita að ég gæti ekki innsiglast foreldrum mínum og fimm eldri systkinum fyrr en ég yrði 12 ára. Ég óttaðist að eitthvað kynni að henda mig sem kæmi í veg fyrir að ég gæti innsiglast þeim.
Þegar líða tók að 12 ára afmælinu mínu, tókum við að ráðgera skírnina mína og innsiglunina til fjölskyldu minnar. Foreldrar mínir leyfðu mér að velja í hvaða musteri við yrðu innsigluð. Mér hafði alltaf fundist San Diego musterið í Kaliforníu fallegast, svo allir í fjölskyldunni samþykktu að aka til Kaliforníu vegna innsiglunarinnar.
Ég hlakkaði óumræðileg til þess að verða hluti af eilífri fjölskyldu með foreldrum mínum og systkinum. Meðan á innsiglun minni stóð, fann ég svo sterkt fyrir andanum, að ég fæ því ekki lýst með orðum. Þegar ég nú er loks innsigluð fjölskyldunni minni, er ég ekki lengur áhyggjufull, heldur fullviss og friðsæl yfir því að vita að ég er eilíflega tengd þeim.