2015
Skrásetning
júlí 2015


Æskufólk

Skrásetning

Uchtdorf forseti ber saman okkar tíma og tíma brautryðjendanna. Þótt þið hafið ekki farið yfir slétturnar, eigið þið meira sameiginlegt með brautryðjendunum en þið kunnið að halda! Þið getið líka sýnt samúð, dugnað og bjartsýni. Afkomendur ykkar geta orðið kunnugir ykkur í gegnum dagbók ykkar, á sama hátt og við fáum þekkt brautryðjendurna í gegnum skrásetningu þeirra og vitað að þeir tileinkuðu sér þessa eiginleika.

Gefið ykkur smá tíma til að skrá eitthvað um ykkur sjálf í dagbókina ykkar. Þið getið skrifað um eitthvað andlegt, líkt og hvernig þið hlutuð vitnisburð eða sigruðust á áskorunum með hjálp himnesks föður. Þið getið líka hjálpað barna-barna-barnabörnum ykkar (sem gætu einhvern tíma lesið dagbókina ykkar!) að kynnast ykkar daglega lífi. Hvaða verkefni eruð þið að gera í skólanum? Hvernig er herbergið ykkar umhorfs? Hver er besta minningin ykkar um fjölskylduna?

Þegar þið byrjið á því að skrifa eitthvað dag hvern, munuð þið ekki aðeins sjá betur hvernig himneskur faðir liðsinnir ykkur í daglegu lífi, eins og hann liðsinnti brautryðjendunum, heldur líka skilja eftir arfleifð fyrir afkomendur ykkar.