Boðskapur heimsóknarkennara, júlí 2015
Eiginleikar Jesú Krists: Fyrirgefning og miskunnsemi
Kynnið ykkur efnið sem hér er, í bænaranda og leitið að því sem miðla á. Hvernig getur skilningur á lífi og starfi frelsarans aukið trú ykkar á hann og blessað þær konur sem þið vakið yfir með heimsóknarkennslu? Frekari upplýsingar má finna á reliefsociety.lds.org.
Að skilja að Jesús Kristur hefur verið okkur miskunnsamur og fús til að fyrirgefa, getur auðveldað okkur að fyrirgefa og sýna öðrum samúð. „Jesús Kristur er fyrirmynd okkar,“ sagði Thomas S. Monson forseti. „Líf hans er kærleiksarfur. Hinn sjúka læknaði hann; hinum niðurnídda lyfti hann; hinn synduga frelsaði hann. Reiður múgurinn tók að endingu líf hans. Samt hljóma þessi orð frá Golgatahæð: ‚Faðir, fyrirgef þeim, því að þeir vita ekki, hvað þeir gjöra‘ – sem er æðsta tjáning jarðlífs um kærleika og samúð.“1
Ef við fyrirgefum öðrum misgjörðir þeirra, þá mun faðir okkar á himnum líka fyrirgefa okkur. Jesús bauð: „Verið miskunnsamir, eins og faðir yðar er miskunnsamur.“ (Luke 6:36). „Fyrirgefning synda okkar er háð skilyrðum,“ sagði Dieter F. Uchtdorf forseti, annar ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu. „Við verðum að iðrast. … Höfum við ekki öll, í einn eða annan tíma, beðið bljúg um miskunn og sárbeðið um náð? Höfum við ekki þráð miskunn af allri sálu okkar – að hljóta fyrirgefningu fyrir mistök okkar og drýgðar syndir? … Leyfið friðþægingu Krists að umbreyta og græða hjarta ykkar. Elskið hvert annað. Fyrirgefið hvert öðru.“2
Viðbótarritningagreinar
Úr ritningunum
„Okkur ber að fyrirgefa, já, eins og okkur er fyrirgefið“ sagði öldungur Jeffrey R. Holland í Tólfpostulasveitinni.3 Dæmisagan um glataða soninn útskýrir tvíhliða fyrirgefningu: Öðrum syninum er fyrirgefið og hinn sonurinn á erfitt með að fyrirgefa.
Yngri sonurinn tók arf sinn, eyddi honum fljótt og þegar hungursneyð kom varð starfi hans að gæta svína. Ritningarnar segja: „En nú kom hann til sjálf sín,“ fór aftur heim og sagði föður sínum að hann væri ekki verðugur þess að kallast sonur hans. Faðir hans fyrirgaf honum hins vegar og slátraði alinkálfi og kallaði til veislu. Eldri sonurinn kom heim eftir vinnu á ökrunum og varð reiður. Hann benti föður sínum á þjónustu sína til margra ára, sagðist alltaf hafa haldið boð hans og sagði: „Mér hefur þú aldrei gefið kiðling, að ég gæti glatt mig.“ Faðirinn svaraði: „Barnið mitt, þú ert alltaf hjá mér, og allt mitt er þitt. En nú varð að halda hátíð og fagna, því hann bróðir þinn, sem var dauður, er lifnaður aftur, hann var týndur og er fundinn“ (sjá Lúk 15:11–32).
© 2015 Intellectual Reserve, Inc. Allur réttur áskilinn. Printed in Germany. Samþykkt á ensku: 6/15. Þýðing samþykkt: 6/15. Þýðing á Visiting Teaching Message, July 2015. Icelandic. 12587 190