„Hvað hefur frelsari okkar gert fyrir okkur?,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.
Prestdæmisfundur
Hvað hefur frelsari okkar gert fyrir okkur?
Útdráttur
Hvað hefur Jesús Kristur gert fyrir hvert og eitt okkar? Hann hefur gert allt sem nauðsynlegt er fyrir ferð okkar í gegnum jarðneskt líf í áttina að þeim örlögum sem útlistuð eru í áætlun himnesks föður. Mig langar að ræða fjögur aðalatriði þessarar áætlunar. …
Upprisan gefur okkur heildarsýnina og styrkinn til að standast jarðneskar áskoranir sem við og ástvinir okkar þurfum öll að takast á við. Hún veitir okkur nýja leið til að horfa á þá líkamlegu, hugarfarslegu og tilfinningalegu annmarka sem við höfum við fæðingu eða öðlumst í jarðnesku lífi. Hún veitir okkur styrk til að þola sorgir, mistök og vonbrigði.
Upprisan er okkur líka sterk hvatning til að halda boðorð Guðs í jarðnesku lífi okkar. …
Frelsari okkar og lausnari þoldi óskiljanlegar þjáningar til að verða fórn fyrir syndir allra dauðlegra manna sem myndu iðrast. Friðþægingarfórnin fól í sér hið fullkomna góða, hið saklausa og lýtalausa lamb, fyrir alla hugsanlega illsku, syndir alls heimsins. …
… Jesús kenndi okkur sáluhjálparáætlunina. Þessi áætlun felur í sér sköpunina, tilgang lífsins, nauðsyn andstæðna í öllu og gjöf sjálfræðis. Hann kenndi okkur einnig boðorðin og sáttmálana sem við verðum að hlýða og helgiathafnirnar sem við verðum að meðtaka til að komast aftur heim til himneskra foreldra okkar. …
Frelsarinn skynjar og þekkir baráttu okkar, sorgir, freistingar og þjáningar, því hann upplifði það af eigin raun, sem hluta af friðþægingu sinni. … Þeir sem lifa við einhverskonar jarðneskar hamlanir ættu að hafa í huga að frelsarinn upplifði líka þess konar þjáningar og að fyrir friðþægingu sína, veitir hann styrk til að umbera þær.