„Verja okkar guðlega innblásnu stjórnarskrá,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.
Sunnudagssíðdegi
Verja okkar guðlega innblásnu stjórnarskrá
Útdráttur
Á þessum erfiða tíma hefur mér fundist ég þurfa að ræða hina innblásnu stjórnarskrá Bandaríkjanna. Stjórnarskrá þessi er einkar mikilvæg fyrir meðlimi okkar í Bandaríkjunum, en hún er einnig sameiginlegur alþjóðlegur stjórnarskrárarfur. …
Trú Síðari daga heilagra á guðlegan innblástur, veitir þeim þá sérstöku ábyrgð að viðhalda og verja stjórnarskrá Bandaríkjanna og reglur hennar, hvar sem þeir búa. Við ættum að treysta Drottni og vera jákvæð varðandi framtíð þessarar þjóðar.
Hvað annað ber trúföstum Síðari daga heilögum að gera? Við verðum að biðja þess að Drottinn leiði og blessi allar þjóðir og leiðtoga þeirra. Þetta er hluti af trúaratriðum okkar. Að lúta forsetum eða ráðamönnum, kemur auðvitað ekki á neinn hátt í veg fyrir að við getum verið ósammála einstaklingum, lögum og reglum. Það þýðir að okkur ber að beita áhrifum okkar friðsamlega og af háttvísi, innan ramma stjórnarskrár okkar og viðeigandi laga. Í umdeildum málum ættum við að leitast við að semja og sameina.
Það eru aðrar skyldur sem tengjast því að viðhalda innblásinni stjórnarskrá. Við ættum að kynna okkur og styðja hinar innblásnu reglur stjórnarskrárinnar. Við ættum að finna og styðja vitra og góða einstaklinga, sem munu viðhalda þessum reglum með sínum opinberu aðgerðum (sjá Kenning og sáttmálar 98:10). Við ættum að vera upplýstir borgarar sem reyna á virkan hátt að hafa áhrif á samfélagsmál.