2021
Grundvallarreglur fagnaðarerindis míns
Maí 2021


„Grundvallarreglur fagnaðarerindis míns,“ Til styrktar ungmennum, maí 2021.

Sunnudagssíðdegi

Grundvallarreglur fagnaðarerindis míns (Kenning og sáttmálar 42:12)

Útdráttur

skip

Ljósmynd frá Getty Images

Grundvallarregla fagnaðarerindisins [er] kenningarleg leiðsögn fyrir réttláta iðkun siðferðilegs sjálfræðis. Grundvallarreglur koma úr víðtækum sannleika fagnaðarerindisins og veita leiðsögn og staðla er við sækjum fram á sáttmálsveginum. …

Að læra, skilja og lifa eftir grundvallarreglum fagnaðarerindisins styrkir trú okkar á frelsarann, eykur hollustu okkar við hann og veitir okkur margfaldar blessanir og andlegar gjafir. Reglur réttlætisins hjálpa okkur líka að líta fram hjá eigin óskum og sjálfhyggjuþrám með því að gefa dýrmæta sýn á eilífan sannleika, er við tökumst á við mismunandi kringumstæður, áskoranir, ákvarðanir og reynslu jarðlífsins. …

Þegar Joseph Smith sat í Liberty fangelsinu, ritaði hann leiðbeiningarbréf til kirkjumeðlima og leiðtoga og minnti þá á að „mjög stórt skip [hefði] afar mikið gagn af mjög litlu stýri, sem beitir því upp í vind og sjóa“ [Kenning og sáttmálar 123:16].

„Stýri“ er hjól eða sveif og er búnaðurinn tengdur honum notaður til að stýra skipi eða báti. Að „[beita] því upp í vind og sjóa,“ merkir að snúa skipi, þannig að það haldi jafnvægi og velti ekki í stormi.

Reglur fagnaðarerindisins eru eins og stýri á skipi fyrir mig og ykkur. Réttar reglur gera okkur kleift að finna leiðina og standa sterk, staðföst og óbifanleg, þannig að við missum ekki jafnvægi og föllum í beljandi stormum myrkurs og ringulreiðar hinna síðari daga.