2021
Prestdæmi Guðs
Ágúst 2021


„Prestdæmi Guðs,“ Til styrktar ungmennum, ágúst 2021, 20-21.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum, ágúst 2021

Prestdæmi Guðs

Kenning og sáttmálar 84

Það sem hvert ungmenni ætti að vita um prestdæmið og hvernig þau tengjast því.

Ljósmynd
unglingar

Hafið þið einhvern tíma upplifað hve ruglandi það getur verið þegar eitthvert orð er notað á tvo vegu? Dæmi: Á íslensku merkir orðið jörð bæði plánetuna sem við dveljum á og jarðveginn sem við stöndum á. Hvort tveggja er rétt, en þegar þið notið þetta hugtak er merking þess háð samhengi þess efnis sem þið ræðið á einhverjum tíma. Svo þetta sé gert enn ruglingslegra, þá merkir orðið jörð plánetuna okkar en felur líka í sér merkinguna jarðvegur, af því að jarðvegur er á jörðinni.

Skilgreining hugtaksins Prestdæmi

Eitt hugtak sem við notum í kirkjunni á tvo vegu er prestdæmi. Hugtakið felur í sér allan kraft og allt vald Guðs. Við notum þó orðið prestdæmi líka á meira afmarkandi hátt – til að vísa í „þann kraft og það vald sem Guð veitir vígðum prestdæmishöfum, svo þeir fái gert allt nauðsynlegt til sáluhjálpar börnum Guðs.“1

Prestdæmið sem veitt er mönnum er ekki allur kraftur Guðs. Í eftirfarandi töflu er þetta útskýrt.

Í þessari töflu sjáið þið nokkur dæmi um kraft Guðs, sem er altækur og takmarkalaus. Í henni sjáið þið líka dæmi um þann kraft og vald prestdæmis Guðs, sem hann veitir verðugum karlmönnum til að starfa í kirkju Krists.

Dæmi um prestdæmisvald í lífi ykkar

Allar blessanir prestdæmisins eru öllum ástkærum dætrum og sonum himnesks föður tiltækar. Annar dálkurinn táknar einfaldlega þær blessanir sem þið hljótið fyrir tilstilli þess sem hefur prestdæmislykla eða hefur hlotið prestdæmisvald.

Þetta er sú regla sem Guð hefur komið á til skipulags og stjórnunar kirkju sinnar á jörðu. Önnur dæmi um prestdæmisvald Guðs er t.d. forseti djákna eða kennara, sem hefur lykla til að leiða starf sveitar sinnar, föðurblessun sem veitt er á heimili og helgiathafnir og sáttmálar musterisins.

Karlar, konur og prestdæmið

Þótt einungis karlar séu vígðir til prestdæmisembættis, þá hefur Dallin H. Oaks, fyrsti ráðgjafi í Æðsta forsætisráðinu, útskýrt þessa mikilvægu reglu: „Prestdæmið er guðlegur kraftur og vald, sem veitt er í því trausti að það sé notað fyrir verk Guðs, öllum börnum hans til farsældar. Þeir sem hafa verið vígðir prestdæmisembætti eða iðka vald þess, eru ekki prestdæmið. Karlmenn sem hafa prestdæmið eru ekki prestdæmið. … Við ættum ekki að vísa ekki til vígðra karlmanna sem prestdæmið.2

Þótt konur séu ekki vígðar prestdæminu, þá hefur Russell M. Nelson forseti útskýrt: „Þegar þið eruð settar í embætti til að þjóna í einhverri köllun, undir leiðsögn þess sem hefur prestdæmislykla … er ykkur falið prestdæmisvald til að starfa í þeirri köllun.“3 Nokkur dæmi um það eru t.d. forsætisráð námsbekkjar Stúlknafélagsins, systurtrúboðar sem prédika fagnaðarerindið, leiðtogar í deildum og stikum, sem hafa verið settir í embætti til að kenna og leiða, og musterisþjónar sem starfa við helgiathafnir.

Prestdæmiskraftur blessar alla

Þær blessanir sem þið, piltar og stúlkur, hljótið eru ykkar fyrir sáttmálana sem þið gerið við skírn og sáttmálana sem þið gerið í musterinu. Þótt þið hafið ekki prestdæmishafa á heimili ykkar, getið þið samt verið blessaðar með prestdæmiskrafti Guðs í lífi ykkar, ef þið haldið þá sáttmála sem þið hafið gert við hann (sjá 1. Nefí 14:14).

Þegar við lifum samkvæmt sáttmálum okkar, hljótum við blessanir sem styrkja og blessa okkur. Við bjóðum ykkur að íhuga blessanir prestdæmisins í lífi ykkar – blessanirnar sem hljótast vegna hins altæka prestdæmiskrafts Guðs og sem hljótast sérstaklega með prestdæmisvaldi sem er veitt og úthlutað í kirkju Guðs.

Heimildir

  1. Dale G. Renlund og Ruth Lybbert Renlund, The Melchizedek Priesthood: Understanding the Doctrine, Living the Principles [Melkísedeksprestdæmið: Skilja kenninguna, lifa eftir reglunum] (2018), 11).

  2. Dallin H. Oaks, „Melkísedeksprestdæmið og lyklarnir,“ (aðalráðstefna, apríl 2020).

  3. President Russell M. Nelson, „Andlegir fjársjóðir,“ (aðalráðstefna, október 2019).

Prenta