2021
Prestdæmið er kraftur Guðs
Ágúst 2021


„Prestdæmið er kraftur Guðs,“ Líahóna, ágúst 2021

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, ágúst 2021

Prestdæmið er kraftur Guðs

Guð blessar okkur með krafti prestdæmisins. Prestdæmisblessanir standa öllum til boða.

Prestdæmið er kraftur Guðs. Hann notar þann kraft til að blessa öll börn sín og hjálpa þeim að snúa að nýju til dvalar hjá honum. Guð hefur veitt börnum sínum á jörðu prestdæmiskraft. Með þeim krafti geta prestdæmisleiðtogar leitt kirkjuna og prestdæmishafar geta framkvæmt helgiathafnir, líkt og skírn, sem gerir okkur kleift að komast nær Guði. Hver karl og kona, sem tekur verðuglega á móti helgiathöfnum og heldur sáttmálana (helg loforð) hefur aðgang að krafti Guðs.

Ljósmynd
sakramentið

Joseph Smith var veittur prestdæmiskraftur

Þegar Jesús Kristur var á jörðinni, leiddi hann kirkjuna sína með prestdæmiskrafti. Hann veitti líka postulum sínum þennan kraft. Á öldunum eftir dauða hans, hurfu margir meðlimir frá kirkjunni. Þeir breyttu fagnaðarerindinu ranglega og starfsháttum kirkjunnar. Prestdæmi Guðs var ekki lengur á jörðinni. Árið 1829 sendi Jesús Jóhannes skírara og postulana Pétur, Jakob og Jóhannes til að veita Joseph Smith prestdæmið. Kirkja Jesú Krists hinna Síðari daga heilögu er eina stofnunin á jörðinni sem hefur þetta vald frá Guði.

Ljósmynd
endurreisn Melkísedeksprestdæmisins

Rödd Péturs, Jakobs og Jóhannesar, eftir Lindu Curley Christensen og Michael T. Malm

Lyklar prestdæmisins

Prestdæmislyklar eru valdið til að stjórna notkun prestdæmisins, svo sem að veita leyfi til að framkvæma helgiathafnir. Jesús Kristur hefur alla lykla prestdæmisins. Forseti kirkjunnar er sá eini á jörðinni sem getur notað prestdæmislykla til að leiða kirkjuna í heild. Aðrir geta notað ákveðna lykla til að framkvæma verk Guðs undir hans handleiðslu. Leiðtogar, eins og biskupar og stikuforsetar, nota prestdæmislykla til að leiða starfið í deildum þeirra og stikum. Þar sem kallanir til að þjóna koma frá leiðtogum með prestdæmislykla, iðka karlar og konur sem þjóna í köllunum prestdæmisvald í skylduverkum sínum.

Melkísedeksprestdæmið og Aronsprestdæmið

Prestdæmið er tvískipt: Melkísedeksprestdæmið og Aronsprestdæmið. Kirkjuleiðtogar leiða allt hið andlega starf kirkjunnar með Melkísedeksprestdæminu, svo sem trúboðsstarf og musterisstarf. Aronsprestdæmið starfar undir valdi Melkísedeksprestdæmisins. Það er notað til að framkvæma helgiathafnir, svo sem skírn og sakramentið.

Ljósmynd
skírn

Blessanir prestdæmisins

Guð gerir prestdæmisblessanir öllum börnum sínum tiltækar með sáttmálum og helgiathöfnum. Þær blessanir eru meðal annars skírn, gjöf heilags anda, sakramentið og helgiathafnir musterisins. Karlar og konur sem hafa hlotið musterisgjöf sína hljóta gjöf prestdæmiskraftar Guðs með sáttmálum sínum. Þið getið líka hlotið prestdæmisblessanir til lækningar, huggunar og leiðsagnar.

Ljósmynd
nýgift hjón við musterið

Hvað segja ritningarnar um prestdæmið?

Prestdæmið sem var við lýði á fornum tímum er það sama og er nú við lýði (sjá HDP Móse 6:7).

Prestdæmislyklar tryggja betur að við framkvæmum verk Drottins með reglu (sjá Kenning og sáttmálar 42:11).

Karlmenn sem hafa prestdæmið geta aðeins notað það „eftir reglum réttlætisins“ (Kenning og sáttmálar 121:36).

Sum skylduverk þeirra sem hafa prestdæmið eru tilgreind í Kenningu og sáttmálum 20:38–67.

Prenta