2021
Musterisverk
Október 2021


„Musterisverk,“ Líahona, október 2021

Mánaðarlegur boðskapur Líahóna, október 2021

Musterisverk

Musteri eru hús Drottins. Við getum meðtekið helgiathafnir og gert sáttmála við hann í musterum. Við getum einnig framkvæmt helgiathafnir fyrir áa okkar í musterinu.

Ljósmynd
musteri

Ljósmynd af Barranquilla musterinu í Kólumbíu, eftir Bruno Lima

Í gegnum mannskynssöguna hefur Guð boðið fólki sínu að reisa musteri. Musteri eru helgir staðir þar sem við getum skynjað elsku Guðs, meðtekið helgiathafnir og gert loforð við hann. Kirkjan er að byggja musteri um allan heim, svo að sífellt fleiri getið notið þessara blessana.

Ljósmynd
kona framan við musterið

Ljósmynd af konu fyrir framan Oquirrh Mountain musterið í Utah, eftir Nexeo og Matthew Reier.

Musterisgjöfin

Meðlimir kirkjunnar sem lifa réttlátlega, fara til musterisins til að meðtaka helgiathafnir og gera sáttmála, eða loforð, við Guð. Ein af þeim helgiathöfnum sem við meðtökum í musterinu er musterisgjöfin. Orðið musterisgjöf þýðir „gjöf.“ Musterisgjöfin er gjöf frá Guði. Í þessari helgiathöfn lærum við um áætlun himnesks föður um sáluhjálp okkar og við gerum sáttmála um að halda boðorð Guðs. Ef við erum trú þeim sáttmálum sem við gerum, mun Guð blessa okkur.

Ljósmynd
hjón fyrir framan musteri

Ljósmynd af hjónum á gangi við Manila musterið á Filippseyjum, eftir Cristinu Smith

Innsiglun fjölskyldna

Gifting í musterinu kallast einnig innsiglun. Þegar par er innsiglað í musterinu og þau halda sáttmála sína, munu þau vera gift að eilífu. Ef þau eignast börn, verða þau börn einnig innsigluð þeim. Foreldrar sem eru innsiglaðir eftir að þau eignast börn geta látið innsigla börnin sér. Ef þau lifa réttlátlega, munu þau verða fjölskylda að eilífu.

Ljósmynd
Skírnarherbergið í Lissabonmusterinu í Portúgal

Ljósmynd af skírnarsalnum í Lissabon musterinu í Portúgal, eftir Leslie Nilsson

Musterisverk fyrir öll börn Guðs

Við vinnum ættarsögu til að læra um áa okkar. Við gerum svo musterisverk í þeirra þágu. Við framkvæmum allar helgiathafnir í þeirra þágu sem hinir lifandi þurfa; skírn, staðfestingu, prestdæmisveitingu (fyrir karlmenn), musterisgjöf og innsiglun. Áar okkar geta síðan valið hvort þeir vilji meðtaka þessar helgiathafnir. Á þennan hátt geta öll börn Guðs notið blessana fagnaðarerindisins.

Ljósmynd
fjölskylda fyrir framan musteri

Ljósmynd af fjölskyldu fyrir framan Philadelphia musterið í Pennsylvaníu, eftir Cody Bell.

Blessanir musterisverks

Ef við höldum þá sáttmála sem við gerum í musterinu, verðum við blessuð, vernduð og styrkt. Við munum hafa kraft prestdæmisins með okkur. Fjölskyldur okkar verða saman að eilífu.

Musterið er einnig staður friðar og opinberunar. Þegar við vinnum musterisverk, getum við hlotið andlega leiðsögn og skynjað elsku Guðs.

Prenta