2021
Nafn kirkju hans
Október 2021


„Nafn kirkju hans,“ Til styrktar ungmennum, okt. 2021.

Mánaðarlegur boðskapur Til styrktar ungmennum október 2021

Nafn kirkju hans

Það er merking að baki því nafni sem Jesús Kristur gaf kirkju sinni.

Ljósmynd
Jesús Kristur sem góði hirðirinn

kirkja mín

Kirkja – hópur fólks sem trúir því sama og tilbiður saman. Þessi kirkja tilheyrir Jesú Kristi. Hann stofnaði hana. Hann leiðir hana. Hún er hans.

skal kallast

Jesús Kristur hefur sagt okkur hvað hann vilji að fólk kalli kirkju hans. Það er því það sem við ættum að kalla hana – og það sem við ættum af vingjarnleika að biðja aðra að kalla hana. Þetta nafn kom frá Jesú Kristi.

síðustu dagar

Síðustu dagar – dagarnir sem við lifum á; tíminn fyrir síðari komu Jesú Krists. Jesús Kristur hefur fært kirkju sína aftur á jörðu í síðasta sinn. Hún mun hjálpa við að búa heiminn undir síðari komu hans.

Kirkja Jesú Krists

(Sjá „kirkja mín.“) Þetta er fyrsti hlutur nafnsins sem frelsarinn gaf kirkju sinni. Hann kallar hana „kirkjuna“ því hann skipulagði hana. Hann hefur einnig sett nafn sitt á hana.

Síðari dagar

(Sjá „síðustu dagar.“) Þetta er næsti hluti nafns kirkjunnar. Hann sýnir einfaldlega að þetta er kirkjan sem hann kom með til baka á þessum tíma, ekki sú sem hann stofnaði til forna.

Heilagir

Heilagir – orð sem merkir „fólk sem er heilagt.“ Þetta er síðasti hluti nafns kirkjunnar. Þar er verið að tala um meðlimi kirkjunnar. Jesús Kristur getur gert okkur hrein og flekklaus. Hann veitir okkur einnig heilagan anda til að styrkja okkur er við leggjum okkur fram við að gera það sem hann hefur boðið. Ef við höfum trú á hann og höldum áfram að reyna, mun hann gera okkur heilög. Hann gerir okkur heilög.

Prenta