Kom, fylg mér 2024
15–21. janúar: „Koma … og neyta af ávextinum.“ 1. Nefí 6–10


„15–21. janúar: ‚Koma … og neyta af ávextinum.‘ 1. Nefí 6–10,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„15.–21. janúar. 1. Nefí 6–10,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Sýn Lehís um lífsins tré

Draumur Lehís, eftir Steven Lloyd Neal

15–21. janúar: „Koma … og neyta af ávextinum“

1. Nefí 6–10

Draumur Lehís – með járnstöng sinni, hinni niðdimmu þoku, rúmmiklu byggingu og hinum sætasta ávexti – eru hvetjandi boð um að meðtaka blessanir elsku frelsarans og friðþægingarfórnar hans. Hvað Lehí varðaði, þá tengdist sýnin einnig fjölskyldu hans: „Vegna þess sem fyrir augu mín bar, hef ég ástæðu til að gleðjast í Drottni yfir Nefí og einnig yfir Sam. … En sjá. Ykkar vegna, Laman og Lemúel, skelfist ég ákaft“ (1. Nefí 8:3–4). Þegar Lehí lauk við að lýsa sýn sinni, sárbændi hann Laman og Lemúel um að „fara að orðum sínum, svo að Drottinn sýndi þeim ef til vill miskunn“ (1. Nefí 8:37). Jafnvel þótt þið hafið oft lesið sýn Lehís, hugsið þá um hana í þetta sinn eins og Lehí – með ástvin í huga. Þannig mun öryggi járnstangarinnar, hættur rúmmiklu byggingarinnar og sætleiki ávaxtarins taka á sig nýja merkingu. Þið munið þá skilja betur „[heita] umhyggju ástríks foreldris“ sem meðtók þessa merku sýn.

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

1 Nefí 7:6–21

Ég get fyrirgefið öðrum.

Hvað vekur athygli ykkar varðandi fordæmi Nefís í 1. Nefí 7:6–21? Hvernig erum við blessuð þegar við fyrirgefum hvert öðru „fölskvalaust“? Myndbandið „The Lord Delivers Nephi from His Rebellious Brothers“ (Gospel Library) gæti verið gagnlegt í námi ykkar.

1. Nefí 8

Að halda mér fast við orð Guðs, leiðir mig til frelsarans og hjálpar mér að skynja elsku hans.

Sýn Lehís hvetur okkur til að íhuga hvar við stöndum í okkar persónulegu ferð til að líkjast meira Kristi. Boyd K. Packer forseti sagði: „Þið eruð í henni; við erum öll í henni. Draumur Lehís eða sýnin um járnstöngina inniheldur allt sem … Síðari daga heilagur þarf til að skilja prófraun lífsins“ („Lehi’s Dream and You,“ New Era, jan. 2015, 2).

Íhugið að fylla út töflu eins og þessa í námi ykkar.

Tákn frá sýn Lehís

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Tré og ávöxtur þess (1. Nefí 8:10–12)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Hvað geri ég til að bjóða öðrum að meðtaka elsku Guðs?

Tákn frá sýn Lehís

Fljót (1. Nefí 8:13)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Járnstöng (1. Nefí 8:19–20, 30)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Niðdimm þoka (1. Nefí 8:23)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Rúmmikil bygging (1. Nefí 8:26–27, 33)

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Tákn frá sýn Lehís

Merkingar

Spurningar til að íhuga

Þið gætuð líka lesið eftirfarandi vers til að læra um fólkshópana fjóra sem Lehí sá: 1. Nefí 8:21–23, 24–28, 30 og 31–33. Hvernig eru þessir hópar frábrugðnir hver öðrum? Af hverju hurfu sumir frá eftir að hafa komist að trénu og bragðað á ávextinum (sjá vers 24–28)? Hvað lærið þið af þessari upplifun?

Sjá einnig Kevin W. Pearson, „Dvelja við tréð,“ aðalráðstefna, apríl 2015; „Lehi Sees a Vision of the Tree of Life“ (myndband), Gospel Library.

Látið nemendur miðla eigin uppgötvunum. Íhugið að bjóða nemendum að leita sjálfa í ritningunum að sannleika sem þeir finna. Dæmi: Þið gætuð boðið þeim að leita í ritningartilvísunum í töflunni hér að ofan, sjálfa eða í fámennum hópum. Þeir munu muna eftir og varðveita sannleikann sem þeir uppgötva.

fólk heldur um járnstöngina sem leiðir að lífsins tré

Rauður þráður, eftir Kelsy og Jesse Barrett

1. Nefí 10:2–16

Spámenn til forna þekktu ætlunarverk Jesú Krists og báru vitni um hann.

Af hverju teljið þið að Drottinn hafi viljað að Lehí og fjölskylda hans – og við öll – þekkti sannleikann í 1. Nefí 10:2–16? Íhugið hvernig þið gætuð hjálpað ástvinum ykkar að bjóða frelsaranum í líf sitt.

1. Nefí 10:17–19

trúarskólatákn
Guð mun opinbera mér sannleika fyrir kraft heilags anda. 

Hvernig bregðist þið við þegar ykkur er boðið að lifa eftir trúarreglu sem þið ekki skiljið? Gætið að ólíkum viðbrögðum Nefís við sýn Lehís (sjá 1. Nefí 10:17–1911:1) og Lamans og Lemúels (sjá 1. Nefí 15:1–10). Hvaða sannleika skildi Nefí, sem fékk hann til að bregðast við eins og hann gerði?

Skráið trúarreglur sem þið viljið skilja betur, með fordæmi Nefís í huga. Hvað mynduð þið gera til að finna svör fyrir ykkur sjálf? (Sjá einnig „Sannleikurinn mun gera ykkur frjáls“ í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum, 30–33.)

Við getum, eins og Nefí sem komst að því sjálfur að orð föður hans væru sönn, gert það sama þegar við hlýðum á orð spámanna og postula okkar tíma. Hvað kenndu spámenn og postular okkur á síðustu aðalráðstefnu? Hvernig hafið þið hlotið persónulegt vitni um það sem þeir kenndu?

Sjá einnig 1. Nefí 2:11–19; Kenning og sáttmálar 8:1–3; „Rannsaka og biðja,“ Barnasöngbókin, 66; Gospel Topics, „Revelation,“ Gospel Library.

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

1. Nefí 8

Að halda mér fast við orð Guðs, leiðir mig til frelsarans og hjálpar mér að skynja elsku hans.

  • Börn ykkar gætu notið þess að teikna mynd af sýn Lehís, er þið lesið saman 1. Nefí 8. Látið þau miðla myndunum sínum og hjálpið þeim að uppgötva hvað táknin í draumnum standa fyrir (sjá 1. Nefí 11:21–22; 12:16–18; 15:23–33, 36 og verkefnasíðu þessarar viku). Biðjið þau að miðla eins mörgum svörum og þau geta við þessari spurningu: Hvað lærum við af sýn Lehís?

  • Eigið þið eitthvað sem gæti táknað járnstöngina í sýn Lehís, svo sem rör eða prik? Látið börn ykkar halda fast utan um það er þið leiðið þau um herbergið að mynd af frelsaranum. Af hverju er járnstöngin mikilvæg í sýn Lehís? (sjá 1. Nefí 8:20, 24, 30). Hvernig er járnstöngin eins og orð Guðs?

  • Bjóðið einhverju barna ykkar að lesa 1. Nefí 8:10–12 og lýsa því sem Lehí sá. Biðjið hin um að lesa 1. Nefí 11:20–23 og lýsa því sem Nefí sá. Af hverju sýndi engillinn Nefí barnið Jesú til að kenna honum um elsku Guðs? Ræðið við börn ykkar um það hvernig þau hafa fundið elsku Guðs í lífi sínu? Söngur eins og „Í faðmi frelsarans“ (Barnasöngbókin, 42) gæti hjálpað þeim að íhuga það.

1. Nefí 10:17–19; 11:1

Guð mun opinbera mér sannleika fyrir kraft heilags anda.

  • Hvernig gætuð þið hjálpað börnum ykkar að skilja það sem Nefí kenndi í 1. Nefí 10:19? Þið gætuð ef til vill vafið mynd af frelsaranum í teppi eða einhverjum sérstökum hlut og beðið börn ykkar að vefja utan af myndinni. Þegar þið lesið 1. Nefí 10:19, þá gætu þau rétt upp hendur þegar þau heyra orðin „vefja utan af“ og „heilagur andi.“ Þið gætuð síðan sagt frá því hvernig heilagur andi hefur hjálpað ykkur að uppgötva sannleika.

  • Biðjið börn ykkar að ræða um það hvað þau gera til að finna svar við spurningu. Hvað gæti Nefí sagt ef einhver spyrði hann að því hvernig finna mætti svör við spurningu um fagnaðarerindið? Hvetjið börnin til að komast að því með því að lesa 1. Nefí 10:17–19; 11:1.

  • Hafa börn ykkar einhvern tíma fundið heilagan anda hjálpa þeim að vita að eitthvað væri sannleikur? Látið þau miðla upplifun sinni. Hvað myndum við segja við vin sem telur sig ekki geta hlotið svör fyrir tilstuðlan heilags anda? Hvað finnum við í 1. Nefí 10:17–19 og 11:1 sem gæti hjálpað þeim vini?

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Sýn Lehís

Lífsins tré, eftir Avon Oakeson