Kom, fylg mér 2024
1.–7. apríl: „Leitið sátta Guðs fyrir friðþægingu Krists.“ Jakob 1–4


„1.–7. apríl: ‚Leitið sátta Guðs fyrir friðþægingu Krists.‘ Jakob 1–4,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: Mormónsbók 2024 (2024)

„1.–7. apríl. Jakob 1–4,“ Kom, fylg mér – Fyrir heimili og kirkju: 2024 (2024)

Kona krýpur við fætur Jesú

Fyrirgefning, eftir Greg Olsen. Notað með leyfi. www.GregOlsen.com

1.–7. apríl: Leitið sátta Guðs fyrir friðþægingu Krists

Jakob 1–4

Nefítunum fannst Nefí vera þeim „mikill verndari“ (sjá Jakob 1:10). Hann hafði líka verndað þá gegn andlegum hættum, varað þá við synd og hvatt þá til að koma til Krists. Það verk féll nú í hlut Jakobs, sem Nefí hafði vígt til að vera prestur og kennari (sjá Jakob 1:18). Jakob fann sig ábyrgan fyrir því að vara þá við af hugdirfsku sem voru „farnir að lifa í synd“ og jafnframt hughreysta „hrjáða sál“ þeirra sem höfðu skaðast af syndum annarra (sjá Jakob 2:5–9). Hvernig gæti hann gert hvort tveggja? Hann myndi vísa þeim til Jesú Krists – vegna þess að báðir hóparnir þurftu á lækningu frelsarans að halda (sjá Jakob 4). Boðskapur Jakobs var sá sami og boðskapur Nefís áður, ákall um að „[leita] sátta [Guðs] fyrir friðþægingu Krists“ (Jakob 4:11).

Hugmyndir fyrir nám á heimili eða í kirkju

Jakob 1:6–8, 15–19; 2:1–11

Ég hef verk sem „[Drottinn hefur falið mér].“

Að kenna orð Guðs, var Jakobi nokkuð sem „Drottinn hafði [falið honum],“ svo hann starfaði af kostgæfni við að „[efla embætti sitt]“ (Jakob 1:17, 19). Hvað merkja þessi orðtök sem Jakob notaði fyrir ykkur? Hugsið um það sem stækkunargler gerir. Vakna einhverjar hugmyndir við það? Þegar þið hugleiðið Jakob 1:6–8, 15–19 og 2:1–11, hugsið þá um verkið sem Drottinn gæti ætlað ykkur. Hvað finnst ykkur þið hvött að gera til að „efla“ það?

Sjá einnig „Whom the Lord Calls, the Lord Qualifies,“ í Teachings of Presidents of the Church: Thomas S. Monson (2022), 209–20; „Rise to Your Call“ (myndband), Gospel Library.

Jakob 2:12–21

„[Látið] ekki hrokann í hjörtum yðar tortíma sálum yðar!“

Vandamál Nefítanna var að þeir voru drambsamir og einblíndu á auðæfi (sjá Jakob 2:13) og það vandamál einskorðaðist ekki við þá eða þeirra tíma. Hvernig hvetur óvinurinn til ástar á auðæfum á okkar tíma? Eftir að þið hafið lesið Jakob 2:12–21, lýsið þá með eigin orðum hvernig Guð vill að þið sjáið veraldleg auðæfi. Sálmur eins og „Til endurgjalds“ (Sálmar, nr. 90) gæti veitt aukinn skilning. Hvað finnst ykkur þið hvött til að gera varðandi það sem þið lærið?

Jakob 2:22–35; 3:10–12

trúarskólatákn
Guð hefur dálæti á skírlífi.

Hvað finnið þið sem hjálpar ykkur að skilja af hverju skírlífi er Guði svo mikilvægt, við lestur Jakobs 2:22–35; 3:10–12? Hverjar eru sumar neikvæðar afleiðingar ósiðsemi – á tíma Jakobs og á ykkar tíma? Hverjar eru blessanir þess að lifa skírlífi?

Öldungur David A. Bednar kenndi að við lifum „í heimi þar sem sífellt meira er hæðst að helgi sköpunarkraftsins“ („Vér trúum, að vér eigum að vera skírlíf,“ aðalráðstefna, apríl 2013). Hvernig hjálpið þið öðrum að skilja ástæðu þess að þið hlýðið skírlífislögmálinu? Gott væri að byrja á því að útskýra staðla Guðs varðandi kynhvöt og kynferðissambönd í „Líkaminn þinn er heilagur“ í Til styrktar ungmennum: Leiðarvísir að ákvarðanatökum (bls. 22–29). Hvað fleira finnið þið í þessum bæklingi sem myndi hjálpa ykkur að útskýra ástæðu þess að þið lifið eftir skírlífislögmálinu?

Þið gætuð fundið fleiri svör í boðskap öldungs Bednars sem áður var vísað til eða í myndbandinu „I Choose to Be Pure“ (Gospel Library).

Hvernig er staðall Guðs varðandi kynferðislegan hreinleika öðruvísi en önnur skilaboð sem þið fáið? Hverjar eru blessanir þess að lifa skírlífi?

Sjá einnig Leiðarvísi að ritningunum, „Dyggð,“ Gospel Library; „Same-Sex Attraction“ í safninu „Life Help“ í Gospel Library.

Jakob 4

Ég get leitað sátta Guðs fyrir friðþægingu Jesú Krists.

Jakob sárbændi fólk sitt um að „[leita] sátta [Guðs] fyrir friðþægingu Krists (Jakob 4:11). Ein skilgreining á sátt er að endurheimta vinskap eða samlyndi. Þegar þið íhugið eigið líf, hugsið þá um tíma er þið hafið upplifað ykkur fjarlæg himneskum föður. Hvernig hjálpar frelsarinn ykkur að endurheimta þetta samband? Hvaða leiðsögn getið þið fundið í þessum kapítula sem hjálpar ykkur að sættast við Guð? (sjá vers 4–14).

Hvað fleira lærið þið af Matteusi 5:23–24? Hvernig getur frelsarinn hjálpað ykkur að sættast við Guð – og aðra?

Sjá einnig 2. Nefí 10:24.

Jakob 4:8–18

Ég get forðast andlega blindu með því að einblína á frelsarann.

Þegar Jakob reyndi að snúa fólki sínu meira að Drottni, varaði hann það við að verða andlega blint og að fyrirlíta ekki „afdráttarlaus orð“ fagnaðarerindisins (sjá Jakob 4:13–14). Hvað getum við gert, samkvæmt Jakob 4:8–18, til að forðast andlega blindu?

Sjá einnig Quentin L. Cook, „Looking beyond the Mark,“ Ensign, mars 2003, 40–44.

Frelsarinn notaði hversdagslegar samlíkingar í kennslu sinni. Dæmisögur Jesú hjálpuðu fólki að finna andlegan sannleika í venjulegum upplifunum. Reynið að gera það sama þegar þið kennið. Dæmi: Þegar þið kennið Jakob 4:8–18, gætuð þið spurt þau sem læra að því hvort þau hafi einhvern tíma farið í augnskoðun. Hvernig mat læknirinn líkamlega sjón þeirra? Hvernig getum við metið andlega sjón okkar?

Sjá útgáfur þessa mánaðar af tímaritunum Líahóna og Til styrktar ungmennum til að fá fleiri hugmyndir.

Hugmyndir fyrir kennslu barna

Jakob 2:8

Guð læknar hina hrjáðu sál.

  • Til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvernig hægt er að lækna „hrjáða sál,“ gætuð þið rætt saman um það hvernig líkami læknast þegar hann skaðast. Börn ykkar gætu ef til vill sagt frá atvikum þegar þau hafa meiðst og hvað hjálpaði þeim að læknast. Þið gætuð jafnvel sýnt þeim umbúðir eða lyf er þið ræðið þetta. Þið gætuð ef til vill sagt frá því hvernig frelsarinn hefur hjálpað þegar andi ykkar þarfnaðist lækningar.

Jakob 2:17–19

Ég get hjálpað öðrum nauðstöddum þegar ég deili með þeim.

  • Sumt fólkið á tímum Jakobs var mjög auðugt, en það vildi ekki deila eigum sínum með öðrum. Þegar þið lesið kenningar Jakobs fyrir börn ykkar í Jakob 2:17–19, gætuð þið fengið þeim myndir eða hluti til að halda á sem eiga við um orð eða orðtök í þessum versum. Þið gætuð útskýrt að þið séuð að deila þessum hlutum með þeim; þið gætuð síðan hugsanlega boðið þeim að deila hlutunum með ykkur eða hvert öðru. Ræðið hvaða tilfinningar vakna þegar þið deilið. Hverju öðru getum við deilt með öðrum til að stuðla að gleði þeirra?

  • Eftir að þið hafið lesið saman Jakob 2:17, gætu börn ykkar mögulega nefnt einhverjar blessanir sem himneskur faðir hefur deilt með þeim. Af hverju vill hann að við deilum með hverju öðru?

Jakob 4:6, 10–11

Ég get styrkt trú mína á Jesú Krist.

  • Trú Jakobs á Krist var svo sterk að honum varð ekki haggað. Til að kenna börnum ykkar hvernig öðlast á slíka trú, gætuð þið spurt þau um það sem við gerum til að styrkja líkama okkar. Hvað getum við gert til að efla trú okkar á Jesú Krist? Lesið saman Jakob 4:6 til að hjálpa börnunum að uppgötva það sem Jakob og fólk hans gerðu til að trú þeirra yrði „óhagganleg.“

  • Önnur leið til að hjálpa börnum ykkar að skilja hvað felst í því að vera „óhagganleg“ í trú, er að finna stórt tré í nágrenninu og biðja þau að hrista einstakar greinar. Látið þau síðan hrista trjábolinn. Af hverju er erfiðara að hrista trjábolinn? Hvaða orðtök í Jakob 4:6, 10–11 lýsa því sem við getum gert svo að trú okkar á Jesú Krist verði óhagganleg?

    stórt tré í garði

    Trú okkar á Krist getur verið „óhagganleg,“ líkt og trjábolur.

  • Til að kenna börnum ykkar með fleiri samlíkingum um óhagganlega trú á Jesú Krist, sjá þá Neil L. Andersen, „Andlegir hvirfilvindar“ (aðalráðstefna, apríl 2014; og myndbandið „Spiritual Whirlwinds“) eða „Hyggni maðurinn og heimski maðurinn“ (Barnasöngbókin, 132; sjá einnig Matteus 7:24–27).

Sjá útgáfu þessa mánaðar af tímaritinu Barnavinur til að fá fleiri hugmyndir.

Jakob ritar á gulltöflur

Ég mun mæla fram orð þeirra (Kennarinn Jakob), eftir Elspeth Caitlin Young